Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Qupperneq 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Qupperneq 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Hugsið ykkur. Að geta nánast snert 400 ára gamalt orustuskip. Fundið af því þefinn og hvernig stríðs- gnýrinn stígur upp af því. Kannað inn- viði þess og áhöfn. Og ekki nóg með það, við horfumst bókstaflega í augu við nokkra er fórust með skipinu og fræðumst um lífsbaráttu þeirra á 17. öld. Þetta er lyginni líkast en verður satt um leið og þið gangið inn í Vasasafnið í Stokkhólmi. Kóngi lá á Allt eigum við þetta að þakka stór- mennskudraumum eins manns. Sá kall- aði sig ljón norðursins, Gustavus Adolp- hus númer 2, og vildi láta til sín taka í veröldinni en til þess þurfti hann voldug orustuskip og þau lét hann byggja. Samið var við hollenska skipasmiði um smíði á heimsins mestu stríðsskipum Texti og myndir: Jón Hjaltason Vasasafnið í Stokkhólmi Sundin við Stokkhólm þar sem Vasa hvolfdi í ágúst 1628. Djurgården og Vasasafnið, opnað fyrst sumarið 1989, þá enn á byggingarstigi. Árið eftir vígði Svíakonungur, Karl Gústaf XVI, safnið formlega. Síðan hafa milljónir heimsótt Vasasafnið. Risinn – 69 metra langt skip, yfir 50 metrar á hæð frá kili og upp á hæsta mastur, búin tíu seglum og yfir 1200 tonn á þyngd. Hinn örlagaríka ágústdag 1628 var Vasa búið 64 fallbyssum og gat skotið 250 kílóum af járni á hljóðhraða þegar hleypt var af allri breiðsíðunni í einu.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.