Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Síða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur
F yrstu tíu árin bjó ég á Íslandi en
vann í Bandaríkjunum. Ég fór fjórar
ferðir á ári og var fimm til sjö vikur
í ferð. Ég fór líka nokkrar ferðir til
Evrópu á vegum Samband til að vinna á
sýningum og halda námskeið fyrir við-
skiptavini þar. Það var oft gaman að
koma í útlendingaeftirlitið á leið inn í
Bandaríkin. Þegar maður fer í gegnum
útlendingaeftirlitið er maður alltaf
spurður hver sé tilgangur ferðarinnar
og ég sagði alltaf að ég væri að koma
til að kenna kokkum að elda fisk og
næstum í hvert einasta skipti brosti
landamæravörðurinn og ég var boðinn
velkominn.
Til Virginíu
Ég þurfti ekki að fá atvinnuleyfi en regl-
urnar í Bandaríkjunum eru þær að þú
mátt vinna allt að sex mánuði á ári án at-
vinnuleyfis ef launin eru greidd af land-
inu sem þú kemur frá, svo við skipu-
lögðum ferðirnar til að fylla 26 vikur.
Eftir um 9 ára starf tók Samband þá
ákvörðun að uppfæra og endurnýja tæki
í verksmiðjunni sem var orðin 30 ára og
all verulega farin að láta á sjá, eða hrein-
lega að finna annan stað og byggja nýja.
Það seinna varð ofan á og var farið í að
finna aðra staðsetningu. Það voru nokkr-
ar ástæður fyrir að flytja frekar en að
endurnýja gamla dótið. Pennsylvanía var
á þessum tíma eitt erfiðasta fylki lands-
ins fyrir fyrirtækjarekstur. Þar voru
hæstu skattar og gjöld í Bandaríkjunum
á fyrirtæki, þar voru sterk verkalýðsfélög
sem sömdu til mjög stutts tíma sem
þýddi verkfall næstum á hverju ári og
stundum tvisvar á ári þar sem það voru
2 verkalýðsfélög í verksmiðjunni. Vetur
voru snjóþungir og iðulega kom fyrir að
vinna féll niður nokkrum sinnum á vetri
sökum illveðra.
Nokkur fylki voru skoðuð en við vild-
um vera nálægt höfn. Til Harrisburg var
næstum 5 tíma keyrsla frá Boston þar
sem íslensku fraktskipin lögðust að.
Besta tilboðið kom frá Newport News í
Virginíu. Þeir buðu fría lóð, enga skatta
og mjög hagstæð lánakjör í 10 ár. Hin
ýmsu fylki Bandaríkjanna buðu fyrir-
tækjum allskonar fríðindi gegn því að fá
ný störf. Það skipti líka verulega máli að
í Virginíu eru engin verkalýðsfélög, þar
snjóar að meðaltali þriðja hvert ár og
staðurinn sem var í boði aðeins í 40
mínútna fjarlægð frá Norfolkhöfn – bara
þessi nálægð sparaði rúma milljón doll-
ara í flutningskostnað á ári.
Í nýju verksmiðjunni var reiknað með
500 til 700 nýjum störfum. Nú var farið
í að hanna verksmiðjuna sem tók aðeins
rétt rúmt ár að byggja. Þessi verksmiðja
var fyrsta fiskverksmiðja af þessari stærð
sem var byggð frá grunni í Bandaríkjun-
um í 25 ár.
Það ótrúlega var að verkalýðsfélögin
okkar í Harrisburg virtust ekki trúa að
við værum á förum og bókstaflega hlógu
að málinu. Starfsfólkinu var boðið að
halda störfum sínum ef það vildi flytja
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari
Árin mín í Ameríku
– II. hluti –
Joel Tanner, kokkur hjá Key Impact Sales – sem var okkar stærsti broker, segir Hilmar, sem heldur um Tanner. Myndin er sennilega tekin á sýningu hjá Gordon
Foodservice 1994 til ´95.