Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Blaðsíða 2
Efnis-ÍKINGURV 4. tbl. 2016 · 78. árgangur · Verð í lausasölu kr. 1490 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð Gleðileg jól Sími: 444-3000 www.skeljungur.is SKIPAÞJÓNUSTA SKELJUNGS Alhliða þjónusta í sjávarútvegi, útgerð og vinnslu Frá því í desember 1972 þar til í október 1973 komu tíu skuttogarar til landsins, allir smíðaðir í Japan. Helgi Laxdal skrifar um tilurð Japans- togaranna. Norðmennirnir skutu á okkur. Eiríkur Sigurðs- son skipstjóri rifjar upp skotárás í Smugunni. „Ég var ekki hrifinn.“ Guðmundur Kr. Kristjáns- son fer á skak, þá ekki enn orðinn skipstjóri enda á unglingsaldri þegar sagan gerist. „Verður að gera meira.“ Bænin er góð en hrekkur ekki alltaf til. Hér er dæmisaga þar um. Bensi kippti hlutunum í lag en var svo látinn fara. Snilldarkokkurinn Hilmar B. Jónsson heldur áfram að segja okkur af reynslu sinni vestan hafs. Þetta er þriðji þáttur. Hvers vegna tímabundin ráðning? Eru tímabundnir ráðningarsamningar löglegir? Þessum mjög svo athyglisverðu og tímabæru spurningum svarar lögmaðurinn Jónas Haraldsson. Ljósmyndakeppni sjómanna. Óvenjulegasti útgerðarmaður Íslandssögunnar? Gripið niður í endurminningum séra Vigfúsar Þórs Árnasonar sem koma út nú um jólin. Sannkallaður skemmtilestur. Úr fréttum fyrir 60 árum Faxaflói og Breiðafjörður fram til 1950. Jón Þ. Þór fjallar um íslenska flóabáta í 4. grein sinni um þessa merku farkosti í íslenskri samgöngu- sögu. Tæplega þrjátíu fórust í sprengingunni og 50 manns slösuðust. Hilmar Snorrason segir fréttir utan úr heimi sem fæstar rata í íslenska fjölmiðla Gamla myndin kemur að þessu sinni frá Hafliða Óskarssyni sem segir okkur frá notagildi fötunnar góðu. Guð er fyrsti auglýsandinn. Í tilefni jóla skulum við hyggja að trú, dyggð og samhygð. Frívaktin er að þessu sinni helguð þremur gamansagnabókum sem Bókaútgáfan Hólar gefur út, Sigurðar sögum dýralæknis, Skag- firskum skemmtisögum og Héraðsmanna- sögum. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum „Raddir af sjónum“. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndina tók Haraldur H. Hjálmarsson. 4 16 28 31 39 34 36 40 46 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 24 25 48 49 50 Stökur úr Smugunni Þótt stundum hafi fiskast vel í Smugunni þá fer því fjarri að svo hafi verið þau ár sem þangað var sótt. Langvarandi reiðuleysi gat tekið á taugarnar og óhætt að fullyrða að lengstu túrarnir hafi tekið sinn toll af andlegri og líkamlegri heilsu manna. Lengsta túrinn minn í Smugunni fór ég sem 1. stýrim. með vini mín- um Sturlu Einarssyni en sú veiðiferð stóð yfir í 68 daga síðla hausts þar sem myrkur varði nánast allan sólarhringinn þótt grámaði fyrir birtu kringum hádegið. Margir voru orðnir ansi tæpir eftir margra vikna reiðuleysi, en segja má að mjög góð veiði nokkra daga í lok túrsins hafi breytt honum úr reyðuleysistúr í mettúr þar sem aflinn upp úr sjó varð milli 1200 og 1300 tonn, eða á fimmta hundrað tonn af flökum. Menn beittu ýmsum ráðum til að halda sönsum en í mínu tilviki var ég það langt leiddur að ég tók upp á því að reyna að semja „ljóð“ mér til hugarhægðar. Hér koma nokkur sýnishorn af kveðskapnum meðan ekki fékkst í soðið. Allir sjómenn þekkja aflanema og hlutverk þeirra sem felst í því að gefa ljós og hljóðmerki þegar ákveðið aflamagn er komið í pokann, en það gerðist ákaflega sjaldan framan af þessum túr og kallinn fremur þreytulegur þegar þetta varð til. Til Sturlu Einarssonar Kallinn er að verða klikk það kemur ekkert djöfuls blikk hann starir á tækin stjörfum augum og stynur undan strekktum taugum Loks kom blikkið, þá kom kikkið eftir innkomuvott á Furunoststykkið þá slakknaði á andlits taugagrettu og hann fékk sér kaffi og sígarettu Sent til forstjórans Hlýri skata og blágóma Slæðast enn í trollið fullt af drullu og ósóma þetta er nú ljóta vollið Stundum verða eplin súr því erfitt er að kyngja Byrjum því á nýjum túr Þorsteinn farðu að hringja Staka frá Konna á Baldvini sem var á heimamiðum Aflaleysið Árni minn ögn þig gerir stúrinn komdu heim í kálgarðinn Þá kannski reddast túrinn Svar til Konna Þótt enn sé fisk að fá við Íslandsstrendur full þörf er á að kanna nýjar lendur með djörfum hug við tökumst það á hendur því viljinn fyrir verkið eftir stendur Það hefur tvisvar komið fyrir að ég hafi fengið laun fyrir stöku en einu sinni brást greiðslan sem til stóð að yrði í fljótandi formi og sendi ég þá viðkomandi vini mínum eftirfarandi kvörtun. Lengi ég beið og mikið ég reyndi til að andinn kæmi yfir mig heilahvelin ég skóf og skeyndi Til að semja kvæðið fyrir þig en skáldalaunin engin eru ekki dropi skilar sér ekkert sé ég í þá veru sem þú hafðir lofað mér Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Árni Bjarnason R R R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.