Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2016, Side 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur Hér á eftir verður gripið niður í þrjár gamansagnabækur sem nýlega komu út. Það er Bókaútgáfan Hólar sem gefur út allar þessar þrjár gamansagnabækur. Hefjum leikinn á broti úr Sigurðar sögum dýra- læknis þar sem hann segir frá séra Baldri Vilhelmssyni í Vatnsfirði: Vaktmaður í skólanum á Reykjanesi Séra Baldur stundaði kennslu í Reykjanesskóla og skiptust kennarar á vakt á heimavistinni um kvöld og nætur. Baldur tók starfið alvarlega og á fyrsta kvöldi greip hann tvo stráka, sem höfðu læðst í matarbúrið og nælt sér þar í nokkrar dósir með niðursoðnum ávöxtum. Prestur var sjálfur sólginn í þess konar rétti. Hann tók í hnakkadrambið á strákunum og sagði: „Þetta er ekki Guði þóknanlegt, en þið sleppið, ef ég fæ helm- inginn.“ Strákarnir skömmuðust sín svo mjög, að þeir vöndust af öllu hnupli. Nakta griðkonan Við þessa velgengni í eftirlitinu færðist séra Baldur í aukana og gekk hljóðlega eftir göngum skólans. Hann heyrði þrusk í einu herberginu og lagði eyra að dyrastaf. Hann sannfærðist um að innan við dyrnar færi eitthvað það fram, sem ókristilegt væri. Hann svipti upp dyrunum. Þar stendur þá kviknakin griðkona, sem var í miðjum klæðaskiptum. Henni bregður afskaplega við og hrópar upp yfir sig. „Jesús minn almáttugur.“ Baldur svarar þá: „Nei, ekki er ég hann, en við vinnum hjá sama fyrirtæki.“ Bænin Biskupinn yfir Íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, var að vísitera fyrir austan Sand fyrir löngu. Það var áður en Sveinn Runólfsson í Gunnarsholti ræktaði upp Mýrdalssand og mel- ur og lúpína og birkihríslur náðu að draga úr sandfoki. Ófært varð yfir sandinn, ef hann blés hressilega af norðri. Þeir, sem lögðu á sandinn í slíku veðri, áttu von á því að bíll þeirra kæmi sandblásinn úr ferðinni. Meðan biskupinn var fyrir austan skall á norðanveður. Sandurinn varð ófær. Lítið var um opinbera gististaði fyrir austan Sand og því ekki um annað að ræða en að leita gistingar á sveitabæ. Biskup baðst gistingar hjá fermingarbróður sínum, sem átti heima í Meðallandi og var fátækur þrifamaður. Innréttingar í kotinu hans voru glæsilegar, gerðar úr góðviði ásamt skrauti úr strandskipi. Húsþrengsli voru þó svo mikil, að hjónin urðu að ganga úr rúmi fyrir biskupi, en tólf ára dóttursonur þeirra varð að sofa í hjónarúminu hjá biskupnum. Herra Sigurbjörn var þreyttur og leiður yfir því að komast ekki suð- ur, þar sem hann átti brýnum erindum að gegna, fór snemma í háttinn og dró sængina upp fyrir höfuð. Þegar hann er að sofna, heyrir hann þrusk, lyftir upp sængurhorni og sér að drengurinn krýpur við rúm- stokkinn sín megin. Biskupi bregður við. Hann hafði gleymt að fara með kvöldbænir sínar. Hann snarast fram úr rúminu, krýpur við rúm- stokkinn og fer að biðjast fyrir. Drengurinn lítur til hans og segir: „Hvað ert þú að gera?“ „Það sama og þú, drengur minn,“ segir biskup. En drengurinn segir: „Þá verður amma reið, því að ég er með koppinn.