Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 12
skipasmíðastöðina Nauta í Póllandi um endurbæturnar sem fólust m.a. nýjum aðalvélum og búnaði þeim tengdum. Skipin voru lengd um 6,6 metra nema Vestmannaey VE sem var lengd um 11 metra og breytt í frystiskip. Skipt var um brú á þeim flestum og mannaíbúðir endurnýjaðar. Skipin sem sem fóru í breytingarnar í Póllandi á árunum 1986-´89 voru: Brettingur NS, Jón Vídalín ÁR, Ljósafell SU, Múlaberg ÓF, Páll Páls- son ÍS og Vestmannaey VE. Á árinu 1988 stofnaði FJAS þjónustu- fyrirtækið Ísgata sem varð umboðsaðili hér á landi fyrir megnið af þeim tækjum og búnað sem var í japönsku togurunum en bætti við þjónustu af ýmsu tagi fyrir nótaskip. Einnig tók Ísgata við öllum öðrum verkefnum sem FJAS hafði haft á sinni könnu. Fyrsta desember 2002 keypti Ísgata vélaumboðið Atlas hf. af Ásgeiri Val- hjálmssyni sem stofnaði það á árinu 1969 og var eigandi þess og framkvæmdastjóri allt fram að eigendaskiptunum. Brennsla á svartolíu hefst Í júní á árinu 1974 hófst brennsla á svartolíu um borð í hérlendum skut- togara er Rauðanúpi ÞH-160 var breytt til brennslu hennar. Á grundvelli reynslunn- ar um borð í Rauðanúpi var strax árið eftir hafist handa við að breyta hinum japönsku skipunum níu, því síðasta, Drangey SK, í apríl 1976. Ein af tilgreind- um ástæðum var sú að vélar skipanna væru frekar eyðslufrekar, sjá töflu, því væri ávinningurinn verulegur. Japönsku skipin reyndust án undan- tekninga mjög vel að mati þeirra sem til þekkja. Breytingarnar sem fram fóru á skipunum í Póllandi árunum 1986-´89 voru að mati kunnáttumanna eðlilegt viðhald ásamt aðlögun að breyttum aðstæðum. Páll Pálsson að koma að bryggju á Ísafirði. Páll Pálsson, með um 50 tonna hal í flottroll á dekkinu á vetrarvertíð 1978. Skipstjóri, Guðjón Arnar Kristjánsson. Karlinn í brúnni, Guðjón Arnar, íbygginn á toginu 12 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.