Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Blaðsíða 49
Sjómannablaðið Víkingur – 49 Nú þegar jólin nálgast er ekki úr vegi að leiða hugann ögn að inntaki trúarinnar, gildi dyggðanna og mikilvægi samhygðar með náunganum. ∞ Erfiðustu stundir guðleysingjans eru þær þegar hann er barma- fullur af þakklæti fyrir eitthvað en veit ekki hverjum hann á að þakka. ∞ Á kirkjuhurð var eftirfarandi áletrun: „Þetta er leiðin til friðar. Þetta er hlið himnaríkis.“ Fyrir neðan var festur lítill miði sem á stóð: „Lokað yfir sumarmánuðina.“ M. G. Frost ∞ Guð er fyrsti auglýsandinn. Hann hengdi upp stjörnurnar til að láta himnana boða dýrð guðs. ∞ Við verðum jafnvel að hafa meiri gát á okkur er við þykjumst breyta rétt en þegar við erum að forðast lestina. Því í sinni sönnu mynd er lösturinn svo ljótur að hann myndi naumast freista okkar ef hann tæki ekki oft í fyrstu á sig ásýnd dyggðar- innar. Chesterfield lávarður ∞ Ekki er nein sú skylda til að vér verðum ekki sælli fyrir að rækja hana, og engin sú freistni, að hún leyfi ekki einhverja undankomu. Seneca ∞ Dauðinn er léttari en fjöður, en skyldan er þyngri en nokkurt fjall. ∞ Það væri æskilegt að við öguðum ekki síður anda vorn en lík- ama og að við legðum jafnmikla áherslu á dyggðina eins og við leggjum á nautnina. Seneca ∞ Sá er ei vill sönsum taka síðar mun sér iðrun baka. ∞ Þegar þú átt í baráttu við samvisku þína og tapar - vinnur þú. ∞ Hugulsöm, gömul kona hafði farið með hóp barna í sirkus. Börnin voru af hæli - sum blind, önnur heyrnarlaus eða mál- laus. Á leiðinni heim sagði drengurinn sem var blindur: „Mikið eiga heyrnarlausu börnin bágt. Þau gátu ekki heyrt þegar hljómsveitin spilaði, ljónin öskruðu og fólkið klappaði. Og þau gátu ekki einu sinni heyrt þegar fílarnir þrömmuðu framhjá.“ ∞ Sérhver maður skuldar náunga sínum - ekki síst ef honum líður illa - dálítið af tíma sínum, tákn um velvilja sinn, þátttöku í hugsunum sínum, vingjarnlegt handtak, bros, hlýtt orð, eitt- hvað af efnum sínum. ∞ Samúð - þú kvöl hjarta míns. Jess Lair Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð undir matvæli. Trú, dyggð og samhygð Menn hafa þóst taka eftir því að lauf asparinnar titra alltaf, jafnvel þótt ekkert annað bærist. Ein af elstu munnmælasögum í kristnum sið segir krossinn, sem Kristur var krossfestur á, höggvinn úr ösp. Vegna þessarar þátttöku sinnar í krossfestingunni skelfur lauf asparinnar æ síðan.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.