Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur Í öndverðum þessum mánuði flykktust stangveiðimenn hvaðanæva að til Íslands og reyndu með sér norðan heiða í strandstangaveiði. Um var að ræða Evrópumót og komu keppendur frá sjö löndum, Írlandi, Skotlandi, Wales, Eng- landi, Hollandi, Þýskalandi og svo auðvitað frá Íslandi – alls 55 talsins. Mótið stóð yfir í þrjá daga. Fyrsta daginn var veitt af Akur- eyrarbryggjum. Annan daginn var haldið út á Hjalteyri og sein- asta daginn egndu stangveiðimennirnir fyrir fisk í Pollinum við Drottningarbraut á Akureyri. Skemmst er frá því að segja að Holland vann liðakeppnina en stigahæsti einstaklingurinn var frá Írlandi, Stephen Glynn. – Stephen vann tvo daga í röð, útskýrir Helgi Bergsson for- maður íslandsdeildar Evrópusambands sjóstangaveiðimanna (EFSA, European Federation of Sea Anglers) sem stóð fyrir mótinu að þessu sinni. Í hnotskurn fer keppnin þannig fram að hverju veiðisvæði er skipt í fimm veiðihólf þar sem stangveiðimennirnir standa dag- inn á enda. Dregið er um hólf og hverjir lenda í hverju. Daginn eftir endurtekur sagan sig, svæðinu er skipt í hólf, dregið er um hver lendir hvar og síðan veiðir hver í sínu hólfi daginn á enda. Fiskarnir sem á land koma eru mældir og taldir og gefin stig eftir lengd og fjölda og einnig eftir heildarframmistöðu. Þannig fær sá ellefu stig sem ber hæstan hlut eftir daginn. – Stephen Glynn var þó ekki aflahæsti einstaklingurinn, segir Helgi. Mesta aflaklóin var frá Englandi, Stuart Jones, en hann landaði 64 fiskum alls og munaði þar mest um daginn úti á Hjalteyri þar sem Stuart dró 60 fiska. Samtals drógu keppendur 1.183 fiska á land – mældust sam- tals 43053 sentimetrar – sem greindust í átta tegundir, sandkola, þorsk, skrápflúru, tindabikkju, rauðsprettu, steinbít, marhnút og lýsu. Myndir: Þorgeir Baldursson Evrópumót í strandstangaveiði Þriðja daginn var veitt nánast að segja af Drottningarbrautinni á Akureyri, utan frá Torfunefi inn undir Höepfnerstanga – svo við flíkum nýju örnefni en á tanganum slær hjarta siglingaklúbbsins Nökkva. Það verður að játast að matarkista Akureyringa á liðnum öldum var ekki útlátasöm að þessu sinni. Pollurinn neitaði að sjá af fósturbörnum sínum. Evrópumeistarinn, Stephen Glynn, náði fimm fiskum, næsti maður tveimur en fæstir urðu varir. Helgi Bergsson, formaður íslandsdeildar Evrópusambands sjóstangaveiðimanna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.