Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 32
ur liggi að baki tímabundnum ráðningum. Þótt segi í
lögunum að hámarkstími tímabundinna ráðningar-
samninga sé tvö ár, þá er það langt í frá eina skilyrðið,
sem þarf að fullnægja þvert á móti. Eftir sem áður
þarf að fullnægja öðrum skilyrðum laganna vegna
tímabundinna ráðningarsamninga.
Í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 117/2004
komu þessi sjónarmið mjög skýrt fram, að tímabund-
in ráðning verði að byggja á hlutlægum sjónarmiðum,
en í málinu hafði útgerð gert samtals 6 tímabundna
ráðningarsamninga í röð við áhöfn togara. Eftir lok
síðasta ráðningarsamningsins varð matsveinninn
óvinnufær, en útgerðin neitaði að greiða honum veik-
indalaun á þeim forsendum, að hann hefði ekki verið
lengur í ráðningarsambandi við útgerðina, þegar hann
varð óvinnufær.
Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði m.a þetta, sem hér
skiptir máli:
„Því hefur ekki verið andmælt af hálfu áfrýjanda að
aðkoma stefnda að útgerð Breka VE – 61 hafi verið
með þeim hætti, sem stefndi hefur lýst og áður er rak-
ið. Um var að ræða tilraun til að tryggja áhöfn skipsins áfram-
haldandi atvinnu eftir að eigandi þess hafði ákveðið að hætta
útgerðinni og sagt skipverjunum upp. Höfðu þeir þannig allir
hagsmuna að gæta og er ómótmælt að gerðir voru tímabundnir
ráðningarsamningar við þá alla á umræddu tímabili. Sýnt þykir
að til útgerðarinnar hafi verið stofnað í talsverðri óvissu og að
með skuldbindingum í leigusamningi hafi stefndi tekið nokkra
áhættu, sem kallaði á varúð í upphafi rekstrar. Þótt hann hefði
möguleika á að segja undirmönnum upp með sjö daga fyrirvara,
sbr. 1. mgr. 9. gr. sjómannalaga, eins og bent hefur verið á af
hálfu áfrýjanda, var uppsagnarfrestur yfirmanna þrír mánuðir,
sbr. 2. gr. sömu greinar. Þá ber af hafa í huga að hér var í heild
um tiltöluleg stuttan tíma að ræða, en tímabundnir ráðningar-
samningar við áfrýjanda náðu yfir um þriggja mánaða tímabil
og virðist hafa verið stefnt að því að þetta fyrirkomulag stæði út
leigutíma skipsins, eða í sex mánuði. Fram kom undir rekstri
málsins að stefndi hefði síðan eignast skipið og í framhaldi þess
hafi verið gerðir ótímabundnir ráðningarsamningar við skip-
verja.“
Í þessum orðum Hæstaréttar kom skýrt fram, hversu mikið
þurfi að koma til, til þess að samfelld tímabundin ráðning geti
átt sér stað. Taldi rétturinn að í þessu tilviki hefðu verið lög-
mætar hlutlægar ástæður að gera þessa 6 tímabundnu ráðningar-
samninga, hvern í kjölfarið á öðrum, sem náðu alls yfir 3ja
mánaða tímabil.
Ellefu tímabundnir ráðningarsamningar í röð
Í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 345/2014 er annað hljóð
komið í strokkinn, en þá höfðu lögin um tímabundnar ráðn-
ingar formlega tekið gildi, sem ekki hefði átt að breyta neinu.
Um var að ræða frystitogaraútgerð í Grindavík sem réð háseta
með 11 tímabundnum ráðningarsamningum í röð á tæplega
tveggja ára tímabili, þar sem upphaf og lok hverrar veiðiferðar
var tilgreint. Þrátt fyrir það er ráðningin látin líka ná eftir atvik-
um yfir næstu 2 – 8 veiðiferðir og landanir á eftir eða alls 25 á
þessu tímabili. Sjótími þessa háseta var lengri en sjótími allra
fastráðinna hásetanna nema eins. Var það ekki fyrr en hásetinn
fór fram á fastráðningu, að hann fékk það svar, að hann fengi
hana ekki og var heldur ekki ráðinn framar á skipið.
