Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Qupperneq 18
við okkur það stundum að leik að slaka
bara toghlerunum út nokkra faðma með
grandara á milli en trollið skilið eftir á
dekki svo engin von var til þess að
„klipping“ tækist. Svona rúntuðu þeir
eins og rófulausir rakkar, með klippurnar
úti, í kringum okkur á mikilli ferð
þannig að boðaföllin stóðu í allar áttir,
tímum saman. Þetta var vægast sagt
vafasöm sjómennska en stjórnhæfni frei-
gátanna bjargaði því að ekki varð slys.
Einu sinni sem oftar vorum við orðnir
leiðir á þessum leik og höfðum skemmt
okkur nægilega við að horfa á aðfarirnar,
hífðum hlerana upp í gálga og sigldum
burtu. Að sjálfsögðu fylgdi ekkert troll
með því það lá allan tímann á dekkinu,
en fulltrúar Halla kóngs héldu í fávísi
sinni að þeir hefðu klippt aftan úr okkur
og brutust út gífurleg fagnaðarlæti um
borð í freigátunni. Daginn eftir komu
fréttir í norsku blöðunum um afrekið
með stríðsfyrirsögnum á borð við;
„Norska strandgæslan klippti trollið aftan
úr Hágangi II, einum af harðsvíruðustu
íslensku ræningjunum á Svalbarðasvæð-
inu“. Með fylgdu viðtöl við æðstu yfir-
menn strandgæslunnar þar sem þeir
hreyktu sér af „hetjudáðinni“.
En þar kom að piltar hans hátignar,
Haraldar Ólafssonar Noregskonungs, átt-
uðu sig á því að aðfarirnar voru ekki að
virka sem skildi eða svo nákvæmara sé að
orði komist þá voru þær fullkomlega
gagnslausar, nema okkur til
skemmtunar. En þá tók ekki
betra við því þeir smíðuðu mini-
útgáfu af klippunum og hengdu
aftan í léttbáta freigátanna og
sigldu þeim á fullri ferð með
draslið hangandi aftur úr sér. Sem
betur fer fyrir þá tókst sú aðferð
ekkert betur en hin fyrri því það
hefði getað orðið hættulegt fyrir
sjóliðana ef þeir hefðu flækt vasa-
klippurnar í trollinu eða togvír-
unum.
Eitt sinn þegar við vorum að
hífa í Leirdýpi, austur úr Bjarnar-
ey og um 30 sjómílum norðan
við norsku landhelgislínuna voru
piltar konungs á léttbátnum að
sniglast við rassgatið á okkur en
við höfðum áhyggjur af því að
þeir færu sér að voða. Ég kallaði
því í freigátuna á neyðarrásinni
CH-16 og krafðist þess að þeir
kölluðu bátinn til baka og ég gæti
ekki tekið ábyrgð á öryggi sjólið-
anna, eins og þeir höguðu sér.
Við því varð ekki orðið og þeir
héldu áfram sinni iðju með
klippu-líkið hangandi aftan úr
sér. Okkur leist ekkert á blikuna
og stoppuðum hífinguna um
stund en þegar við héldum áfram
lenti klippan á togvírnum bakborðsmegin
og kom upp í gegnum blökkina en slitn-
aði frá léttbátnum. Ekki dugði það til að
þeir hættu þessum heimskupörum og eft-
ir að hlerarnir komu upp og við vorum
að hífa trollið inn voru þeir að reyna að
festa eitthvað drasl sem við vissum ekki
hvað var en líklega annað klippu-líki í
trollpokann sem flaut fullur af fiski aftan
við skipið. Ég kallaði niður á dekk og
sagði mínum mönnum að taka spúlinn
og sprauta á þá af fullum krafti til að
koma þeim í burtu en það dugði ekki
alveg þó þeir fengju einhverjar gusur á
sig.
Á meðan á þessu öllu stóð var stýri-
maðurinn Anton Ingvason frá Dalvík á
dekki og stjórnaði aðgerðum röggsam-
lega. Anton er maður mikill á velli og
hraustari en andskotinn og því hlýtur að
hafa farið um dátana þegar hann birtist
skyndilega uppi á afturgálga með hagla-
byssu og stóð þar eins og Rambó sjálfur
en í miklu stærri og vígalegri útgáfu. En
þeir höfðu samt ekki vit á að vera nógu
hræddir til að hörfa og því greip Anton
til þess ráðs að skjóta einu skoti upp í
loftið, þeim til viðvörunar. Þá en ekki
fyrr kviknaði ljóstýra í kolli dátanna og
þeir áttuðu sig á því að líklega væri ekki
hollt fyrir líf og limi að abbast
meira upp á Tona á Hrísum og
hörfuðu í snarhasti, með eldglær-
ingarnar aftan úr rassgatinu,
heim til mömmu þ.e. freigátunn-
ar Kv. Senja, sem beið álengdar.
Áföll og lífsreynsla byrjuðu sem
sé ekki að setja mark sitt að ráði
á dátana, fyrir en þeir kynntust
Tona en fram að þessu litu þeir
út fyrir að vera nýhættir að nota
bleyjur en hafa sennilega byrjað á
því aftur þegar þeir komu til baka
í Senju, í tilefni dagsins.
Nokkru síðar kallaði skipherr-
ann á Senju í okkur í talstöðinni,
ábúðarfullur mjög og bar sig illa
yfir meðferðinni á dátunum sem
hann sagði hafa verið í bráðri lífs-
hættu og að skotið hafi verið á
þá. Ég svaraði og sagði það rétt
að þeir hefðu verið í lífsháska en
það væri eingöngu vegna þess að
hann sjálfur hefði sent þá í þessa
glórulausu heimskuför og stýri-
maðurinn hefði verið á fugla-
veiðum en ekki skotið á dát-
ana. Ég sagði honum jafnframt
að við værum vanir því að alls
konar „fuglar“ og illþýði væri á
sveimi í kringum skipið, sem
styggja þyrfti í burtu, en hann Eiríkur Sigurðsson.
18 – Sjómannablaðið Víkingur