Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Side 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45 þar sem skipið Vasa átti að verða mest og best. Sumarið 1628 var skipið komið á flot, býsna óárennilegt, að minnsta kosti fyrir verðandi óvini. En ekki var allt sem sýndist. Skipið var stöðugleikaprófað með því að láta 30 karla hlaupa frá síðu að síðu á efsta dekki en eftir aðeins þrjú hlaup karlanna voru þeir stöðvaðir af óttaslegnum skipasmiðum sem sáu ekki fram á annað en að skipinu myndi hvolfa ef fram færi sem horfði. En kóngi lá á. Hann stóð í hernaði við Pólverja og sendi hvert bréfið á fætur öðru heim að reka á eftir sjósetningu Vasa er eina 17. aldar skipið sem varðveist hefur svo til í heilu lagi fram á okkar dag. Árið 1961 hófst björg- un þess og til ársins 1988 var það geymt í Wasaarvet í Stokkhólmi og gestum boðið að skoða það úr fimm metra fjarlægð. Þetta breyttist heldur betur þegar núverandi Vasasafn var opnað. Að vísu er engum hleypt um borð en maður kemst engu að síður í nánast snertingarfjarlægð við skipið. Auk þess að geta skoðað það á alla kanta, botninn líka. Sjórinn hefur þvegið alla litadýrð af Vasa. Þessi eftirgerð bætir úr.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.