Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 19
en þá þekktist. Í smá tíma var alls ekki ljóst hvort okkur tækist að koma honum um borð, þrátt fyrir að nota alla okkar krafta, en það gerðist eins og stundum gerist að maður fær einhvern aukakraft þegar svona stendur á og dugði hann til þess að það tókst og Helgi veltist hríð- skjálfandi yfir borðstokkinn. Þegar þarna var komið áttum við feðgar enga krafta eftir og stöðum báðir á öndinni. Það var samt ekki nóg til að hemja veiðieðlið í pabba, sem varla náði andanum og gat rétt staðið í lappirnar eftir átökin eða Helga sem gat ekki talað vegna skjálfta og ofkælingar. Í þessu ástandi fóru þeir að brasa við að ná seln- um um borð og tókst það að lokum. Nú var Helgi drifinn fram í lúkar og kabyssan fýruð upp, þannig að kófsvart- ur reykurinn stóð upp úr skorsteininum og 16 hestafla Sabb-inn í Vininum keyrð- ur í botni (6-7 sml hraði) í átt til Húsa- víkur. Helgi fór úr einhverju af fötunum m.a. Álafossúlpunni sem hefur líklega verið um 20 kíló að þyngd svona blaut, en við vorum með eitthvað lítið af auka fötum og varð hann bara að hýrast sem næst kabyssunni til að reyna að fá í sig hita. Við vorum um  einn og hálfan klukkutíma til Húsavíkur og varð Helga sem betur fer ekki meint af þessu volki. Því miður sá ég ekki svipinn á frú Jó- hönnu þegar Helgi kom heim í Grafar- bakka. Tapaði ekki gleraugunum Ég er búinn að þvælast víða síðan, á sjó og landi, en þetta er með því magnað- asta sem ég hef upplifað og mun aldrei gleyma. Viðbrögðin hjá Helga lýsa eins- tökum veiðimanni en það var ég nú svo sem búinn að sjá margoft áður t.d við Laxá í Aðaldal og á rjúpnaveiðum. Seinna sagði Helgi frá því að honum fannst einna merkilegast við þetta allt að hann tapaði ekki gleraugunum og svo fannst honum magnað þegar hann sökk sem dýpst að horfa upp í yfirborðið og sjá fagurgrænan botnfarvann á Vininum. Þegar þetta gerðist hefur sjávarhitinn líklega verið um frostmark vegna blönd- unar ósalts jökulvatns úr Skjálfandafljóti. Því hefur kælingin verið gífurleg í frost- inu og nokkuð ljóst að ekki mátti mikið tæpara standa þ.e. með Helga. Skítt og lagó með selinn, þó hann hefði sokkið og orðið eftir, segi ég, en seint hefðu vinirnir og veiðifélagarnir Siggi og Helgi kvittað undir það. Helgi í Grafarbakka í fimmtugsafmæli vinar síns, Sigga stýssa í Sólbrekku 11 á Húsavík, og er ein- mitt að segja selveiðisöguna og hvernig fagurgrænn botnfarvinn á Vininum blasti við honum þegar hann sökk sem dýpst. Komið úr gjöfulum túr. Sigurður á hafnarbakkanum á Húsavík. Mynd: Hafþór Hreiðarsson Sjómannablaðið Víkingur – 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.