Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 44
eitt hundrað farþega auk varnings. Skipstjóri á skipinu var Sig- urjón P. Jónsson og áhöfnin var alíslensk. Ingólfur hóf áætlunarsiglingar um Faxaflóa strax eftir kom- una til landsins og hélt þeim áfram næsta áratuginn. Hann sigldi reglulega á milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness og fór stöku ferðir vestur á Búðir og suður á Suðurnes. Hann reyndist happafley en var seldur úr landi til Noregs árið 1919. Þegar Ingólfur hætti póstferðum um Faxaflóa tók við þeim gufuskip sem Skjöldur hét og var í eigu Eimskipafélags Suður- lands. Skipinu, sem komið var til ára sinna (smíðað í Kaup- mannahöfn árið 1869), var lagt árið 1922 og rifið skömmu síðar. Þegar Skildi var lagt hóf annað skip í eigu sömu aðila póst- siglingarnar á milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness. Það hét Suðurland, 217 brúttótonn að stærð, smíðað í Helsingør í Danmörku árið 1891 og var upphaflega í förum á milli Kaup- mannahafnar og Borgundarhólms. Auk ferðanna á milli áður- nefndra áfangastaða fór Suðurland stöku ferðir vestur á Breiða- fjörð. Hf. Skallagrímur í Borgarnesi keypti skipið árið 1932 en seldi Hf. Djúpuvík í Reykjavík það þremur árum seinna. Þá var því siglt norður í Reykjafjörð á Ströndum þar sem það var sett upp í fjöru og haft til íbúðar fyrir starfsfólk síldarverksmiðjunn- ar í Djúpavík. Má enn sjá leifar þess í fjöruborðinu. Suðurlandið var orðið gamalt og lúið þegar það hóf póst- siglingarnar og mun aldrei hafa hentað sérlega vel til þeirra. Af þeim sökum réðust forsvarsmenn Hf. Skallagríms í Borgarnesi í að láta smíða nýtt 280 brúttótonna farþega- og flutningaskip í Danmörku árið 1935. Það hlaut nafnið Laxfoss og var í póst- ferðum á milli Reykjavíkur og Borgarness, auk þess sem það fór eina ferð á mánuði vestur á Breiðafjörð á veturna. Á árunum 1941 og 1942 fór skipið einnig vikulega til Vestmannaeyja á vetrum. Árið 1944 strandaði Laxfoss við Örfirisey en náðist aftur á flot og var þá lengdur um liðlega tvo metra. Hann hóf síðan aftur hefðbundnar póstferðir og hélt þeim áfram til 18. janúar árið 1952. Þá strandaði skipið við Kjalarnes og eyðilagð- ist en mannbjörg varð eins og þegar það strandaði við Örfirisey. Þegar Laxfoss strandaði við Örfirisey var vélskipið Víðir frá Akranesi fengið til póstferðanna á Faxaflóa og sinnti þeim til 1947. IV. Auk póstbátanna sem gerðir voru út frá Reykjavík og fóru stöku ferðir vestur á Breiðafjörð héldu flóabátar frá Stykkis- hólmi uppi reglubundnum siglingum um fjörðinn lengst af því tímabili sem hér er um fjallað. Þetta voru mun minni skip en póstbátarnir á Faxaflóa og þjónuðu eyjabyggðinni, sem enn stóð í blóma fram yfir 1940, ekki síður en þéttbýlisstöðum við Breiðafjörð. Hið fyrsta þessara skipa hét Svanur. Hann var 68 brúttótonn að stærð og var smíðaður fyrir í Svendborg í Danmörku Breiða- fjarðarbátinn hf. í Stykkishólmi árið 1916. Svanur mun frem- ur lítið hafa sinnt þjónustu við eyjabyggðina, nema á stærstu eyjunum, en hann var í póstferðum á milli Stykkishólms og Reykjavíkur á árunum 1916-1924 og hafði þá jafnan viðkomu á öllum höfnum við Breiðafjörð og við norðanverðan Faxaflóa. Svanur var seldur til Reykjavíkur árið 1924 og hætti þá póst- ferðum. Þegar Svanur hvarf af vettvangi munu reglubundnar sigl- ingar flóabáta um Breiðafjörð hafa lagst niður um hríð. Síðan hóf Guðmundur Jónsson skipstjóri í Stykkishólmi þær að nýju og hélt þeim áfram, meðal annars í samvinnu við Kaupfélag Stykkishólms, til loka tímabilsins sem hér er um fjallað. Bátarn- ir sem hann gerði út fyrir 1950 hétu báðir Baldur (Baldur III. og Baldur IV.) og var hinn fyrri ellefu brúttótonn að stærð en hinn síðari þrjátíu og átta. 44 – Sjómannablaðið Víkingur Íslenskur sjómaður - en hvar er myndin tekin? Mynd: Landmælingar Íslands

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.