Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 46
Æfingasvæði skilgreint Norska siglingamálastofnunin og Kyst- verket hafa undirritað samkomulag um að opna æfingasvæði fyrir mannlaus skip í Þrándheimsfirði. Fram kom í yfirlýs- ingu siglingamálastjóra, Olav Akselsen, að ekki væri vitað hversu mikla út- breiðslu sjálfvirkni muni fá í siglingum framtíðarinnar en þeir litu svo á að mik- ilvægt væri að taka þátt í þróuninni. Þrándheimsfjörður verður heimsins fyrsta prófunarsvæði sjálfvirkra skipa. Áður höfðu einungis verið til svæði til æfinga á sjálfvirkum bifreiðum. Olav sagði að mikið væri að gerast í þróun skipa sem spennandi væri að fylgjast með hvort heldur væri á sviði sjálfvirkni eða að gera skipin umhverfisvænni. Með því að kalla eftir samstarfi við atvinnulíf- ið gætu þeir verið í forsvari við hönnun á nýju regluverki sem tæki tillit til nýrra tæknilausna. Smyglarar á ferð Ítalska lögreglan upplýsti nýlega að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir umfangs- mikið smygl þar sem gámaskipið Rio De Janeiro og níu skipverjar þess komu við sögu. Stórum farmi af kókaíni átti að lauma úr skipinu einhversstaðar á leið skipsins frá Spáni til Gioia Tauro á Ítalíu. Ítalska lögreglan og strandgæslan byrj- uðu eftirlit með ferðum skipsins þann 18 október sl. en fundu að lokum allan farminn í sjó um 17 sjómílur undan Gioia Tauro. Voru eiturlyfin pökkuð í 17 poka sem höfðu verið bundnir við bauj- ur sem varpað hafði verið fyrir borð. Glæpagengi veiddu síðan farminn upp sem reyndist í eigu hinnar illræmdu mafíu Ndrangheta. Samtals fundust 385 kíló í pokunum. Þegar skipið kom til hafnar í Gioia Tauro var leitað á öllum skipverjunum 24 ásamt klefum þeirra. Í kjölfarið voru 9 skipverjar, ættaðir frá Kiribati, handteknir og í kjölfarið fundist sönnunargögn sem sönnuðu sekt þeirra í þessu máli. Yngst allra Staða í rekstri gámaskipa er ekki sú glæsilegasta um þessar mundir. Stöðugt fleiri skip fara í brotajárn og enn er verið að smíða risagámaskip. Nýtt met var þó nýlega slegið þegar Diana Containerships Inc staðfestu að þeir hefðu selt skip sitt Angeles til niðurrifs. Það þætti líklegast ekki fréttnæmt nema fyrir það eitt að þetta er yngsta gámaskip sem nokkru sinni hefur verið selt til niðurrifs aðeins tíu ára gamalt. Brotajárnsverð skipsins hljóðaði upp á tæpar 6,7 milljónir dollara eða um 750 milljónir króna. Þetta 5.500 TEU‘s gámaskip hafði verið afhent í desember 2006 en það var eitt 13 skipa útgerðarinnar. Ákvörðun um að selja svo ungt gámaskip til niðurrifs sýn- ir svo um munar að stöðugt yngri gáma- skip hafa verið seld til niðurrifs í þeim tilgangi að draga úr offramboði á þessari skipagerð í þeim tilgangi að fá verðin upp á nýjan leik. Nýjar hugmyndir Á sama tíma og sífellt yngri gámaskip lenda í pottinum eru enn uppi áform um að smíða stærri gámaskip en nokkru sinni fyrr. Maritime Executive í Fort Lauderdale hefur bent á að smíði gáma- skipa sem taka allt að 26.000 TEU‘s sé möguleg enda myndu slík skip henta til siglinga milli heimsálfa. Það flutnings- magn sem er að fara milli heimsálfa er í því magni að það hagræði væri af að hafa risaskip milli lykilhafna og síðan sjái minni skip um að fara með farma á aðrar hafnir. Það muni aðeins verða fáar hafnir sem munu hafa getu og aðstöðu til að taka á móti slíkum risum sem og að nýi Panamaskurður geti ekki tekið svo stór skip í gegn. Það verður fróðlegt að sjá hvaða útgerð verði fyrst til að ná sér í samning um smíði á slíku risaskipi. Stórslys Í byrjun nóvember varð sprenging um borð í FPSO birgðatankskipinu Aces, sem er tæplega 90 þúsund tonn að stærð, þar sem verið var að rífa skipið í niðurrifsstöð á Gadani ströndinni í Pakistan. Þetta er alvarlegasta slys sem orðið hefur í heiminum við niðurrif á skipi en tæplega 30 fórust í sprenging- -unni en allt að 50 manns slösuðust. Þá er yfir 50 manns saknað. Í kjölfarið bönnuðu yfirvöld alla starfsemi hjá nið- -urrifsstöðinni. Slys í niðurrifsstöðum í Pakistan hafa verið tíð og þar lætur fjöldi manna lífið árlega eða slasast alvarlega. Þessi staðreynd hefur valdið stjórnvöld- um miklum áhyggjum og má telja víst að í kjölfar þessa atviks muni reglur við skipaniðurrif verða hertar verulega. Talið er að ástæðuna megi rekja til að í skip- inu hafi verið leyfar af farmi eða gasi. Ríkisstyrkir Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa áætlanir um að eyða sem nemur þúsund milljörð- um króna (11 trilljón KRW) til fjármögn- unar á smíði 250 skipa fram til ársins 2020 til að halda skipasmíðastöðvum þar í landi gangandi en nýsmíðasamningar drógust saman um 87% fyrstu níu mán- uði þessa árs. Þá ætla stjórnvöld að styrkja þarlendar útgerðir um 700 millj- arða til að gera þeim kleift að kaupa þessi skip. Helmingur þessara skipa verða minni skip og fiskiskip en hinn helmingurinn verða skip smíðuð fyrir ríkið s.s. varð- og herskip. Mörgum þyk- ir björgunaráætlun stjórnvalda gangi allt Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri 46 – Sjómannablaðið Víkingur Yngsta gámaskip sem rifið hefur verið til þessa.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.