Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Qupperneq 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur
U
m vorið 1961 í maí er ég var sextán
ára og nýkominn af héraðsskólan-
um á Núpi í Dýrafirði, þar sem ég
varð gagnfræðingur, gerði faðir minn
boð fyrir mig og ræddi við mig um hvað
ég ætlaði að hafa fyrir stafni um sumar-
ið. Sumarið áður hafði ég verið í vega-
vinnu og líkað vel, en ekki þénað sem
skildi að dómi föður míns og þar að
auki skuldaði ég einhverja peninga
fyrir skólagönguna á Núpi fyrir síðasta
veturinn þar.
Hann spurði því hvort ég vildi ekki
vinna við frystihús staðarins, en ég taldi
það víðs fjarri og nefndi að ég vildi fara
til sjós. Honum fannst það ekki ráðlegt
og sagði að ég væri ekki vel til þess fall-
inn að stunda sjómennsku, þetta væri
ekkert spaug, miklar vökur og stöður.
Ég sat við minn keip, til sjós vildi ég fara.
Karl faðir minn horfði á mig lengi, og
sagði svo: „Þú skalt þá standa þig, ég
reyni svo að útvega þér pláss á einhverj-
um „skakbátnum.“
Ég var ekki hrifinn
Móður minni var ekki rótt er hún heyrði
þetta, hún hafði aldrei hugsað sér að ör-
verpið legði sér sjómennsku fyrir hendur,
en úr því sem komið var var ekkert við
því að gera, en vonandi fengi sonurinn
nóg eftir nokkrar sjóferðir.
Stuttu seinna tilkynnti faðir minn mér
að hann væri búinn að útvega mér pláss
hjá Magnúsi Jónssyni sem kallaður var
manna á meðal „Mangi ýsa.“ Með honum
á bátnum var Jón Júlí Einarsson, kallað-
ur Jónsi Júl. Báturinn sem þeir félagar,
Magnús og Jón, réru á hét Hinrik og var
með skráningarnúmerið ÍS 278, smíðað-
ur um aldamótin 1900 (að Görðum í Ön-
undarfirði að ég held) og mikið endur-
nýjaður síðan. (Hinrik var dæmdur
ónýtur 1964).
Hinrik var í eigu Magnúsar og Hjartar
Hjálmarssona hreppstjórans og skóla-
stjórans á staðnum, öðlingsmaður og mig
grunar að Hjörtur hafi haft þar hönd í
bagga um að ég fengi plássið á Hinriki.
Hann hafði ávallt sagt við móður mína að
strákurinn yrði sjómaður, þvert á allt sem
aðrir héldu.
Ekki var ég hrifinn að fara til þeirra
félaga, Manga og Jónsa, mér fannst þeir
of gamlir. Magnús hátt á sextugsaldri og
Jónsi yfir sextugt og báðir afturhaldssam-
ir og fornir í hugsun og ekkert í takt við
tímann. Þetta fannst mér á þessum tíma,
en það breyttist er á sumarið leið. Ég
vildi fara á bát hjá yngri mönnum, en úr
því sem komið var var ekkert við þessu
að gera, ég vildi ekki gera föður mínum
það á móti skapi að svo stöddu. Ég var
síðan beðinn að mæta um borð í Hinrik
sem var bundinn við bryggju og þar voru
þeir félagar Magnús og Jónsi að dytta að
bátnum. Magnús sem var skipstjóri lagði
mér lífsreglurnar og kallaði mig ávallt
„drenginn“ eða „strákinn.“ Hann fór
vandlega yfir allt sem laut að handfæra-
veiðum á þessum tíma, en þá var „skak-
rúllan“ nýlega komin á bátana almennt.
Og eins hvað ég þyrfti að hafa með af sjó-
klæðnaði og annað sem tilheyrði dag-
róðrarbáti. Og eitt er það drengur minn
sagði hann að lokum og hvessti á mig
augun, „ekkert kæruleysi eða leikaraskap
nú tekur alvaran við.“
„Og svo er það annað,“ sagði hann
,,það sem þú fiskar, þá fiska merkir þú
þér sérstaklega. Þú verður ekki með okk-
ur Jóni um sameiginlegan fisk eða hlut,
því ég býst ekki við að þú fiskir jafnmik-
ið og við. Einn fjórði af þínum afla geng-
ur svo til bátsins hitt átt þú sjálfur.“
Þessu jánkaði ég.
„Og svo er það eitt,“ sagði Magnús,
„þegar farið er í róður, þá vekjum við þig
með því að banka í húsgaflinn heima hjá
þér og ef þú drattast ekki á fætur fljótlega
og kemur þér niður í bát, þá þarft þú
ekki hafa áhyggur meir af hásetaplássi hjá
mér.“
Ég harkaði af mér
Þótt ég bæri lotningu fyrir þeim báðum
og þekkti þá vel, af stráki að vera, vissi
ég ýmislegt um þá sem var bæði satt og
Á skaki með Manga
ýsu og Jónsa Júlí
Guðmundur Kr. Kristjánsson
Guðmundur þvær Hinrik eftir „löndun“ og góða veiði. Myndin er tekin í júlí 1961.