Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 39
Sjómannablaðið Víkingur – 39 Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is Við látum dæluna ganga • Dælur • Dæluviðgerðir • Ásþétti • Rafmótorar • Vélavarahlutir Viðgerðir • Tæringarvarnir Keramikhúðun Fyrir Eftir hundrað og þar að auki bættust um 1.500 farþegar við á viðkomustöðum á leiðinni. Þar sem jólahátíðin var á næsta leyti og margir á faraldsfæti var fleirum hleypt um borð og þeim seldir farseðlar á lægra verði, sem vitanlega var ólöglegt, og þeir ekki skráðir í farþegaskrána fremur en börn innan fjögurra ára, sem ferðuðust frítt. Þeir, sem af komust, töldu, að farþegarnir hefðu verið 3-4 þúsund. Fólk hefði sofið um allt skip, á göngum, á bátadekki, undir teppum eða í beddum, stundum 3-4 í hverjum. Vegna þessa voru farþegatölur mjög á reiki, en eftir mikil réttahöld, rannsóknir og blaðaskrif var í ársbyrjun 1999 gefin út fjöldi látinna af báðum skipunum og 4.386 taldir hafa farist og þar með var þetta mannskæðasta sjóslys á friðartím- um á 20. öldinni eða jafnvel sem sögur fara af. Það kom fram við réttarhöldin, að að- eins einn var á vakt í brúnni á Dôna Paz og var sá lærlingur. Aðrir skipstjórnar- menn voru niðri í setustofu sinni að horfa á sjónvarpið og drekka bjór, nema skipstjórinn, sem var að horfa á mynd- band í klefa sínum. Það er sungið á Íslandi, að sjó- mennskan sé ekkert grín og það er vissu- lega rétt. Það er því með ólíkindum hvernig ábyrgir stjórnendur á Dôna Paz höguðu sér, ef rétt er eftir haft. Morgunblaðið birti forsíðufrétt af slys- inu þriðjudaginn 22. desember og taldi, að meira en 1.500 manns væru taldir af og birti myndir af tveim þeirra, sem af komust, mikið brenndir, en sannleik- urinn er sá, að fyrstu tölur nefndu aðeins þá, sem voru á farþegaskránni, en vand- inn var að finna nöfn þeirra, sem síðar komu um borð og ekki voru skráðir, sem og barnanna. Filippseyjar eru eyjaklasi í Suð-Austur Asíu. Alls eru eyjarnar taldar 7.170, en aðeins 880 þeirra eru byggðar. Heildarflatarmál eyjanna er um 300 þús. km2, og íbúa- fjöldinn liðlega 100 milljónir. Luzon er stærst eyjanna, tæp 105 þús. km2, talin 17. stærsta eyja heims, litlu stærri en Ísland og íbúar hennar eru um 46 milljónir og þar er höfuðborgin Manilla, en á höfuðborgarsvæði hennar búa rúmlega 11 milljónir. Mindanao er önnur stærsta eyjan, tæp 95 þús. km2 með um 14 milljónir íbúa. Eyjan Leyte, sem hér kemur við sögu er áttunda stærsta eyjan og íbúar hartnær 2 milljónir. Á eftir bifreiðinni eru ferjur langmest notaða samgöngutæki á Filippseyjum. Alls staðar eru ferjuhafnir, en þaðan er siglt bæði til stærri og smærri eyja. Flug- samgöngur eru einnig mikið notaðar. Í landinu eru 85 almennir flugvellir, þar af eru nokkrir alþjóðlegir. Járnbrautir eru nær engar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.