Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur – 38 – Þrítugasti og áttundi togarinn í eigu Ís- lendinga, Maí RE-155, skráður hér á landi 20. nóvember 1920, smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920. Lengd 41,45 m., breidd 7,44 m., dýpt 3,20 m., brl. 339, knúinn 600 hö. gufuvél. Nefndur í upp- hafi smíðatíma Ephraim Bright en við lok hans, Maí RE-155. Í eigu Fiskveiði- hlutafélagsins Íslands. Skipstjóri, Björn Jónsson. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar kaupir skipið í febrúar árið 1931, verður Maí GK - 346. Seldur í brotajárn til Dan- merkur og rifinn í Odense í júlímánuði árið 1955. – 39 – Þrítugasti og níundi togarinn í eigu Ís- lendinga Þorsteinn, Ingólfsson RE-2, skráður hér á landi 27. desember 1920, smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Sel- by á Englandi árið 1920 fyrir Útgerðar- félagið Hauk í Reykjavík. Lengd 42,45., breidd 7,10 m., dýpt 3,26 m., brl.326. Knúinn 600 hö. gufuvél. Skipstjóri, Ein- ar Einarsson. Elsta og stærsta togaraútgerðarfélag á Íslandi Fiskiveiðahlutafjelagið „Alliance“ var stofnað árið 1906. Voru stofnendur þess: Thor Jensen kaupmaður, og skipstjórarnir, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Halldór Kr. Þorsteinsson, Magnús Magnússon, Kolbeinn Þor- steinsson og Jafet Ólafsson. Fjórir þessara skipstjóra höfðu áður gert með sjer fjelag og keypt kúttera árið 1904, en þilskipaútgerð stóð þá hjer í mestum blóma. Í páskaveðrinu 7. apríl 1906 fórst Jafet Ólafsson, ásamt mörgum öðrum, en árið 1910 seldi Thor Jensen hlut sinn og gekk úr fjelaginu. Þegar h/f. „Alliance“ var stofnað, höfðu Íslendingar litla þekkingu á togaraút- gerð og enga reynslu á því sviði. Að vísu höfðu verið keyptir tveir togarar hingað til lands frá Englandi, en þeir voru báðir gamlir og mjög ófullkomnir, enda varð árangurinn eftir því. Í febrúar 1907 kom fyrsta skip fjelagsins, „Jón forseti“, hingað til lands, og stýrði honum Halldór Kr. Þorsteinsson skip- stjóri, sem þá hafði dvalið á annað ár í Englandi til þess að kynna sjer botnvörpuveiðar. „Jón forseti“ var smíðaður í Glasgow svo fullkominn, sem þá var frekast kostur. Var hann fyrsti togari, er Íslendingar ljetu smíða, og má því segja, að með komu hans hefjist tog- araútgerð Íslendinga. Það kom strax í ljós, að togara- útgerð gæti, ef skynsamlega væri að farið, orðið arð- vænlegur atvinnuvegur fyrir landsmenn, enda fóru menn þá óðum að feta í fótspor þessara manna og hefir togurum síðan fjölgað ár frá ári, uns Íslendingar eiga nú 40 togara. Fjelagið hefir eignast 6 togara, en af þeim misst tvo, þá Skúla fógeta, byggðan 1911, fórst hann í Norðursjónum í byrjun ófriðarins, 26. ágúst 1914, og Jón forseta, sem strandaði á Stafnest- öngum 27. febrúar 1928; á það því nú 4 togara. Auk þess eiga stofnendur „Alliance“, þeir sem enn eru í fjelaginu, 4 aðra togara að nokkru eða öllu leyti, og hafa þannig umráð yfir 1/5 hluta af togaraútgerð landsmanna. Fjelagið hefir komið sjer upp fullkomn- um fiskþurrkunarstöðvum með tilheyrandi húsakynn- um og getur það nú breitt til þurrkunar í einu ca. 600,000 kg. fiskjar. Auk þess hefir fjelagið byggt fisk- þurrkunarhús, sem afgreiðir að meðaltali 10,000 kg. af fullþurrum fiski á sólarhring. Árið 1929 voru útfluttar afurðir h/f. „Alliance“ og þeirra fjelaga, sem það hefir umsjón með, sem hjer segir: Verkaður saltfiskur 3180 þúsund kg. Óverkaður saltfiskur 2080 þús. kg. Ísfiskur kr. 675.000. Lýsi kr. 358.800. Sama ár flutti fjelagið inn 14,000 smálestir af kolum og 7,000 smálestir af salti. Mestan hluta veiðarfæra lætur fjelagið vinna á vinnustofu sinni við Tryggva- götu, og er unnið að netagerð o. fl. allt árið. Hjá fjelaginu voru sama ár unnin: Á skipunum 50.000 dagsverk. Við fiskverkun 27.600 dagsverk. Netagerð 1.460 dagsverk. Uppskipun. 7.880 dagsverk. Önnur störf 7.070 dagsverk, og hafa þannig verið unnin 314 dagsverk að meðaltali hvern virkan dag ársins. Stjórn fjelagsins hafa þeir alla tíð skipað: Jón Ólafsson, Halldór Kr. Þorsteinsson, Magnús Magnús- son, Jón Sigurðsson, og Jón Ólafsson, sem jafnan hefir verið framkvæmdastjóri þess. Morgunblaðið. 26 júní 1930. Þorsteinn Ingólfsson RE-2. Maí GK-346.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.