Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 42
selskabet Nökkvi í Reykjavík en aðstandendur þess voru Thor
Jensen, Jón Árnason frá Heimaskaga og Sigurður Magnússon.
Jón var skipstjóri á Geraldine og allir skipverjar íslenskir. Skip-
ið var þannig fyrsta gufuskipið í íslenskri eigu með alíslenska
áhöfn.
Geraldine hóf póstferðir á milli Reykjavíkur, Akraness og
Borgarness skömmu eftir komuna til Íslands og hélt þeim áfram
fram í maí 1908. Þá hóf skipið ferðir á milli Reykjavíkur og
hafna við Breiðafjörð og fór einnig stöku ferðir vestur á firði.
En Geraldine var ekki lengi í þjónustu Íslendinga. Í lok
nóvember 1908 var skipið á leið frá Stykkishólmi til Reykjavík-
ur og lenti í foráttuveðri. Þá vildi svo illa til að stýrið brotnaði
og hvarf í hafið. Skipið rak upp á sker en losnaði síðan af því
aftur og sökk. Tíu manns voru um borð, sjö skipverjar og þrír
farþegar, og fórust þrír skipverjar. Reykjavíkurblaðið Þjóðólfur
skýrði þannig frá þessum atburði hinn 4. desember 1908: „Á
laugardaginn var, 28. f.m., sökk Breiðafjarðarbáturinn „Gerald-
ine“ skammt frá landi milli Lóndranga og Dritvíkur undir Jökli, á
leið til Reykjavíkur. Hafði lagt af stað frá Stykkishólmi á fimmtu-
daginn, og var kominn móts við Lóndranga, þegar stýrið losnaði,
og hrakti þá skipið alla föstudagsnóttina í landnorðan-stórviðri og
kafaldshríð, þekktu skipverjar daginn eptir, að þeir voru skammt
fyrir norðan Dritvík. Var þá reynt að varpa akkerum, en akkeris-
festin slitnaði og rak því aptur til hafs. Kom þá brátt í ljós, að
skipið var orðið mjög lekt, og stóðu skipverjar í austri allan síðari
hluta föstudagsins, og nóttina eptir og fram undir nótt á laugardag.
Um það leyti kenndi skipið grunns skammt frá landi milli
Lóndranga og Dritvíkur og var þar með eins á land að líta og
brimrót mikið. Þá veit skipstjóri ekki fyrri til en stýrimaður og 3
skipverjar aðrir eru komnir í skipsbátinn, höfðu hlaupið í hann af
einhverju fáti; einn þeirra náði í kaðal er kastað var til hans frá
skipinu, og var dreginn upp, varð það honum til lífs því að ósenni-
legt er, að hinir hafi bjargast í land, þótt tveir þeirra væru syndir,
en að vísu er ekki fullfrétt um það enn. Rétt á eptir losnaði skipið
út úr brimrótinu, og var þá lagst við
akkeri. En þá var svo mikill sjór kominn
í skipið, að skipverjar höfðu ekki við að
ausa. Í þeim svifum kom enskt botn-
vörpuskip, Fraser frá Hull, norðan fyrir
nesið frá Breiðafirði, og stefndi beint á
„Geraldine“, hafði séð neyðarvita, er
kyntur hafði verið í siglutoppnum frá því
stýrið losnaði. Var þá bjargað skipstjór-
anum á „Geraldine“ (Jóni Árnasyni frá
Heimaskaga á Akranesi) 3 hásetum og 3
farþegum, öllum slyppum og allslausum
að öðru en því er þeir stóðu í. Að 10
mínútum liðnum sökk „Geraldine“, en
botnvörpuskipið hélt til Reykjavíkur með
skipbrotsmennina...“
Skömmu áður en Geraldine mætti
örlögum sínum við Snæfellsnes kom til
landsins nýr flóabátur, mun stærri og
betur búinn. Hann hét Ingólfur (vafa-
lítið eftir Ingólfi Arnarsyni) og var
smíðaður í Björgvin í Noregi fyrir ný-
stofnað „Gufuskipafélag Faxaflóa“ í
Reykjavík. Ingólfur var fyrsta vélknúna
farþega- og flutningaskipið sem smíðað
var af nýju fyrir Íslendinga. Hann var
126 brúttótonn að stærð og gat flutt
SAGA FLUGSINS
holabok.is / holar@holabok.is
Saga flugsins frá upp-
hafi flugtilrauna til
okkar dags - með ágripi
af flugsögu Íslands.
Snilldarverk af hálfu
Örnólfs Thorlaciusar,
þess mikla fræðimanns
á mörgum sviðum.
42 – Sjómannablaðið Víkingur
Reykjavíkurhöfn.