Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Qupperneq 36
N
ýlega kom út hjá Bókaútgáfunni
Hólum bókin Vilji er allt sem þarf
– endurminningar séra Vigfúsar
Þórs Árnasonar, skráð af Ragnari Inga
Aðalsteinssyni. Í bókinni eru margar
skemmtilegar sögur og ein þeirra fjallar
um kynni klerksins, þegar hann gegndi
störfum sóknarprests á Siglufirði, af
mjög svo óvenjulegum útgerðarmanni.
Grípum niður í bókina:
Gústi Guðsmaður
Einn sérstakasti af öllu því fólki sem ég
kynntist og umgekkst á Siglufirði var
Ágúst Gíslason sjómaður. Hann frels-
aðist ungur maður á Akureyri. Eftir
þessa frelsun sótti hann fundi hjá Hvíta-
sunnumönnum og öðrum trúfélögum á
Siglufirði. Hann er eini „útgerðarmaður-
inn“ sem hefur gert bát sinn, bátinn
Sigurvin, út fyrir Jesú Krist. Allur ágóði,
allt sem hann vann sér inn fór beint til
Krists, hvort sem það var stuðningur við
munaðarlaus börn víðs vegar um heim-
inn, Hið íslenska biblíufélag eða Kristni-
boðssambandið.
Við Gústi vorum ágætir vinir. Hann
talaði oft hjá mér í barnamessunum en
ég bað hann þá að hafa bara eina sögu í
hvert sinn. Það þurfti stundum að stoppa
Gústa af þegar sögunum fjölgaði en hann
tók því alltaf vel.
Gústi átti heima í bragga, sem Sigl-
firðingar kalla brakka. Það sem hann lét
aðallega eftir sér að kaupa voru kartöflur
og smjör. Þegar hann sauð fiskinn hellti
hann lýsi yfir og það var stundum ekki
komandi inn í braggann til hans fyrir
brækjunni.
Gústi var með mótor í bátnum og
notaði hann stundum, annars reri hann
bara. Það eru margar ótrúlegar sögur til
af þessum sjóferðum hans. Fyrir kom að
hann týndist. Einu sinni þegar það gerð-
ist fór allur flotinn út að leita, meðal
annars tveir skuttogarar. Ég var með á
einum bátnum. Þegar við komum út fyr-
ir Siglunes, hvern sjáum við þá nema
Gústa, á bátsskelinni. Gústi stóð þá
þarna uppréttur og hvergi smeykur og
söng „Hærra minn Guð til þín“ og tók
ekki í mál að fara um borð í annan
hvorn
skuttogarann held-
ur sigldi hann bara inn fjörðinn og kom
að bryggju tveim tímum seinna, óhultur
og sannfærður um verndarhönd al-
Óvenjulegur útgerðarmaður
Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is
Við látum dæluna ganga
• Dælur
• Dæluviðgerðir
• Ásþétti
• Rafmótorar
• Vélavarahlutir
Viðgerðir • Tæringarvarnir
Keramikhúðun
Fyrir Eftir