Niðurstaða Hæstaréttar var sú, að þar sem þessir tímabundnu
ráðningarsamningar stóðu ekki yfir í lengri tíma en tvö ár, þá
hefði þetta verið lögleg framkvæmd eins og það væri eina skil-
yrði laganna. Tók dómurinn ekki tillit til neinna annarra þátta
laganna, svo sem meginreglunnar um fasta ráðningu og að
forsendan fyrir ótímabundnum ráðningum væri að hlutlægar og
málefnalegar ástæður yrðu að vera fyrir hendi fyrir tímabundn-
um ráðningum, en þessi skilyrði voru ekki að neinu leyti þarna
til staðar.
Þá má nefna hér hvernig Hæstiréttur Norðmanna hefur túlk-
að þessi samevrópsku lög í mörgum dómum sínum, þ.e að at-
vinnurekendum sé ólögmætt að notast við raðbundna tíma-
bundna ráðningarsamninga, þegar fyrir hendi er varanleg og
fyrirsjáanleg þörf fyrir afleysingar, en þá verði atvinnurekandinn
að ráða fleiri menn í fastar stöður. Ekki sé lögmætt að leysa
stöðuga vinnuaflsþörfina með sífelldum afleysingamönnum í
tímabundnar ráðningar. Breytti engu þarna að hámarkstími sam-
felldra lausráðninga í Noregi er fjögur ár, en ekki tvö ár, eins og
hér á Íslandi. Aðrar grundvallarforsendur laganna standa eftir
sem áður, hvað svo sem hámarkstímalengdin í lögunum segir til
um, enda getur hún ein og sér ekki gert aðrar meginforsendur
laganna marklausar. Hún segir það eitt, að tímabundnir ráðn-
ingarsamningar verða aldrei samfellt til lengri tíma, en lögin
segja til um, en önnur grundvallarákvæði laganna halda sínu
fulla gildi þrátt fyrir það, sem var nokkuð sem Hæstiréttur tók
ekkert tillit til í áðurnefndu Grindavíkurmáli nr. 345/2014.
Í stöðugri óvissu
Hér má nefna annað dæmi um grófa misnotkun á tímabundnum
ráðningarsamningum.
Málavextir voru þeir að sjómaður starfaði á fjölveiðiskipi frá
Akureyri, sem lausráðinn háseti, fyrst á árinu 2005 en stöðugt
og hvergi annars staðar á sjó frá 18. júlí 2009, án þess þó að fá
nokkru sinni fastráðningu. Fyrir lágu alls 45 skriflegir tíma-
bundnir ráðningarsamningar, sem náðu yfir 26 mánaða tímabilið
eða frá 22. maí 2012 til 7. júlí 2014, en í síðustu veiðiferðinni
slasaðist hásetinn og varð óvinnufær. Ekki liggja fyrir upplýs-
ingar eða gögn um heildarfjölda tímabundinna ráðningarsamn-
inga hans öll þessi ár, sem hann starfaði alls á þessu skipi, en má
ætla að samtals hafi þeir verið á bilinu 80 til 90.
Þar sem hásetinn hafði eingöngu starfað frá 2009 á þessu
sama skipi og hvergi annars staðar í launaðri vinnu hafði hann
áunnið sér rétt á eins mánaða uppsagnarfresti, sem á reyndi
þegar útgerðin neitar að taka hann aftur um borð eftir að hann
var orðinn vinnufær á ný. Um er að ræða svokallaðan viðtöku-
drátt af hálfu útgerðarinnar, sem hefur sömu áhrif og fyrirvara-
laus riftun ráðningarsamnings fastráðins skipverja.
Með gerð síendurtekinna raðbundinna tímabundinna ráðn-
ingarsamninga við þennan háseta árum saman, braut útgerðin
„Brýna nauðsyn ber til að lögum þessum verði breytt og samið um í kjarasamningum bann
við endalausum tímabundnum ráðningarsamningum.“ Mynd: Hlynur Ágústsson
32 – Sjómannablaðið Víkingur