Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Síða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur október var hann á bak og burt. Fyrir vikið neyddust Sigl- firðingar til að róa tvær eða þrjár mílur út á opið haf eftir þorskinum þegar þeim loks gafst ráðrúm til að egna fyrir hann. Þetta kom til af því að á vorin voru þeir uppteknir í hákarlaleg- um og yfir sumarið gat enginn róið vegna heyanna. Þegar þeir Snorri og Einar á Hraunum tóku höndum saman öðru sinni um að efla þorskveiðar á Siglufirði ráku þeir sig óþægilega á þessa staðreynd; „hvorki hér né á Suðurlandi var hægt að fá fiskimenn um heyannatímann, en þá er eins og kunnugt fiskur hér mestur“, skrifaði Snorri. Þeir létu þó ekki deigan síga. Í Noregi mátti með hægu móti fá leigð skip „með einhverjum bestu fiskimönnum sem til eru“. Það varð úr að Einar skrifaði kunningja sínum þangað út og bað hann að útvega sér skútur í þessu skyni. Þannig stóð því á norsku skútunum tveimur er sumarið 1881 lágu lengst af á Siglufirði. Sú þriðja var á Hraunakrókn- um í Fljótunum – allar þrjár á þorskveið- um. Á hverjum degi reru norsku sjó- mennirnir út á fjörðinn og drógu þann gula af kappi en hentu öllu slógi í sjóinn. Að sögn Snorra tókst þessi tilraun til að dvelja um fyrir þorskinum í Siglufirði af- bragðs vel: „Hér hefur brugðið svo við að hér sem í mannaminnum ætíð hefur verið afla- laust á firðinum um veturnætur að undanteknu haustinu eftir að Færeyingar lágu hér þá hefur afli verið hér nægur fram að jólaföstu, og hann því orðið þrátt fyrir ógæftir miklu meiri enn vanalega.“ Skútuleigan átti þó eftir að hafa enn afdrifaríkari afleiðingar en Snorra og Einar gat grunað og valda þeim miklu málastappi og óþægindum. Snjallasti skipasmiður Siglfirðinga, hreppstjór- inn Jóhann Jónsson á Höfn, virðist hafa fengið svipaða hug- mynd og þeir félagar um að leigja norska skútu til þorskveiða. Sjálfsagt hafa þeir þrír borið saman bækur sínar, að minnsta kosti var Snorri annar tveggja vitundarvotta er settu nöfn sín undir samninginn er Jóhann gerði við norska skipstjórann Johan Olsen um skipsleiguna Allir áttu þeir eftir að súpa seyðið af þessari framtakssemi. „Hovedgaden i Siglufjord“, sögðu Norðmennirnir og mynduðu bryggju með síldartunnum á hvora hönd. verður haldinn föstudaginn 31.maí 2019 á Grand Hótel í Setrinu, 1. hæð kl. 14:00. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði 4. Umræður um skýrslu formanns og ársreikninga 5. Kjaramál 6. Lagabreytingar (sjá nánar á heimasíðu) 7. Kosning 5 manna uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs 2020 til 2024 8. Önnur mál Stjórnin Félag skipstjórnarmanna Aðalfundur Félags Skipstjórnarmanna

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.