Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Blaðsíða 33
gróflega í bága við lög nr. 139/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna. Þurfti hásetinn að vera allan þennan tíma í stöðugri óvissu um framtíðarstöðu sína á skipinu í hvert skipti eftir að tímabundnum ráðn- ingarsamningi lauk. Af lögskráningarvottorði hans að dæma varð ekki séð, að mikill munur væri oft á fast- ráðnum háseta á þessu sama skipi og honum hvað sjótíma og frítíma snerti. Ljóst var að ekki voru fyrir hendi í tilviki hásetans málefnalegar eða hlutlægar ástæður stöðugra tímabundinna ráðninga. Er það frá- leit niðurstaða að háseti, sem starfað hefur stöðugt á sama skipi í mörg ár, hafi þrátt fyrir það ekki náð að vinna sér inn 7 daga uppsagnarfrest. Í þessum áðurnefnda dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2014 var það efnislega niðurstaðan, eins og áður sagði, að stöðugt mætti endurnýja tímabundna ráðn- ingarsamninga, en bara ekki lengri tíma en tvö ár, þ.e 24 mánuði. Hvað mál þessa háseta varðaði, þá stóðu þeir 45 tímabundnu ráðningarsamningar, sem gerðir voru við hann tímabilið 22. maí 2012 til 7. júlí 2014 í 26 mánuði, og er þá ekki hér tekið með í myndina þeir ætluðu 30 – 40 tímabundnu ráðningarsamningar, sem höfðu verið gerðir við hann fram að þeim tíma. Samkvæmt þessum dómi Hæstaréttar þar sem réttur- inn bindur sig alfarið og eingöngu við hámarkstím- ann tvö ár, þ.e 24 mánuði, þá voru samkvæmt því í þessu tilviki hásetans fyrstu 38 raðbundnu og tímabundnu ráðningarsamningarnir lögmætir, en ólögmætir frá og með þeim 39., enda voru þá liðnir 24 mánuðir frá fyrsta tímabundna ráðn- ingarsamningnum. Hefðu þess vegna getað verið miklu fleiri hefði skipið verið ísfisktogari. Miðað við þennan hæstaréttardóm taldist því glæpurinn í þessu ákveðna tilviki vera framinn frá og með 39. tímabundna ráðningarsamningum. Af þeim ástæðum greiddi útgerðin hásetanum laun í uppsagnarfresti. Sýnir þetta dæmi hversu undarleg niðurstaða þessa dóms Hæstaréttar er, enda erfitt að átta sig á því, hver munurinn var í þessu tilviki á 38. og 39. tímabundna ráðningarsamningnum hvað lögmætið snertir. Bönnum endalausa tímabundna ráðningarsamninga Liggur í augum uppi að sú framkvæmd sumra útgerða að gera skip út mánuðum og misserum saman á grundvelli rað- og tímabundinna ráðningarsamninga varðandi alla áhöfn skips eða hluta hennar er ólög- mæt, hvað sem tveggja ára þakið segir. Brýtur það enda berlega í bága við önnur grundvallarsjónarmið, sem liggja að baki lögunum um tímabundnar ráðningar starfsmanna, nr. 139/2003, sbr. það sem sagði hér að framan um túlkun norskra dómstóla á þessum samevrópsku lögum um fastráðningu, þegar útgerðin hefur stöðuga þörf fyrir afleysingar sérstaklega á skipum, sem stunda stöðugt sömu veiðarn- ar. Brýna nauðsyn ber til að lögum þessum verði breytt og samið um í kjarasamning- um bann við endalausum tímabundnum ráðningarsamningum. Þarf þá fyrst og fremst að afnema þessa tveggja ára reglu, sem í fæstum tilvikum á við sjómenn, enda hugsuð upphaflega ekki síst fyrir opinbera starfsmenn, t.d. kennara sem ráða sig í kennsluannir eða önnur árstíðabundin störf o.þ.l. Þá þarf að skerpa á megintilgangi lag- anna um fastráðningar, að hlutlægar ástæður verði að vera fyrir hendi til að tímabundnir ráðningarsamningar geti átt sér stað og sífelld þörf útgerða fyrir afleysingamenn verði eingöngu leyst með fastráðningu, en ekki endalausum tímabundnum ráðning- um. Að endingu er rétt að geta þess að komi í ljós, að með gerð tímabundinna ráðningarsamninga sé verið að fara á svig við ákvæðin, sem gilda um uppsagnarfrest, þá skal venjulegur upp- sagnarfrestur gilda. Er þá ólögmætið talið verða við fyrsta tímabundna ráðningarsamninginn, sem getur skipt máli einkum varðandi innvinnslu tímalengdar uppsagnarfrestsins, starfs- aldursálags o.þ.l. Höfundur er lögmaður félaga yfirmanna og margra sjómannafélaga. „ ... og sífelld þörf útgerða fyrir afleysingamenn verði eingöngu leyst með fastráðningu, en ekki endalausum tímabundnum ráðningum.“ Mynd: Þorleifur Örn Björnsson Sjómannablaðið Víkingur – 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.