Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Blaðsíða 47
of skammt enda hafi verið horft til minni skipasmíðastöðva og leysi á engan hátt vanda stóru skipasmíðastöðvanna. Engin smíði á gámaskipum eða tankskipum eru í þessum áformum og muni þar af leið- andi ekki koma þeim stóru til hjálpar. Hyunday Heavy Industry Co. sem er stærsta skipasmíðasamstæða heims til- kynnti að þeir muni draga úr öllum öðr- um rekstri en sem snýr að skipasmíði. Þá hefur önnur stærsta stöðin, Daewoo Shipbuilding & Marine Engineering Co., tilkynnt að þeir muni fækka störfum um 5.500 fram til ársins 2018. Skipasmíða- iðnaðurinn þar í landi veitir 7,1% lands- manna störf en þrjár stærstu skipasmíða- stöðvarnar þurfa að segja upp 32% af sínum starfsmönnum fyrir 2018 og draga úr rekstri sem nemur 23% að því er fram kemur í tilkynningu stjórnvalda. Aldrei fyrr annað eins magn Breski sjóherinn stöðvaði í apríl 2015 för dráttarbáts, skráðum í Tansaníu, sem var á siglingu um 100 sjómílur undan strönd Bretlands í Norðursjó. Ferð dráttarbáts- ins Hamal þótti grunsamleg en leiðar- og véladagbækurnar sögðu að skipið hefði siglt frá Tyrklandi og dvalið í Vestur-Afr- íku um tíma. Gerð var leit um borð og fannst leynirými þar sem komið hafði verið fyrir 128 böllum af kókaíni en hver þeirra var 25 kíló. Hér voru því samtals 3,2 tonn að götuverðmæti 71,8 milljarð- ar íslenskra króna. Er þetta stærsti eitur- lyfjafundur allra tíma í Bretlandi. Við skoðun á siglingatækjum skipsins kom í ljós að slökkt hafði verið á AIS kerfinu um borð en án vitneskju áhafnar þá hafði GPS í fartölvu um borð skráð ferðir skipsins. Þar kom í ljós að skipið hafði siglt frá Tenerife 8. mars 2015 og yfir Atlantshafið en þeir komu til hafnar í Georgetown í Gíneu 13 dögum síðar. Fimm dögum síðar lagði skipið úr höfn en tveimur dögum eftir brottför var ferð- in stöðvuð í 12 til 15 tíma. Skipstjórinn og stýrimaðurinn voru fundnir sekir, fjórir skipverjar voru taldir saklausir en 3 aðrir voru sýknaðir. Stuðningur við skipstjóra Fulltrúar frá Evrópusamtökum útgerðar- manna (ECSA) og Evrópsku flutninga- verkasamtökunum (ETF) heimsóttu skipstjórann Aspotolos Mangouras á heimili hans í Aþenu þann 24. apríl sl. í tilefni af Alþjóðadegi sjómanna. Man- gouras var skipstjóri á olíuflutningaskip- inu Prestige sem fórst undan strönd Spánar fyrir 14 árum síðan. Nýlega felldi Hæstiréttur Spánar tveggja ára fangelsis- dóm yfir Mangouras fyrir að hafa með kæruleysi valdið hörmulegum umhverf- isskaða eftir að skip hans brotnaði í óveðri. Snéri Hæstiréttur sýknudómi hér- aðsdóms La Coruna öllum að óvörum. Formaður ECSA, Tim Springett, sagði að Mangouras skipstjóri væri nú gert að greiða óásættanlegt verð fyrir fag- mennsku sína, hugrekki og einurð sem skipstjóri skips síns. Þessi dómur væri nokkuð sem skipstjórinn ætti aldrei að þurfa að sitja. Hann hafi hlotið órétt- mæta meðferð allar götur frá því að skip hans lenti í vandræðum í slæmu veðri (sem oft hefur verið fjallað um á þessum síðum síðustu fjórtán árin) sem endaði með að það sökk. Lýstu bæði samtökin því yfir að leið- beiningum Alþjóðavinnumálastofnunar- innar (ILO) og Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar (IMO) um sanngjarna meðferð á sjómönnum í kjölfar sjóslysa bæri að fara eftir í máli Mangouras. Alheimsdagur siglinga Búið er að tilkynna um þema fyrir Al- heimsdag siglinga ársins 2017. Að þessu sinni verður athyglinni beint að því að tengja skip, hafnir og fólk. Aðalritari Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar, Kitack Lim, tilkynnti þetta nýlega á þingi IMO. Benti hann á mikilvægi þess að bæta samskipti skipa og hafna til að auka gæði, bæta öryggismál og verndarmál auk þess að ná fram aukinni hagræð- ingu. Ákærður um manndráp Brasilísk yfirvöld hafa ákært rússneskan yfirvélstjóra fyrir manndráp eftir að tveir fillippínskir skipverjar létust í lokuðu rými um borð í þýska gámaskipinu Adri- an en skipið var statt í höfn í Fazendinha í Brasilíu. Samkvæmt heimildum þá heldur saksóknari því fram að yfirvél- stjórinn, Anton Shcherbak, hafa sýnt vanrækslu í starfi þegar hann leyfði skip- verjunum tveimur að fara inn í dælurými án þess að hafa látið mæla loftgæðin áður eða loftræsta það. Köfnuðu skip- verjarnir í rýminu. Dæmdir fyrir mengun Tveir fillippínskir vélstjórar á stórflutn- ingaskipinu Ocean Hope eiga yfir höfði sér dóm allt að 20 ára fangelsi í Banda- ríkjunum eftir að þeir urðu uppvísir að fjölda glæpa við að losa olíusora í sjó. Yfirvélstjórinn, Rustico Ignacio, og annar vélstjóri, Cassius Samson, voru sakfelldir fyrir að brjóta gegn lögum um mengun frá skipum sem og að hindra réttvísi með fölskum skráningum og röngum fram- burði. Þá var eigandi útgerðar skipsins, Oceanic Illsabe Ltd., ásamt útgerðar- stjóra einnig sakfelldir fyrir sömu ástæð- ur. Búist er við að þeir fái háar fjársektir. Meðan á rannsókn málsins stóð kom í ljós að vélstjórarnir losuðu olíusora í sjó- inn svo þeir gætu notað olíusoratankinn fyrir díselolíu sem þeir seldu síðan á svörtum markaði. Nýtt herskip Nýlega hófust prufusiglingar nýs her- skips bandaríska sjóhersins. Skipið telst nú vart vera mikið augnayndi en sannar- lega sérstakt í útliti. Herskipið sást ný- lega undan Fort Lauderdale en það hefur fengið nafnið USS ZUMWALT. Skipið flokkast sem tundurspillir en það þykir jafnfram vera eitt fullkomnasta og tækni- legasta bardagaskip sem notað verður í framlínu sjóhernaðar. Skipherra skipsins heitir James A. Kirk og þykir það nokk- uð skemmtileg tilviljun enda er James T. Kirk vel þekktur meðal aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna sem skipherra USS ENTERPRISE. Bent hefur verið á að engin skyldleiki er á milli þessa tveggja skipherra enda annar þeirra hugarsmíð. Báðir eru þó að stjórna tæknivæddustu farartækjum framtíðarinnar. Held þó að Sjómannablaðið Víkingur – 47 FPSO Aces eftir sprenginguna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.