Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 17
Sjómannablaðið Víkingur – 17
L augardaginn 15. maí 1943 var Snæ-
fell EA 740 sett á flot í Skipasmíða-
stöð KEA á Oddeyri á Akureyri.
Ekkert skip hafði þá verið smíðað
stærra á Íslandi, alls 165,25 brúttósmá-
lestir.
Mikill undirbúningur var að skírn
skipsins og sjósetningu. Samt lá við að
illa færi. Sérstök rennibraut hafði verið
smíðuð fram í sjó og búkkum hlaðið að
til beggja handa og rennisleðar meðfram.
Var svo allt makað í grænsápu svo hvergi
yrði fyrirstaða.
Rann svo stóri dagurinn upp. Frúin
kaupfélagsstjórans, Borghildur Jónsdóttir,
braut kampavínsflösku á stefni skipsins
og gaf því nafn en Egill Jóhannsson skip-
stjóri hafði riðið netpoka utan um flösk-
una og notað til þess lukkuhnúta, bæði
svo engin glerbrot bærust í viðstadda og
líka til að gifta fylgdi nafni. Rann skipið
síðan af stað til sjávar, fyrst hægt en síð-
an með vaxandi hraða. En þegar það átti
skammt eftir brotnaði steingarðurinn
undir rennibrautinni og þegar Snæfellið
tók að hallast brotnuðu hliðarbúkkarnir
og lagðist skipið þá á síðuna. En ferðin
var svo mikil og skuturinn að nokkru
kominn í sjó að biluð brautin kom ekki
að sök en vísast er Snæfellið eina skipið
sem sjósett hefur verið á hliðinni.
Myndin er frá vígslunni en litlu mátti
muna að fólkið á bryggjunni sópaðist í
sjóinn þegar brast undan Snæfelli og það
lagðist á hliðina.
GAMLA MYNDIN
Snæfell sjósett