Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur Húsfreyjan færði sláttumönnum kaffi og síðan gamla manninum. Spurt er: Getur einhver lesandi frætt okkur um það hvar á landinu myndin er tekin? Mynd: Nationalmuseet í Kaupmannahöfn Víkur nú sögunni til 19. aldar, en þá báru hrepparnir ábyrgð á framfærslu munaðarleysingja, fátæklinga og gamalmenna. Var slíkt fólk gjarnan nefnt ómagar og taldist sveitarþyngsli, enda var kostnaðurinn við þetta fólk yfirleitt stærsti útgjaldaliður hreppssjóðs. Var ómögunum því gjarnan komið fyrir hjá þeim bændum, sem minnst kröfðust í meðlag og var vistin oft ærið misjöfn eftir bæjum. Nú gerist það vor eitt, að maður einn, nokkuð roskinn og nær karlægur, var settur niður á bæ einn þar sem hjartahlýtt fólk bjó við dágóð efni. Þar fór vel um hann. Sá var vani hús- freyju, en þeim gamla var hlýtt til hennar og kallaði hana aldrei annað en heillina sína, að færa honum kaffi og brauð eftir að vinnufólkið hafði fengið sitt kaffihlé. Þótti honum það gott. Nú gerist það dag einn, að húsfreyja færir honum kaffið. Sá gamli reis upp við dogg, leit á beinann, nuddaði augum og leit svo á húsfreyju og mælti: „Heillin mín, ég er að tapa sjón, ég sé ekki smjerið á sneiðinni!“ Húsfreyja skildi sneiðina og hinn næsta dag færði hún hon- um brauðsneið, þykkt smurða. Hann nuddaði enn augun og sagði svo: „Heillin mín! Sjónin hefur batnað í nótt, nú sé ég til botns í kaffibollanum!“ Bernharð Haraldsson skráði eftir gamalli sögn „Ég sé ekki smjerið á sneiðinni“ staða hafi ekki fallið í kramið hjá þeim gamla. „Beygja í bak“ Ríkjandi þoka á miðunum fyrir austan land olli oft erfiðleikum á siglingu skipa, sem ekki voru komin með radar. Laust eftir 1950 var Vörður á sigl- ingu frá Raufarhöfn austur fyrir land í svarta þoku. Á brúarþakinu var svokall- að bassaskýli þar sem staðið var þegar skyggnst var eftir síld. Frá skýlinu og inn um einn brúargluggann var lögð sver slanga og í gegnum hana fóru upplýs- ingar og skipanir til þess, sem við stýrið stóð. Á nefndri siglingu stóð háseti við stýr- ið en karlinn var uppi í bassaskýli að skyggnast um eftir Langanestánni, Font- inum. Allt í einu drynur skipun út um slönguendann: „Beygja í bak. Bak. Bak.“ Þegar sá er við stýrið stóð tók að snúa stýrishjólinu í rólegheitum pila fyrir pila heyrðust ægileg umbrot á brúarþakinu og karlinn kemur fljúgandi niður á brú- arvænginn, sviptir upp brúarhurðinni, stekkur að stýrinu og snýr því á örskots- hraða í bak. Mannauminginn, sem við stýrið hafði staðið, lá í einni hrúgu á gólfinu við bakborðs brúarhurðina því svo óþyrmilega hafði Addi hent honum frá stýrinu að hann flaug lárétt á brú- arhurðina þar sem hann lyppaðist niður. Þar sem Vörður var á fullri ferð þegar karlinn lagði stýrið í borð þá lagðist bát- urinn hressilega á stjórnborðs síðuna. Þegar hann rétti sig af eftir beygjuna blasti standberg Fontsins við á stjórn- borða þar sem það nánast slútti yfir skip- ið. Engum, sem í brúnni voru, duldist að þarna hafði hurð skollið nærri hælum. Allir um borð í Verði gamla voru sér þess vel meðvitaðir að Addi var hraust- menni mikið en engan bauð í grun að hann ætti þá lipurð til að bera, sem hann sýndi með stökki sínu af brúarþaki og niður á brúarvænginn. Hann leyndi á sér karlinn sá. Helvítis Færeyingurinn Þó að Austfjarðarþokan væri ekkert lamb að leika sér við þá gat hún gefið æringj- unum um borð í Verði tilefni til hrekkja. Til að láta vita af sér í þoku notuðu skipin þokulúðra, sem blásið var í með mínútu millibili. Eitt sinn er Vörður var á siglingu í þoku læddist einn hásetinn upp í lúkars- gatið og blés af öllum lífs og sálarkröft- um í lúður, sem þar var geymdur. Karlinn stökk á stýrishjólið og beygði í snarhasti út af sigldri stefnu og sagði: „Sáuð þið helvítis Færeyinginn? Hann var næstum búinn að kafsigla okkur.“ Ekki fyrirfannst sú sála um borð sem þorði fyrir sitt litla líf að segja karlinum hvaðan flautið kom og enn síður hver hafði þeytt lúðurinn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.