Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Page 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur varpinu, því við vissum alltaf hvar við vorum staddir í veð- urkerfinu. 11:30, kódatími, síðan veðurathugun og sending veðurskeytis. 12:30, matur. Yfirleitt lagði ég mig eftir hádegismatinn, þá komu menn stundum kurteisir að kojustokknum og spurðu hvort hægt væri að hringja í land sem auðvitað var sjálfsagt mál. 14:45, veðurathugun og sending veðurskeytis, svo skroppið niður í kaffi. 15:30, kódatími. Ef það var bræla voru tekin veðurkort kl. 16:30 og aftur 17:30, kannski á kvöldin líka kl. 21:30 og 22:30. 17:45, veðurathugun og sending veðurskeytis, síðan matartími. 18:30, kódatími. Fjórum til fimm sinnum í túr sýndi ég kvik- myndir kl. 19:00, videóið var ekki komið og 16 mm filmurn- ar voru fengnar á leigu hjá Filmum og Vélum á Skólavörðu- stígnum og svo ókeypis hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna vestur á Melum. 20:45, veðurathugun og sending veðurskeytis. 23:30, kódatími, síðan veðurathugun og sending veðurskeytis á miðnætti. Þegar maður var búinn að kíkja niður í messa á miðnætti var vaktmóttakarinn fyrir neyðarbylgjuna á tali 2182 stilltur fram í brú og svo var skrúfað aðeins upp í móttakaranum fyrir neyðar- bylgjuna á morsi 500, því maður vaknaði alltaf við eigið kall- merki eða SOS, XXX eða TTT. Reyndar síaðist flest sem fram fór á bylgjunni inn í gegn um svefninn. Reglulega var fylgst með viðskiptalistum hjá Reykjavíkur- radíó/TFA ef skyldi vera skeyti eða samtal til skipsins. En oft gáfu þeir manni kall á morsinu á 500 ef þeir höfðu skeyti eða samtal. Þetta var notalegt og skemmtilegt starf þar sem maður var sí- fellt að passa klukkuna og dagurinn var fljótur að líða, upplýs- ingarnar biðu ekki. Loftskeytamannsgrauturinn Við vorum með SIMRAD EK dýptarmæla með blautpappír sem hægt var að endurnýta. Það var gert þannig að notaðar rúllur voru settar í pott með vatni og bætt út í salti og Joði. Á gufu- togurunum létu þeir pottinn eða fötu standa niðri á fýrplássi, en ég varð að semja við kokkinn um að lofa pottinum að standa aftast á eldavélinni, þar sem hann hélst heitur en sauð ekki, þá runnu lóðningarnar út úr pappírnum. Maður fékk stundum smá skot frá kokknum: „Kemur hann nú með loftskeytamanns- grautinn“ eða „ertu nú með andskotans pottinn“, en það risti nú ekki djúpt. Veðurfræðingarnir Borgþór H. Jónsson og Markús Á. Einarsson (sitjandi), sennilega árið 1992. Mynd: Edda Völva Eiríksdóttir

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.