Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Síða 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27 mjög hátt metinn og talinn bera vott um einlægni óskandans, að hann legði fram einhvern fórnargrip til áherslu og hald- gæða heillaóskanna. Þessvegna vildi hann nú verða fyrstur til að leggja fram slíka fórn. Gamlir menn, sagði hann, fullyrtu, að ekkert væri áhrifameira en að kasta höfuðfatinu í sjóinn, og vildi hann nú fara að dæmi þeirra, og vænti hann að aðrir gerðu eins og sýndu með því hug sinn til fyrirtækisins. Að svo mæltu þreif hann höfuðfat sitt, sem var hattur, og fleygði honum eins langt út á sjóinn og hann gat. Flestir þeirra, er við borðið sátu, höfðu lagt hatta sína í hrúgu á eitt borðið, og hvort sem orsökin var sú, að menn voru orðnir fullhátt uppi, eða að þeir urðu svo hrifn- ir af ræðu Guðmundar, er ekki vitað, en það tók engum togum, að þrír ungir menn spruttu upp eins og elding, hrifsuðu alla hattahrúguna og hentu fyrir borð. Nokkrir menn, sem höfðu verið svo framsýnir að skilja ekki hatta sína við sig, sluppu við fórnfæringuna, þó ekki án nokkurra stimpinga. Það voru því höfuðfatasnauðir menn, sem stigu upp úr Snæfelli þá um kvöldið og héldu heim til sín. Þetta varð talsvert bit fyrir kaupfélag- ið, því kaupfélagsstjórinn sá sér ekki annað fært en að bjóða þeim, sem hött- unum töpuðu, nýja hatta fyrir innkaups- verð. Flestir voru í sparifötunum í ferðinni og þá vitaskuld með sparihatt- inn líka. Flestir hattanna munu hafa ver- ið Battersby-hattar, sem þá nýlega voru komnir í hátísku og kostuðu mikið.“ Eins og áður segir hentu menn lengi á eftir gaman að þessari hattafórn gestanna um borð í Snæfelli. Þeir sem lengst gengu í gárungaskapnum göntuðust með að vísast hefði Guðmundi Péturssyni vanhagað um nýjan hatt og því mætt með þann gamla í reynslusiglinguna og látið fjúka fyrir borð í trausti þess að fá hann bættan. Auðvitað var þetta helber uppspuni. Hitt var staðreynd að bráðlega sáust veðurbarðir trillukarlar spóka sig á götum kaupstaðarins með þessi líka fínu höfuðföt. Var jafnvel haft á orði að sumir þeirra hefðu reynt að drýgja tekjurnar með sölu Batterspy-hatta en það var lausahjal og lítið að marka. Varðskip breska hersins á Eyjafirði, togari vopnaður fallbyssu. Til að forðast afskipti togarans var yfirmanni breska setuliðsins í Eyjafirði boðið í jómfrúrferð Snæfells. Mynd: Imperial War Museums

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.