“ Hér er skotið inn nokkrum sögum úr Skagfirskum skemmtisögum 5 sem eru í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar: Bjarni Haraldsson kaupmaður – Bjarni Har – hefur nokkra síðustu ára- tugi aldrei látið sig vanta á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og á því varð engin undantekning haustið 2015. Meðal annarra flokksfélaga á fundin- um var góðvinur Bjarna, Ásmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar á Króknum. Með honum ætlaði Bjarni akandi norð- ur að fundi loknum. Það er háttur Bjarna að nýta suðurferðir sínar ævinlega til innkaupa fyrir verslunina og þannig var það auðvitað í þetta sinn. Hann kom að máli við Ása og talaðist þeim svo til að sá síðarnefndi myndi aka með Bjarna í heildsölurnar til þess að sækja vörur fyrir búðina og flytja síð- an varninginn í bíl sínum norður. Þegar síðasta heildsalan hafði verið heimsótt og bíllinn orðinn hlað- inn af vörum, ekki síst kexi af ýmsu tagi, sagði Ási glettnislega; „Heyrðu Bjarni. Þú veist að ég kaupi svo mikið af kexi hjá þér til þess að eiga fyrir starfsmennina á Steypustöðinni. Er nú ekki einfaldast að ég kaupi af þér slatta af kexinu svo þú þurfir ekki að vera afgreiða mig um það yfir búðarborðið?“ Þetta taldi kaupmaðurinn sjálfsagt mál. Ási sagði þá kankvíslega við sinn góða vin: „En þá er nú sanngjarnt að ég fái kexið með afslætti úr því að þú þarft ekki að fara með það inn í búðina og afgreiða mig þaðan.“ „Alveg sjálfsagt mál,“ sagði þá Bjarni, af flutningskostnaðinum!“ * Óskar Pétursson frá Álftagerði er ekki bara góður söngvari heldur einnig maður spaugsamur, eins og öllum er kunnugt. Einu sinni var hann spurður um söng sinn. Sagðist hann syngja mest við jarðarfarir, enda væri hann kallaður „hell singer“. Aðspurður hvort mikið væri að gera í söngnum svaraði Óskar: „Ja, það er reytingur og verður áfram. Ég var uppi á elliheimili um daginn að kanna lagerstöðuna!“ Svo að lokum eru hér lítilræði úr Héraðsmannasögum sem þeir Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, og Ragnar Ingi Aðalsteinsson tóku saman: Það óhapp varð hjá Flugfélagi Austurlands á sínum tíma að flugmaður hjá félaginu var að koma í lágflugi frá Vopnafirði á lítilli flugvél og rak vænginn ofan í Jökulsá í Dal. Sem betur fer endaði þetta vel. Flugmað- urinn, sem var einn í vélinni, slapp lítt meiddur og vélin náðist á þurrt land. Nokkru eftir þennan atburð var Friðrik Sigurjónsson, Frissi í Skóg- hlíð, staddur á flugvellinum á Egilsstöðum. Kemur þá viðskiptamaður þar í afgreiðsluna og spyr hvernig útlitið sé með flug til Vopnafjarðar, hvort það sé fært þangað. Frissi tók að sér að afgreiða málið og sagði áður en flugfélagsmenn komust að: „Það lítur ágætlega út, það er lítið í Jökulsá í dag.“ * Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði í Tunguhreppi var í mörg ár bókavörður á Alþingi. Hann þótti passasamur á peninga og ekki græddu tískubúðirnar mikið á honum. Eitt sinn fór Eiríkur með vini sínum, Sverri Hermannssyni, lengi þingmanni Austurlands og ráðherra um tíma, út á Reykjavíkurflugvöll að ná í móður bókavarðarins. Þannig háttaði til að móðir hans var að koma í fyrsta skipti á ævinni til Reykja- víkur, því hún þurfti að fara í uppskurð á Landspítalanum við alvarleg- um sjúkdómi. Eiríkur átti ekki bíl og sá Sverrir um aksturinn. Ók hann meðal annars fram hjá verslun Hagkaups og hefur þá á orði við móður vinar síns að þarna fáist allt milli himins og jarðar; matvörur, bækur og kjól- ar svo eitthvað sé nefnt. „Kjólar!“ segir gamla konan. „Ég hef ekki eignast nýjan kjól í marga áratugi.“ „Hvaða, hvaða,“ segir Sverrir, „við tökum kóssinn á búðina og kaup- um kjól eins og skot.“ Þá baðaði Eiríkur út höndunum í aftursætinu og stundi svo upp: „Mamma, mamma, eigum við ekki að láta það bíða og sjá til hvernig uppskurðurinn gengur.“

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.