Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.08.2022, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 23.08.2022, Qupperneq 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 23. ágúst 2022 ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is Klósettþrif er sennilega það húsverk sem fæstum líkar, en kók hjálpar til. thordisg@frettabladid.is Getur Coca Cola hreinsað klósett? Svarið er já, svo sannarlega, og gamalreynt húsráð að nota kók til að losa um þrálát óhreinindi og kalkhringi sem gjarnan setjast niðri við vatnsbrúnina. Það eru mildar kolsýrur og fosfórsýrur frá kolsýrumettun gosdrykkjarins sem vinna smám saman á hringjunum, og sykur- laust kók virkar alveg jafn vel og sykrað kók. Hitað kók enn betra Það þarf ekki mikið til, sirka einn til tvo bolla. Gott er að byrja á að bursta klósettskálina að innan með klósettbursta og hella svo kóki ofan í hana alla, og þannig að fljóti yfir óhreinindahringinn. Hægt er að nota spreybrúsa til að sprauta kóki á staði sem erfitt er að ná til, eins og undir kantinn efst. Látið kókið vinna sitt verk í tvær klukkustundir, eða yfir nótt, til að sýrurnar hafi tíma til að vinna á óhreinindunum. Sturtið nú kókinu niður úr kló- settinu. Þá ætti að sjást hversu vel tókst að fjarlægja blettina. Gott er að nota klósettbursta til að bursta yfir bletti sem losnuðu ekki við að sturta niður. Endurtakið eftir þörfum, og fyrir erfiða bletti er ráð að auka áhrif kóksins með því að hita það fyrst í potti eða örbylgjuofni, í þar til gerðu íláti, en látið ekki sjóða. n Kók í klósettið Vilhelm Einarsson og Vigdís Hind Gísladóttir eru spennt fyrir að taka á móti hópum í Minigarðinum. Staðurinn er tilvalinn fyrir hópefli fyrirtækja þar sem flestir geta spilað minigolf. Þar er einnig úrval af mat og drykk en mikill metnaður er lagður í matinn í Minigarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Minigarðurinn er fullkominn fyrir hópefli með vinnufélögum Minigarðurinn er 1900 m2, 18 holu innanhúss minigolfvöllur, mathöll og sportbar. Innan skamms opnar þar einnig pílustaður með gagnvirkum píluspjöldum. Staðurinn er kjörinn fyrir hópefli fyrirtækja þar sem allir geta skemmt sér saman og notið matar og drykkjar. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.