Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur með og all margir voru til í það. Gallinn var hins vegar sá að á sama tíma og lok- að var í Harrisburg, fluttu þrjú önnur nokkuð stór fyrirtæki í burtu líka. Því gerðist það að nánast sama daginn komu hundruðir húsa á markaðinn. Menn gátu ekki selt og þar með ekki flutt. Þarna misstu því rúmlega 500 manns vinnuna. Þegar þetta gerðist höfðu orðið for- stjóraskipti, Magnús Friðgeirsson var far- inn heim – sem gerðist 1994 – en sölu- stjóri okkar að nafni, Hal Carper, var ráðinn nýr forstjóri. Fyrsti og eini banda- ríski forstjórinn hjá íslensku fiskfyrir- tækjunum. Það lenti því á honum að sjá um flutninginn. Aðeins um 12 manns, flestir verkstjórar eða skrifstofufólk flutti með. Verksmiðjan var svo opnuð með pomp og pragt í október 1997. Pocahontas Þá var ákveðið að ráða mig í fullt starf og að við hjón flyttum til Virginíu. Það passaði að nokkru leyti ágætlega þar sem konan mín, Elín Káradóttir hafði verið greind með Parkinson veiki nokkru áður og orðið að hætta vinnu. Hún hafði þá verið ráðskona á Bessastöðum í 10 ár. Sex ár fyrir frú Vigdísi og fjögur fyrir herra Ólaf. Í gríni þegar menn í Banda- ríkjunum spurðu hvar ég byggi á Íslandi sagði ég alltaf að ég svæfi hjá ráðskon- unni í Hvítahúsinu. Fyrstu vikurnar bjuggum við á hóteli, eða á meðan húsgögnin okkar voru flutt yfir hafið, en leigðum síðan íbúð í litlu fjölbýlishúsi og keyptum okkur Ford bíl. Sótt var um atvinnuleyfi fyrir mig og ég má til með að segja frá því að það tók bara sjö daga að fá stimpilinn. Lögfræð- ingurinn sem sá um málið sagði mér að þetta væri alveg einstakt, venjulega tæki nokkra mánuði að fá slíkt leyfi. Þá sagði ég að það munaði um að hafa unnið fyrir þjóðhöfðingja, en ég var opinber mat- reiðslumaður frú Vigdísar í 12 ár. Einnig hafði ég sent inn nokkuð þykkan bunka af blaðaúrklippum um fyrri störf mín en lögfræðingurinn hafði sagt mér að út- lendingaeftirlitið tæki mikið mark á slíku. Konan eyddi síðan næstu mánuðum í að finna hús til að kaupa og fann á end- anum ljómandi hverfi sem var í bygg- ingu. Við skrifuðum undir byggingar- samning og nákvæmlega 6 mánuðum síðar fengum við afhenta lyklana. Húsið var í Williamsburg sem er lítill bær en ég kalla hann Árbæ Bandaríkjanna. Þar komu fyrstu landnemarnir og stofnuðu samfélag. Þarna var örlítill miðbær en öll húsin þar voru byggð í stíl frá 1874. Starfsfólk- ið var klætt að sið þess tíma og talaði við mann eins og enn væri þrælahald og allt það. Líka var byggð eftirlíking af virki niður við flóann og þar var bryggja með þremur bátum, samskonar og komu með fyrstu landnemana. Þarna var líka frá- bært safn sem sýndi hluti og fatnað frá þessum fyrstu árum og sagði sögu af samskiptum landnema og frumbyggja. Þarna var Pocahontas, indíánakonan sem giftist tóbaksplantekrueigandanum, John Rolfe. Um hana hefur verið gerð stórgóð teiknimynd þar sem er reyndar einblínt á rómantískt – eða harmþrungið – sam- band Pocahontas og John Smiths. En ekki orð um það meir. Það sem gerði staðinn svo framúrskar- andi að búa á var að þarna eignuðumst við bestu nágranna sem nokkur getur hugsað sér. Í okkar bæjarhluta voru í kringum fjögurhundruð hús sem var skipt niður í fjögur smærri hverfi. Þarna var ljómandi stórt klúbbhús ásamt stórri sundlaug og litlum fótboltavelli. Hvert hverfi hafði einn fimmtudag í mánuði fyrir sig. Okkar hverfi átti annan fimmtudag í mánuði. Þann fimmtudag var haldið svokallað Teiti. Þá gerðu nokkrir íbúar salinn kláran og síðan mættu 25 til 40 manns, hver með sinn rétt og drykkjarföng. Þarna kynntust menn og mikil vinátta skapaðist við góð- an hóp nágranna. Fljótlega byrjaði Elín að skrifa smá fréttabréf fyrir hverfið okkar sem hún kallaði Sommerset Tatler og varð mjög vinsælt og fljótlega var hún komin í nefndina sem sá um að reka sundlaug- ina. Einnig var stórt Íslendingafélag í Virginíu sem var og er sennilega það virkasta í öllum Bandaríkjunum. Með nokkrar uppákomur á ári, enda töluvert af Íslendingum í kringum Norfolk sem er stærsta flotastöð Bandaríkjanna en þangað hefur flust töluvert af bandarísk- um sjóliðum og flugmönnum sem áður höfðu dvalist á Íslandi og gifst íslenskum konum. Formaður Íslendingafélagsins er Sesselja Siggeirsdóttir sem ég kalla val- kyrjuna, þvílíkur dugnaðarforkur sem hún er. Við flutninginn snarbreyttist vinnu- tíminn hjá mér í Bandaríkjunum. Áður hafði ég unnið 26 vikur á ári í Bandaríkj- unum en nú var ég kominn í fullt starf og það má segja að ég hafi búið bara á hótelum. Þessi 12 ár í Bandaríkjunum bjó ég á hóteli að meðaltali 200 til 240 daga og vann um 20 til 24 helgar og þá eingöngu á sýningum. Ég var því ekki mikið heima. Átti að meðaltali 100 flug- tök og lendingar sem var sumpart vegna þess að við bjuggum í litlum bæ sem gat hreint ekki státað af stórum flugvelli. Fyrir vikið þurfti ég oftast að taka tvö flug til að komast þangað sem ég var að fara. Vegferð fisksins Nýja verksmiðjan var frábær og með miklu betri vélbúnað en sú gamla. Þar var risastór frystiklefi. Þrjár svokallaðar færibandalínur og 18 metra langur djúp- steikingarpottur, þrír hraðfrystiklefar og þrjár pökkunarvélar. Slatti af bandsögum og sérstök vél sem gat skorið frosna fisk- blokk í bita á marga vegu. Allskonar tæki til að setja hin ýmsu hráefni utan á fiskbitana. Nær öll tæki voru á hjólum svo auðvelt var að breyta línunum eftir því hvað var framleitt hverju sinni. Við vorum með að meðaltali 17 tegundir af fiski og sjávarfangi á boðstólum, segir Hilmar. Meðal annars þorsk, ýsu, ufsa, lax, hlýra, rækjur, hörpuskel, karfa, lúðu, túnfisk og smokkfisk. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.