Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
2. Goya
Goya var norskt flutningaskip sem undir
lok seinni heimstyrjaldarinnar, þann
16. apríl 1945, tók þátt í aðgerð sem
kölluð var Hannibal og fólst í að flytja
bæði þýska hermenn sem og borgara
á flótta frá síðustu herteknu svæðum
Þjóðverja við Austursjó. Rússneskur
kafbátur, L-3, sökkti skipinu og fórust
flestir um borð eða um 6.700 manns
en 183 komust lífs af.
1 Wilhelm Gustloff
Mesta mannfall á sjó allra tíma varð
þegar rússneski kafbáturinn S-13
sökkti liðsflutningaskipinu Wilhelm
Gustloff í Eystrasalti 30. janúar 1945
þegar skipið var að flytja þýska her-
menn og borgara á flótta frá Gdynia
til Þýskalands. Talið er að yfir 9.400
manns hafi farist með skipinu sem
gerir þennan atburð að mannskæðasta
mannfalli á sjó allra tíma. Skipið hafði
um tíma verið spítalaskip meðan á
stríðinu stóð en var notað sem liðs-
flutningaskip þegar því var sökkt.
Drónaviðvörun
Tryggingaklúbburinn Gard hefur gefið út
viðvörun til útgerða og sjómanna um
notkun dróna í kjölfar atviks sem varð í
Súesskurði nýlega. Um var að ræða skip
sem var að sigla í gegnum skurðin og
hugðist skipverji taka myndir af skipinu,
með dróna, sigla í skurðinum. Skömmu
eftir að dróninn hafði verið settur á loft
höfðu yfirvöld samband við skipstjóra
skipsins og gáfu honum fyrirmæli um að
stöðva ferð og kasta akkeri. Í kjölfarið
mætti síðan skari manna um borð þar
sem dróninn var gerður upptækur sem
og minniskortið sem myndbandið hafði
verið tekið upp á. Þá var skipið kyrrsett
til frekari rannsóknar. Í tilkyningunni frá
Gard segir að þótt tilgangur með því að
setja drónann á loft hafi einungis verið
að skrá siglingu skipsins í gegnum
skurðinn getur slíkt haft áhrif á þjóðar-
öryggi Egypta. Benda þeir jafnframt á að
notkun dróna getur haft alvarlegar af-
leiðingar í för með sér sérstaklega þegar
slíkt er gert nærri landi eða í höfnum.
Vakin er athygli á að drónar hafa verið
notaðir til fleiri verka en myndatöku eins
og við eftirlit, rannsóknir og jafnvel til
að koma pökkum á milli aðila. Þá séu
lög um drónanotkum mismunandi milli
landa og séu slík lög brotin getur það
haft í för með sér ákæru um glæp.
Morð um borð
Sá hörmulegi atburður gerðist í júlí á
þessu ári að tveir víetnamskir skipverjar
á Suður-Kóreönsku fiskiskipi, sem var að
veiðum á Indlandshafi, drápu skipstjóra
og vélstjóra skipsins. Skipverjarnir tveir,
sem báðir eru 32 ára að aldri, voru í
kjölfarið yfirbugaðir af öðrum skipverj-
um skipsins sem læstu þá síðan inni og
héldu þegar til hafnar á Seychilleyjum.
Árás skipverjanna á yfirmenn sína gerð-
ist snemma að morgni en þeir voru þá
undir áhrifum áfengis og voru óánægðir
með fyrirskipanir frá kóreönsku yfir-
mönnunum.
Mesta manntjón allra tíma á sjó var þegar Wilhelm Gustloff var skotið niður í janúar 1945.
Utan úr heimi
Sir James Oliver, barón af Inglefield á
Englandi, er ríkur og á miklar veiðilend-
ur. Helsta áhugamál hans er skotveiði og
dag hvern, ef veður leyfir, fer hann
snemma til veiða eftir að hafa fengið sér
morgunte. Bráðina matreiðir svo elda-
buskan fyrir hann.
Tíminn líður. Sjón barónsins daprast
og höndin tekur að skjálfa, bráðirnar
verða æ færri. Hann ákveður að ráða sér
aðstoðarmann, hann Bill, bestu skyttuna
í þorpinu og kunnan veiðiþjóf. Baróninn
biður Bill að koma til veiðanna klukkan
sjö að morgni virka daga. Bill samþykkir
það, en bætir við, að það gæti komið fyr-
ir, að hann mæti ekki fyrr en klukkan
átta, en það verði sjaldan.
Næsta morgun halda þeir til veiða og
reynist Bill happasæll. Eftir nokkrar
ferðir tekur sir James eftir, að suma
daga skýtur Bill eingöngu þá fugla er
fljúga frá vinstri, hina eingöngu þá er
fljúga frá hægri. Hann spyr hvernig á
þessu standi.
Bill svarar: „Ef konan mín liggur á
vinstri hliðinni þegar ég fer á fætur, skýt
ég þá, sem fljúga frá vinstri, en liggi hún
á hægri hliðinni, skýt ég þá, sem fljúga
frá hægri.“
„En ef hún liggur á bakinu“ spyr sir
James.
„Þá kem ég klukkan átta!“
S k o t v e i ð i n
En ef hún liggur á bakinu?