Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Síða 15
Sjómannablaðið Víkingur – 15
Lítum á hina venjulegu leið fisksins í
gegnum kerfið. Inn á gólfið, og auðvitað
á réttan stað, kemur bretti af fiski. Hér er
ég að tala um það sem við köllum blokk-
frosinn fisk. Hann getur verið heil flök,
bitar og utanafskurður – eða eingöngu
utanafskurður – og svokallað hakk eða
marningur. Verðflokkarnir eru fjórir.
Einn eða fleiri taka pakkninguna utan
af fisknum, setja blokkina beint í skurð-
arvél eða á færiband sem tekur hana að
bandsögunum. Þar er blokkin skorin eða
söguð í þá stærð og lögun sem framleidd
er hverju sinni. Þá fer fiskurinn aftur á
færiband og í gegnum tæki sem hellir
yfir hann deigi. Næst er ferðinni heitið
undir blásara sem blæs í burtu hæfilega
miklu af deiginu rétt áður en fiskurinn
fer í foss af raspblöndu. Á næsta leyti
bíður færibandið sem hristir af lausan
rasp áður en fiskurinn fer í djúpsteiking-
arpott.
Olían í pottinum er á réttri hreyfingu
svo fiskurinn berst yfir í hinn enda
pottsins á um það bil 12 til 14 sekúnd-
um. Þar fer hann á færiband og í hrað-
frysti. Í hraðfrystinum er enn eitt færi-
bandið sem færir fiskinn á toppinn á
pökkunarvél sem vigtar hann, oftast í 10
punda pakkningu. Þá er fiskinum sturtað
í plastpoka og ofan í pappakassa. Pokan-
um er lokað af starfsmanni og kassinn
fer í gegnum vél sem lokar honum með
límbandi. Þessu er þó ekki lokið því
kassinn á eftir að fara framhjá tæki sem
límir á hann prentaða merkimiða og að
lokum í tæki sem sprautuprentar nauð-
synlegar upplýsingar á merkimiðann:
Nafn á framleiðsluvöru, fisktegund,
þyngd, dagsetning og svokallað lot-núm-
er.
Ef upp kom galli varð viðskiptavinur-
inn að tilgreina þetta lot-númer og þá
var hægt að lesa ferilinn í smáatriðum.
Seinast er kössunum raðað á bretti,
vafð ir með filmu og sendir aftur inn í
frysti. Þessi aðgerð tók í flestum tilfellum
innan við 7 til 8 mínútur. Það þýðir að
fiskurinn var vel frosinn allan tímann.
Þetta var bara ein aðferð sem ég út-
skýrði en mér skilst að það hafi verið
nokkur hundruð möguleikar í boði.
Lausfrysti fiskurinn var líka með-
höndlaður með margbreytilegum hætti.
Hann var þó alltaf settur undir heitan
vatnsfoss til að losa hann við svokallaða
glasseringu sem myndaðist þegar hann
kom úr hraðfrystingu og var úðaður með
vatni til að komast hjá þornun við
geymslu. Þetta frosna lag varð að fara af,
annars hefði deigið sprungið af við djúp-
steikingu, þegar vatnið varð að gufu.
Sennilega vorum við með rúmlega
300 mismunandi deig, rasp, duft, olíu-
kryddblöndur. Við vorum líka með
maskínu sem brenndi grillrendur á bit-
ana, þannig að þegar þeir voru bakaðir í
ofni litu þeir út eins og af grilli. Og það
var grill keimur af olíu með smjörbragði
sem sett var á fiskinn.
Verksmiðjan í Virginíu var með þrjár
svokallaðar vinnulínur og gat framleitt
milljón pund á dag af einni afurð. Frysti-
klefinn tók nokkur þúsund vörubretti,
og svo var nokkuð stór lager fyrir allt
sem var sett utan á fiskinn og annar fyrir
umbúðir. Árið 2010 var frystiklefinn
stækkaður um rúmlega helming.
Ekki verðið heldur gæðin
Gæðaeftirlit í Virginíu-verksmiðjunni var
engu líkt. Framleiðslan var vöktuð allan
tímann sem hún var í gangi með svoköll-
uðum ISO og Hassap eftirlitskerfum.
Sýni voru tekin af hverju einasta holli af
vörum sem komu inn í verksmiðjuna.
Fiskprufur látnar þiðna og farið ná-
kvæmlega í gegnum hverja og eina prufu
og allt skráð. Einnig voru teknar prufur
á næstum hverri mínútu eftir að fiskur-
inn var húðaður og steiktur. Seljendur
urðu að standa undir gæðakröfum okkar,
þar var enginn afsláttur gefinn. Þessar
prufur voru síðan notaðar í einu vöruna
sem löguð var úr þýddum fiski. Sú var
kölluð Seafit og seld í skólamötuneyti.
Þá voru mótaðir bitar sem litu út eins og
fiskar og krossfiskar, raspur settur utan á
og forsteikt, fryst og pakkað.
Aðeins 12 til 15 prósent alls þess sem
við seldum kom frá Íslandi en sú vara
hafði sínar sérstöku pakkningar svo á því
lék enginn vafi í hvaða kössum íslenski
fiskurinn var. Við vorum líka með enda-
laus námskeið fyrir starfsmenn og sölu-
menn brokeranna og dreifiaðilanna, þar
sem þeim var kennt að gera sínar eigin
gæðarannsóknir. Meðal annars lærðu
þeir að sannreyna hvort það sem stóð á
pakkningunni væri rétt: Hversu mikill
fiskur væri í vörunni og hversu miklu
hafði verið bætt utan á hann. Þessi nám-
skeið voru líka í boði fyrir yfirkokka hjá
stórum viðskiptavinum.
Einu sinni á ári var haldið svokallað
„Seafood University“ fyrir alla sölumenn
okkar og nýja sölumenn hjá brókerun-
um. Enn og aftur, gæðamálin í hæsta
flokki.
Eitt aðalsmerki Icelandic var að okkar
fiskur lyktaði aldrei. Það sem gerði mann
stoltan að vinna hjá þessu fyrirtæki var
að hvar sem ég kom sögðu menn: Við
kaupum ekki Icelandic Seafood fyrir
verðið, heldur fyrir gæðin.
Aðeins 12 til 15 prósent alls þess sem við seldum kom frá Íslandi, segir Hilmar. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson