Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2019, Page 40
Mikilvægar tekjur Á síðasta ári sendu fillippínskir sjómenn, sem sigldu á erlendum skipum, 6,14 milljarða bandaríkjadala í gegnum banka- kerfið þar í landi. Aldrei áður hafa svo miklir peningar komið í gegnum banka- kerfið vegna sjómanna sem sigla utan landsins. Þetta eru sjómenn sem vinna á gámaskipum, búlkskipum, skemmtiferða- skipum, olíuskipum, bílaflutningaskipum og almennum vöruflutningaskipum undir öðrum fánum en þeirra eigin. Er þetta 4,6% hærri upphæð eða 270 milljónum dollurum meira en árið 2017. Samkvæmt heimildum koma um 2,3 milljarðar frá Bandaríkjunum en næst á eftir eru greiðslur frá Singapúr eða 563 milljónir. Þá koma greiðslur upp á 560 milljónir frá Þýskalandi, 435 milljónir frá Japan, 331 milljón frá Bretlandi, 275 milljónir frá Hong Kong, 259 milljónir frá Hollandi og 174 milljónir frá Grikklandi. Hér er aðeins um að ræða bankayfir- færslur og er þá ótalið það fjármagn sem þeir koma með heim í frí eða eru sent með öðrum hætti en í gegnum banka- kerfið. Í heiminum eru starfandi 1,2 milljónir sjómanna á heimsflotanum en það eru um það bil 378 þúsund Fillipps- eyingar og eru þeir leiðandi þjóð í að út- vega sjómenn á flotann. Daglega er talið að um 250 þúsund Fillippseyingar séu á sjó í einu og má segja að ef ekki væri fyrir þessa sjómenn myndi efnahagur þjóðarinnar dala verulega. Um 10 millj- ónir Fillippseyinga starfa utan heima- landsins sem er einn tíundi af íbúum landsins en þar tróna sjómennirnir á toppnum enda eru þeir að koma með fimmtung allra tekna til landsins. Draum- ur sjómannanna er að geta búið fjöl- skyldum sínum gott lífsviðurværi, í eigin húsnæði, fjárfest í landbúnaði, stofnað eigin fyrirtæki og menntað börn sín. Upptekinn í símanum Í október síðastliðnum varð árekstur á milli túnísku ferjunnar Ulysse og gáma- skipsins CSL Virgina sem lá til akkeris undan Korsíku. Allar aðstæður voru hinar ákjósanlegustu til siglinga nema að vakthafnadi stýrimaður var í símanum að sinna einkaerindum þegar hann sigldi inn í miðja síðu gámaskipsins. Það þótti sérstakt og umdeilanlegt að áhöfnin sendi frá sér myndband skömmu eftir árekstur- inn sem var kynnt á eftirfarandi hátt: „Halló allir, við erum áhöfnin á skipinu Ulysse. Sjáið okkur, við erum í góðu skapi. Við lentum í smávegis vandamáli en slíkir hlutir geta komið fyrir öll skip“. Varasamir kastlínupungar Nú hafa bresk hafnaryfirvöld skorið upp herör gagnvart hættulegum kastlínum sem skip eru að nota. Enn eru að koma skip til breskra hafna sem búin eru kast- línupungum sem búið er að þyngja auka- lega og eru starfsmönnum hafna hættu- legir. Hafa þau leitað með málið til Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar sem og hafnarríkja um allan heim að taka nú höndum saman við að útrýma hættuleg- um kastlínupungum. Nýir klefar í skip Skipafélagið Stena Line hefur ákveðið að taka til prófunar nýja tegund klefa sem ekki hafa áður þekkst í skipum útgerðar- innar. Um er að ræða svefnbox að jap- anskri fyrirmynd og er mjög þekkt í Tokýó en boxin eru einungis um tveir fermetrar að stærð. Hefur þessi svefnað- staða notið vinsælda sökum þess hversu ódýr hún hefur verið og gott fyrir ferða- langa að ná í svefn í góðum rúmum í stað stóla. Þegar hafa verið sett upp slíkir svefnklefar í ferjurnar Mecklenburg-Vor- pommern og Skåne sem sigla á leiðinni milli Rostock og Trelleborg en ferðin tek- ur um sjö tíma. Voru þessir klefar teknir í notkun í byrjun apríl á þessu ári og eru markhóparnir ungt fólk, bakpokaferða- langar og aðrir sem vilja ferðast ódýrt en þó á þægilegan máta. Hvert rúm er búið dýnu, sængurfatnaði, loftkælingu, hleðslustöð fyrir snjalltæki og síma auk þráðlausrar nettengingar. Þá er aðstaða fyrir utan klefana til að geyma töskur í læstum skápum. Upphaflega voru þessir svefnklefar hannaðir til að mæta þörfum í Tókýó á lúxuslausum og ódýrum gisti- möguleikum á al-dýrasta fasteignamark- aði í heiminum. Nú hafa slík hótel einnig risið í New York sem og á mörgum al- þjóðaflugvöllum. Ætli næsta skref verði að setja slíka klefa fyrir skipverja? Flótti með litlu kaupskipin Í eina tíð var danski fáninn góður sigl- ingafáni en nú er orðin veruleg breyting þar á. Danska skipafélagið Venus Shipp- ing hefur gefist upp á að sigla skipum sínum undir dönskum fána en útgerðin seldi í lok síðasta árs síðasta skip sitt sem sigldi undir þeim fána. Hafði skipið, Dan Fighter, siglt undir dönskum fána í 14 ár en útgerðin hefur langt í frá lagt niður skiparekstur sinn. Útgerðarmaðurinn sagðist ekki geta séð hvernig útgerðir gætu rekið skip á dönskum fána en öll skip hans, sex að tölu, eru nú skráð á St. Vincents fána og hafa skipin því farið frá dönskum heimahöfnum yfir til Kings- town. Að vísu hefur útgerðin horft til NIS fána og litið á hann sem annan kost til að gera út skip sín í framtíðinni. Út- gerðin hafði keypt skip í Noregi sem var á norskum fána sem þeir ætluðu að færa undir Dannebrog. Eftir samtal við dönsku siglingastofnunina áður en til kaupanna kom var svo metið að ekkert vandamál Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Stýrimaðurinn á ferjunni var upptekinn í símanum þegar skip við akkeri varð fyrir honum. 40 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.