Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 4
Á tímabilinu desember 1972 til og með október 1973 komu til lands- ins 10 skuttogarar smíðaðir í Japan sem samið var um í byrjun árs 1972. Forsagan að smíði þessara skipa var með nokkuð öðrum hætti en t.d. smíði austur-þýsku skipanna en í tilviki þeirra var um að ræða viðskipti þar sem ríkið hafði forgöngu vegna heildarhagsmuna við Austur-Þjóðverja um viðskipti land- anna. Af tiltækum gögnum um smíði japönsku skipanna verður ekki annað ráðið en tilviljanir hafi ráðið því að skip- in voru smíðuð í Japan. Fyrsti skuttogar- inn Dagný SI-70, kom til landsins í ágúst 1970, 550 lesta skip í eigu Togskips á Siglufirði. Næstur kom Barði NK-120, í desember 1970, 400 lesta skip, í eigu Síldarvinnslunnar h.f. Sá þriðji í röðinni var Hegranes SK-2, sem kom til landsins í janúar 1971, 400 lesta skip. Nefnd skip voru öll keypt til landsins notuð, um þriggja ára gömul. Dagný var smíðuð í Hollandi en Barði og Hegranesið í Frakk- landi. Í framhaldi af komu og rekstri þessara skipa vaknaði almennur áhugi hjá ís- lenskum útgerðarmönnum á að eignast skip af þessu tagi þar sem rekstur skip- anna gekk almennt vel. Þau skiluðu jöfnu og góðu hráefni í land sem aftur tryggði stöðuga vinnu á viðkomandi stöðum. Hugmyndin um að leita til Japana mun hafa kviknað í síðdegisspjalli þeirra Ólafs Gunnarssonar, skipavélatækni- fræðings og Jóhanns Sigurðssonar út- gerðarstjóra Síldarvinnslunnar við Kjart- an Jóhannsson í Asíufélaginu. Þá var Ólafur framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar og hafði því nokkra reynslu af rekstri skuttogara og einnig af viðskipt- um við Norðmenn vegna skipakaupa sem oft voru íslenskum kaupendum ekki hag- feld. Af þeim sökum m.a. taldi hann rétt að leita annað vegna væntanlegra togara- kaupa. Tilboð af himni ofan, eða hvað Í sögu Kristins Pálssonar, sem jafnan var kenndur við Berg VE-44 kemur m.a. fram að í árslok 1971 hafi borist hingað til lands tilboð í smíði skuttogara víða að úr Evrópu og eitt frá Japan sem kom mjög á óvart en það var til viðbótar hagstæðast. Japanska tilboðið datt ekki alveg af himni ofan, var framhald af spjalli þeirra Jóhanns og Ólafs nokkru áður við Kjart- an Jóhannsson hjá Asíufélaginu sem á þeim tíma var í viðskiptum við Japani, keypti þaðan m.a. veiðarfæri í nokkrum mæli. Kjartan hafði snör handtök. Hann fékk Jón B Hafsteinsson, skipaverkfræð- ing og Vilhelm Þorsteinsson, skipstjóra og þáverandi annan af framkvæmdastjór- um ÚA, til þess að fara til Japan og skýra 4 – Sjómannablaðið Víkingur Helgi Laxdal: Japönsku togararnir Ljósafell kemur til Fáskrúðsfjarðar fánum prýtt frá Japan í maí 1973. Ljósafell, fánum prýtt í maí 2013 en þá voru liðin 40 ár frá komu þess frá Japan. Í milli- tíðinni var skipið endurbyggt að hluta í Póllandi eins og fram kemur í töflu.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.