Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur Í fyrra voru veður válynd á þessum tíma. Í ár er útlit fyrir að hitamet falli og landið að heita má snjólaust. Það var því með glöðu geði og stað- föstum vilja að dómnefnd Ljósmyndakeppni sjó- manna settist að sínu erfiða verkefni: að skera úr um hvaða fimmtán myndir senda skal fyrir Íslands hönd í Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlönd- um sem fram fer í hinni finnsku borg, Turku, snemma á næsta ári. Síðast en ekki síst varð dómnefndin að velja þær þrjár myndir sem henni þóttu bestar. Sem var ekki auðvelt verk. Alls bárust 140 ljósmyndir í keppnina frá þrettán ljósmyndurum. Skemmst er frá því að segja að Hlynur Ágústs- son, háseti á Brynjólfi VE, hreppti 1. og 2. sætið en í því þriðja er Haraldur H. Hjálmarsson, háseti á Áskeli EA. Við brimsorfna kletta, bárurnar skvetta, nefnir Hlynur Ágústsson þessa mynd sína sem hreppti fyrsta sætið. Ljósmyndakeppni sjómanna 2016 Dómnefndin; Pálmi Guðmundsson, Árni Bjarnason, Jón Hjaltason, Jón Svavarsson – og Hilmar Snorrason, starfsmaður nefndarinnar og prímus mótor keppninnar. Myndina tók Sigrún Arna Aradóttir. ❶

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.