Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Page 31
S amkvæmt 6. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 er útgerðar- manni gert skylt að gera skriflegan ráðningarsamning við skipverja, þar sem meðal annars komi fram til hvaða ferða eða hvaða tímabil viðkomandi er ráðinn, ef um tíma- bundna eða vertíðarbundna ráðningu er að ræða. Að öðrum kosti telst ráðningin vera ótímabundin. Tímabundin ráðning skipverja er undantekning á meginreglunni varðandi fastráðn- ingu í starf á sjó, en á síðustu misserum hefur þó færst í vöxt, að gerðir séu tímabundnir ráðningarsamningar við sjómenn, þar sem hver samningurinn er látinn taka við af öðrum, jafn- vel misserum saman. Fastráðning er meginreglan Með lögum nr. 139/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna voru lögfestar reglur EES samningsins varðandi evrópsk ákvæði um þetta efni. Kemur skýrt fram í texta laganna og greinargerð þeirra, hvert meginmarkmiðið með lögun- um sé, sem er að koma í veg fyrir misnotkun, sem byggist á því að einn tímabundinn ráðningarsamning- ur taki við af öðrum. Til að koma í veg fyrir misnotk- un, þá verði tímabundnir ráðningarsamningar að eiga sér stoð í hlutlægum ástæðum. Tímabundinn ráðn- ingarsamningur er ráðningarform sem geti hentað vinnuveitendum og starfsmönnum við ákveðnar ástæður t.d vegna tilfallandi afleysinga, en mikilvægt sé að tryggt að verði, að starfsmönnum sé ekki mis- munað á grundvelli þeirra miðað við þá sem ráðnir eru ótímabundið. Þá er víða í greinargerðinni með lögunum áréttuð sú meginregla laganna, að ráða skuli starfsmenn ótímabundið og lögð sú skylda á vinnu- veitendur, að þeir leitist við að gera það. Jafnframt er lögð áhersla á mikilvægi þess að frumvarp þetta verði ekki til þess að breyta þeirri meginreglu sem hefur lengi tíðkast hér á landi í ráðningum starfsmanna, sem er fastráðning. Hefur það líka verið meginreglan á fiskiskipum lengst af og tímabundnar ráðningar því alger undantekning, og þá venjulega vegna afleysinga í forföllum eða fríum. Þetta hefur því miður verið að breytast undanfarið og er ekki í samræmi við það sem vera skal. Það er þó ekki tilviljun, að sumar útgerðir eru farnar að ráða sjómenn til tímabundinna starfa í stað ótímabundinna. Ástæð- urnar geta að sjálfsögðu verið ýmsar og efnislega lögmætar. Því miður þá virðist oftar en ekki hinn raunverulegi tilgangur vera fyrst og fremst sá að skerða rétt sjómanns til launa vegna óvinnufærni, hafi óvinnufærni hans átt sér stað í frítíma hans, enda sjómaðurinn þá ekki lengur í ráðningarsambandi við út- gerðina. Á sama hátt að svipta sjómanninn rétti til uppsagnar- frests og um leið til starfsöryggis með því að vita aldrei fyrir- fram, hvort hann fái ráðningu í næstu veiðiferð eða yfirhöfuð einhvern tíman síðar. Megintilgangur laganna er eins og áður sagði að koma í veg fyrir misnotkun á tímabundnum ráðningarsamningum. Kemur skýrt fram í lögunum, að alger forsenda þess að tímabundin ráðning geti átt sér stað, er að málefnalegar og hlutlægar ástæð- Misnotkun tímabundinna ráðningarsamninga Jónas Haraldsson „Liggur í augum uppi að sú framkvæmd sumra útgerða að gera skip út mánuðum og misser- um saman á grundvelli rað- og tímabundinna ráðningarsamninga varðandi alla áhöfn skips eða hluta hennar er ólögmæt, hvað sem tveggja ára þakið segir.“ Mynd: Davíð Már Sigurðsson „Er það fráleit niðurstaða að háseti, sem starfað hefur stöðugt á sama skipi í mörg ár, hafi þrátt fyrir það ekki náð að vinna sér inn 7 daga uppsagnarfrest.“ Mynd: Bergþór Gunnlaugsson Sjómannablaðið Víkingur – 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.