Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Qupperneq 35
Sjómannablaðið Víkingur – 35 Lesandi góður, sýningin er að opna í Laugardalshöll, já núna miðviku- daginn 28. september. Allt það nýjasta á einum stað, hátækni fisk- vinnsluvélar, siglingatæki, báta- og skipsvélar, toghlerar, öryggisbúnaður af öllu tagi svo eitthvað sé nefnt af því sem meira en 100 fyrirtæki ætla að sýna gestum sem leggja leið sína í Laug- ardalshöllina dagana 28. til 30. septem- ber. Munið að sjón er sögu ríkari. Við grípum Ólaf M. Jóhannesson, framkvæmdastjóra sýningarinnar, þar sem hann er á harðahlaupum að leggja lokahönd á undirbúning. „Jú, blessaður vertu, ég er með þetta í blóðinu, fæddur austur á Norðfirði og hef alltaf haft áhuga á sjónum. Við vilj- um hafa sýninguna faglega en þó með léttu yfirbragði svo engum þurfi að leið- ast. Meginmálið er þó auðvitað að hér munu allir sem stunda sjó og vinnslu sjávarfangs finna það sem er nýjast í þeim efnum. Það skiptir líka máli að menn blandi geði og finni á eigin skinni hvað ná- unginn er að glíma við – eða getur boðið upp á. Þú ert kannski í vandræðum með eitthvað sem annar er löngu búinn að finna ráð við. Við þurfum ekki öll að finna upp hjólið, þú veist. Sýningin okk- ar verður þessi vettvangur þar sem vörur og þjónusta, sem sjávarútvegnum standa til boða, verða kynnt á einum stað. - Og hvers vegna veljið þið Laugardals- höllina? - Einmitt til að ná þessum markmið- um sem allra best. Hér er gott aðgengi fyrir bíla og gangandi. Stór bílastæði og síðast en ekki síst er Laugardalshöllin ekki aðeins íþróttahús, hún er einnig sér- hönnuð sem sýningarhúsnæði. - En varla standið þið ein í þessu, eða hvað? - Fyrirtæki mitt, Ritsýn sf., hefur starfað í 19 ár og fengist við margvísleg verkefni. En nei, það er rétt, við erum ekki ein að verki. Upphafið var þegar all- mörg fyrirtæki ýttu hugmyndinni að mér. Mörg félög innan geirans sýndu málinu líka áhuga og gerðust stuðnings- aðilar sýningarinnar. Hér ræðir um Sjó- mannasamband Íslands, Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi, Landssamband smábátaeigenda, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Samtök fiskframleið- enda og útflytjenda og Íslenska sjávar- klasann. Og það er gaman að segja frá því að klukkan tvö miðvikudaginn 28. september munu þessi samtök veita sér- stakar viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram úr innan sjávarútvegs- geirans. Klukkutíma síðar, eða klukkan þrjú, munum við svo opna sýninguna með formlegum hætti. Auðvitað er staðreyndin sú að svona viðamikil sýning getur aldrei komist á koppinn nema fjölmargir leggi þar hönd á plóg. - Og hvernig verður háttað opnunar- tíma ? - Eins og ég sagði áðan verður sýn- ingin opnuð klukkan þrjú, eða 15, mið- vikudaginn 28. september og opin til 19 þann dag. En daginn eftir og á föstu- daginn er sýningin opin frá 10 til 18 báða dagana. Og það þori ég að fullyrða að þarna mun ýmislegt koma á óvart, meðal annars veitingahúsið okkar sem verður á pöllunum milli sýningarsvæða. En auðvitað eru það allir hinir fjöl- mörgu sýningarbásar fyrirtækjanna sem mesta athygli munu vekja. Þar munum við sjá svart á hvítu hina miklu grósku sem er í sjávarútvegi þjóðarinnar en þar stöndum við án nokkurs vafa í fremstu röð þjóða heimsins í dag. SJÁVARÚTVEGUR Í LAUGARDALSHÖLL Stórsýningin, Sjávarútvegur 2016, hefst mið- vikudaginn 28. september kl. 15. Þar verður í brennipunkti gróskan í íslenskum sjávarútvegi. Mynd: Davíð Már Sigurðsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.