Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Qupperneq 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur
fyrir frammámönnum þarlendra skipa-
smíðastöðva, hverskonar skipum íslensk-
ir útgerðarmenn væru að leita eftir. Á
grundvelli upplýsinga frá þeim Jóni og
Vilhelm, sem dvöldu í um hálfan mánuð
í Japan, varð til grunnhönnunin að
japönsku togurunum.
Kjartan Jóhannsson hjá Asíufélaginu
sem var nánast í daglegum samskiptum
við útgerðarmenn vítt og breitt um land-
ið, hélt þeim vel upplýstum um möguleg
skuttogarakaup frá Japan en á þessum
tíma var mikill hugur hjá útgerðinni að
eignast skuttogara.
Samið við Japani um smíði
10 skipa
Í framhaldinu var ákveðið að reyna til
þrautar að ná samningum við Japani um
smíði 10 skipa fyrir eftirtaldar útgerðir:
Bergur-Huginn Vestmannaeyjum, Miðfell
hf. Hnífsdal, Síldarvinnslan hf. Neskaup-
stað, Tangi hf. Vopnafirði, Hraðfrystihús
Breiðdalsvíkur, Breiðdalsvík, Jökull hf.
Raufarhöfn, Fiskiðja Sauðárkróks, Sauð-
árkróki, Hraðfrystihús Ólafsfjarðar,
Ólafsfirði, Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar,
Fáskrúðsfirði og Skagstrendingur hf.
Skagaströnd.
Í framhaldinu komu fulltrúar smíðaað-
ilanna í Japan til landsins en Kristni Páls-
syni, fulltrúa Bergs-Huginn í Vestmanna-
eyjum, var falið að vera í forystu fyrir
hópnum.
Eftir að íslenski hópurinn hafði náð
samkomulagi um stærð skipanna kom til
sögunnar japanskur teiknari sem teiknaði
skip á töflu sem hann síðan breytti í
samræmi við óskir væntanlegra kaupenda
þar til þokkaleg sátt náðist í hópnum.
Viðræðurnar um smíði og kaup jap-
önsku togaranna fóru fram síðari hluta
ársins 1971 á Hótel Loftleiðum sem
leiddu til þess að skrifað var undir samn-
ing um kaup á 10 skipum í upphafi árs
1972. Fyrstu tvö skipin áttu að afhendast
fyrir áramótin 1972/´73.
Fjölmargir komu að
samningunum
Fjölmargir frammámenn í íslenskri út-
gerð á þeim tíma komu að samningagerð
v/kaupanna, nefna má: Kristinn Pálsson,
útgerðarmann og skipstjóra Vestmanna-
eyjum, Halldór Sigurð Magnússon, Vest-
mannaeyjum, Ólaf Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, Jón B.
Hafsteinsson, skipaverkfræðing, Reykja-
vík, Vilhelm Þorsteinsson, skipstjóra
Akureyri, Magna Kristjánsson, skipstjóra
Neskaupstað, en það voru fyrst og fremst
þeir Ólafur Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri og Magni Kristjánsson, skipstjóri
sem komu að endanlegri hönnun skip-
anna.
Samningarnir kváðu á um að sex skip-
anna skyldu smíðuð í skipasmíðastöðinni
The Hakodate Dock Co., Ltd. Muroran
Manufactory í Muroran á Hokkaido-eyju
nyrst í Japan en fjögur í skipasmíðastöð-
inni Niiagata Shipsyard í samnefndum
bæ á vesturströnd Japan.
Hakodate shipsyard var stofnað á ár-
inu 1896. Í upphafi snerust verkefnin um
smíði og hönnun brúa en fyrsta brúin
fyrir járnbraut var afhent á árinu 1903 en
sama árið var fyrsta þurrkvíin tekin í
notkun. Í þá rúmu öld sem fyrirtækið
hefur starfað hefur það sérhæft sig í
skipasmíðum af öllum stærðum og gerð-
um ásamt viðhaldi þeirra. Hönnun og
smíði brúa hefur einnig verið einn af
grunnþáttum starfseminnar ásamt fram-
leiðslu á vélum og tækum fyrir iðnaðinn.
Í dag er fyrirtækið stærsti þungavinnu-
vélaframleiðandinn í norðurhluta Japan.
Við skipasmíðar og viðgerðir starfa nú
um 450 manns hjá fyrirtækinu. Á árinu
1951 var nafni stöðvarinnar breytt í The
Hakodate Dock Co., Ltd. Muroran
Manufactory.
Upphaf Niiagata shipsyard má rekja
til ársins 1895 en það ár var þar stofnuð
samnefnd vélsmiðja af Nippon Oil
Coporation, sem hóf að smíða skip árið
Vestmannaey sjósett um mánaðamótin okt./nóv.1972. Þá voru liðnir fjórir mánuðir frá því að smíðin hófst í
Muroran. Tveimur mánuðum síðar á gamlársdag hélt skipið fullbúið áleiðis til Íslands.
Dagný SI-70, af mörgum talinn fyrsti skuttogari Íslendinga kom til Siglufjarðar 23. ágúst 1970. Skipið sem var
385 brl. var smíðað í Hollandi 1966.