Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Síða 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
James A. hafi öflugri farartæki undir
sinni stjórn enda er hans skip hannað af
hernaðarsérfræðingum meðan James T.
er stjórnandi farartækis hannað af ein-
staklingum með öflugt ímyndunarafl.
Skip James A. er engin smásmíði en það
er 185 metra langt og 25 metra breitt.
Ekki tókst þó að komast að djúpristunni
en þrjú þilför eru að öllu leyti undir
sjólínu. Þá er uppgefinn ganghraði 30
hnútar en eflaust luma þeir á auknu vél-
arafli sem ekki er gefið upp. Skipið er
nefnt í höfuð Elmo „Bud“ Zumwalt, Jr.
aðmíráli en hann tók þátt í þremur styrj-
öldum, seinni heimstyrjöldinni, Kóreu-
og Víetnam stríðum.
Elsti bjór í heimi?
Vísindamenn í Tasmaníu halda því fram
að þeir hafi bruggað elsta bjór í heimi
eftir að þeir fundu ger í flaki skips frá
18 öld. Vísindamennirnir fundu þessa
flösku með lifandi gerli í flaki seglskips-
ins Sydney Cove en hún sökk 1797 und-
an Preservationeyju í Tasmaníu. Gerið
notuðu þeir til bruggunar á bjór og not-
uðu þeir uppskriftir og aðferðir frá þess-
um tíma. Hafa þeir gefið bjórnum nafnið
Preservation Ale. Bjórinn mun vera ljós
og með fersku bragði sem ekki hefur
verið sopið á í 220 ár. Þá var einnig
bakað súrdeigsbrauð þar sem sama ger
var notað. Verið er að skoða hvort unnt
sé að brugga meiri bjór úr gerinu svo
unnt sé að gefa heimsbyggðinni mögu-
leika á að smakka þennan einstaka
bjór.
Utan úr heimi
USS ZUMWALT við bryggju.
GAMLA MYNDIN
Fatan enn
í góðu gildi!
Hafliði Óskarsson sendi Víkingnum
þessa mynd og skrifar með henni eftir-
farandi texta: Árið er 1946 og skammt
liðið frá styrjaldarlokum. Íslenski
togaraflotinn sem beitt hafði verið
linnulítið á árunum á undan, styrjald-
arárin 1939-45, er tekinn að eldast.
Kominn er tími á endurnýjun skipanna
sem smíðuð höfðu verið á árunum
1920-30. Allt skip með mikla og langa
sögu þar sem sum hver höfðu meira að
segja staðið af sér Halaveðrið mikla á
sínum tíma í febrúar árið 1925.
En það eru nýir tímar framundan.
Íslensk stjórnvöld höfðu þegar hér er
komið áður gengið til samninga við
bresk stjórnvöld um smíði 32ja togara,
sem ýmist skyldu eim eða díselknúnir.
Allur aðbúnaður hinna nýju skipa yrði
allur betri en í gömlu skipunum, þar
með talið öll hreinlætisaðstaða.
Fatan góða á Karlsefni RE 24 árið 1946. Skipverjar á Reykjavíkurtogaranum Karlsefni RE 24, undir stjórn
Halldórs Ingimarssonar skipstjóra, sigldu án afláts til Englands á árinu 1946. Alls 11 söluferðir. Áhöfnin um
borð, eins og aðrar togaraáhafnir þess tíma, héldu eingöngu til í afturskipi þegar siglt var landa á milli því
enn stafaði ógn af tundurduflum sem víða voru á reki í úthöfunum og með ströndum fram þetta skömmu eftir
stríðslokin.
Karlarnir á „gamla“ Karlsefni höfðu í nægu að snúast á siglingunni og mikið var unnið að viðhaldi veiðar-
færa. Vírasplæsingar ýmis konar voru þar snar þáttur í vinnu dagvaktarmanna. Að lokinni dekkvakt, þegar
hægt var að snúa sér að einkamálum hvers og eins, var fátt um fínheit er laut að aðstöðu hvers konar um
borð í gamla skipinu. Fatan góða hélt því mikilvægi sínu uns nýr togari, Karlsefni RE 24 – og um leið nítj-
ándi nýsköpunartogarinn – leysti forvera sinn af hólmi í byrjun árs 1948. Skipstjóri var líkt og á gamla
Karlsefni, Halldór Ingimarsson. Mynd: Jens Hinriksson