Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Qupperneq 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27 Ég harkaði af mér og var ákveðinn í að gefast ekki upp. Eftir mánuð var mér far- ið að líka þetta sjómannsstarf vel og ekki skemmdi fyrir að ég var kominn í sam- krull með Manga og Jónsa með minn fisk, því að ég fiskaði ekki minna en þeir félagar og Mangi sagði „að strákurinn væri bara töluvert fiskinn.“ Þarna á Hinrik lærði ég mikið um sjó- mennsku sem seinna reyndist mér vel. Ég var nú orðinn gjaldgengur sem fiskimað- ur og dró fisk ekkert síður en þeir félagar, Magnús og Jónsi. Þeir voru mér ósköp góðir og öll landstím og útstím fékk ég að sofa, því ég gat ekki vakað eins og þeir og það skildu þeir. Í brælum og slæmu skyggni var mér kennt ýmislegt sem að góðri sjómennsku laut, og eins að aka til seglum, því að stundum var drepið á vél- inni og hífð upp segl, fokka, stórsegl og messi, og svo var siglt svo að „sauð á keipum.“ Þetta var góður skóli og um haustið var Magnús hættur að kalla mig strákinn eða drenginn, heldur „Guð- mundur minn.“ Ég var þarna fram á haust á bátnum Hinrik, en þá fór ég á aðra báta og það er önnur saga. Á bátnum Hinrik lærði ég mikið um sjómennsku og bjó ég að því alla mína sjómannsævi. Þökk sé þessum heiðursmönnum. Málverk af Hinrik ÍS. 278, málað af Guðmundi KR, 2013. Höfundur við festarklett.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.