Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Qupperneq 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur
Þrjú mannskæðustu sjóslys á friðar-
tímum urðu öll á öldinni sem leið.
Í apríl 1912 fórst Titanic er það
rakst á borgarísjaka og meir en 1.500
manns fórust. Í maí 1914 sökk farþega-
skipið Empress of Ireland eftir árekstur
við annað skip og 1.012 manns fórust. Í
desember 1987 sökk ferjan Doña Paz,
sem var á leið til Manilla á Filippseyj-
um, eftir árekstur við olíuflutningaskip
og þá fórust 4.386 manns.
Sjórinn stóð í ljósum logum
Þann 20. desember 1987 kl. hálf sjö að
morgni fór Dôna Paz frá eyjunni Leyte
áleiðis til höfuðborgarinnar Manilla.
Samkvæmt áætlun átti ferjan að koma til
Manilla kl. fjögur morguninn eftir. Síðast
heyrðist í ferjunni um kl. 10 um kvöldið,
en síðar komu fram efasemdir um það
hvort hvort talstöð hefði verið um borð.
Veður var gott, að sögn eins þeirra,
sem af komst, en sjór nokkuð krappur.
Skömmu síðar, en þá munu flestir far-
þeganna hafa verið í fasta svefni, rakst
Dôna Paz á olíuskipið Vector, sem hlaðið
var eldsneyti.
Við áreksturinn kviknaði í farmi olíu-
skipsins og logandi olían þeyttist yfir
ferjuna, sem brátt stóð í björtu báli
stafna á milli.
Paquito Osabel, einn þeirra sárafáu,
sem komst lifandi úr þessum hildarleik,
sagði, að eldurinn hefði breiðst hratt um
allt skipið og brátt hafi sjórinn umhverfis
það verið eitt samfellt eldhaf. Annar, sem
bjargaðist, sagði að allt rafmagn hefð far-
ið af skipinu örskömmu eftir að
áreksturinn varð og ennfremur, að engin
björgunarvesti hefðu verið tiltæk og ekki
hafi unnist tími til að setja út björgunar-
báta. Áhöfnin hafi hlaupið um í angist
sinni og enginn gert neitt til að liðsinna
farþegunum eða bjarga þeim.
Síðar kom fram við sjópróf, að björg-
unarvestin höfðu verið læst inni. Eina
ráðið var því að kasta sér í logandi sjó-
inn, sem brátt var þakinn brunnum lík-
um og reyna að bjarga sér þannig. Dôna
Paz sökk um tveim tímum eftir árekstur-
inn, en olíuskipið Vector hélst tveim tím-
um lengur á floti. Það kom fram síðar, að
fréttin af árekstrinum barst fyrst átta tím-
um síðar til höfuðborgarinnar og það tók
aðra átta tíma að skipuleggja björgunar-
aðgerðir, en þá var allt löngu um garð
gengið.
Aðeins 26 manns lifðu þennan harm-
leik af, 24 þeirra voru farþegar af Dôna
Paz og tveir af olíuskipinu. Engin skip-
stjórnarmannanna komst af.
Einn í brúnni
Það er alveg ljóst, að fjöldi farþega í
Dôna Paz var miklu meiri en leyfilegt
var. Samkvæmt upprunalegu farþegaskrá
útgerðarfélagsins voru 1.493 farþegar
skráðir um borð, auk 59 í áhöfninni. Síð-
ar var gefin út ný skrá og þá fjölgaði
skráðum brottfararfarþegum um nær eitt
Olíuskipið Vector var byggt í Manilla
á Filippseyjum árið 1980 og bar þá
nafnið Oil Nic-II, en fékk nafnið
Vector árið 1987. Vector var 629
brúttótonn, 51.7 metrar á lengd og
11.6 á breidd og djúpristan var 3.6
metrar. Það var einkum notað til að
flytja ýmiss konar eldsneyti, s.s bens-
ín og dísilolíu. Í þessari ferð voru 13
manns í áhöfn.
Bernharð Haraldsson
MANNSKÆÐASTA SJÓSLYS
Á FRIÐARTÍMUM
Ferjan Dôna Paz sekkur eftir árekstur og um 4.300 manns farast
Dôna Paz var smíðuð í Japan árið 1963 og bar
nafnið Himeyuri Maru. Hún var 2.602 tonn,
burðargetan var 1.192 tonn, 93.1 metrar á lengt
og 13.6 á breidd og gekk 18 sjómílur. Árið 1975
var hún seld til Filippseyja og fékk nafnið Don
Sulpico og skráð í höfuðborginni Manilla. Þrem
árum síðar kom upp eldur í skipinu og var það
endurbyggt eftir það. Í það skiptið varð mann-
björg. Eftir endurbygginguna fékk skipið leyfi til
að flytja 1.518 farþega auk annars varnings.
Vanalega voru 66 menn í áhöfninni.