Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 4
Gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Haraldur Freyr Gíslasson, for- maður Félags leikskólakennara Kópavogsbæ gengur erfiðlega að finna stað fyrir nýtt hundasvæði. Formaður Félgags leikskólakennara segir stöðu í dagvist- unarmálum ekki koma leikskólakennurum á óvart. JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID FÆRÐIN ER ALLTAF GÓÐ EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi slóðum. Leiðin verður rafmögnuð. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA Formaður félags leikskóla­ kennara segir leikskólana ekki í stakk búna til að taka við sífellt við yngri börnum, en það eigi sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins. Skynsam­ legra og betra sé fyrir börn að lengja fæðingarorlofið til 18 mánaða aldurs. erlamaria@frettabladid.is LEIKSKÓLAR „Það þarf að hugleiða þann þátt að leikskólarnir skuli taka við sífellt yngri börnum. Það á sinn þátt í ofvexti leikskólastigsins og gögn sýna berlega að leikskólarnir eru alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót,“ segir Haraldur Freyr Gísla­ son, formaður Félags leikskólakenn­ ara, um stöðu dagvistunarmála í Reykjavík. Sú framtíðarstefna sem sveitarfélög og ríki hafi í leikskóla­ málum gangi einfaldlega ekki upp. Haraldur telur skynsamlegra og betra fyrir börn að lengja fæðingar­ orlofið til 18 mánaða aldurs, en með því væri hægt að lengja dvalartím­ ann í áföngum eftir því sem börnin eldast, eða fram að tveggja ára aldri. „Þá gæti fæðingarorlofskerfið og leikskólakerfið talað saman. Á þessu sex mánaða tímabili kæmu börn inn hægt og rólega þar til leik­ skólinn tæki alveg við af fæðingar­ orlofskerfinu,“ segir Haraldur. Spurður segir Haraldur núverandi stöðu í dagvistunarmálum almennt ekki koma leikskólakennurum á óvart. Lengi hafi legið fyrir að kerfið þoli ekki þennan hraða vöxt. „Það er eitt að hafa framtíðar­ sýn og stefnu til framtíðar í mála­ flokknum en það er annað að tíma­ setja rétt í hvaða skrefum hægt er að ná markmiðunum,“ segir Haraldur. Síðastliðið vor hafi leikskólamál Segir bæði skyn sam legra og betra að lengja fæðingar or lof til átján mánaða Haraldur Freyr Gíslason segir inntöku yngri barna á leikskóla þátt í ofvexti leik- skólastigsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM kristinnhaukur@frettabladid.is KÓPAVOGUR Erfiðlega hefur gengið að finna nýjan stað fyrir hunda­ svæði í Kópavogi. Einnig má ætla að það verði dýrt fyrir bæjarsjóð vegna andstöðu hestamanna og fleiri. Núverandi hundasvæði við Vatnsendahæð mun þurfa að víkja þegar farið verður í gatnagerð og byggingaframkvæmdir í Vatns­ endahvarfi. En það er eina hunda­ svæðið í sveitarfélaginu. Í nokkur ár hefur bæjarstjórn reynt að finna annan stað en gengið brösuglega. Árið 2018 var kannaður möguleikinn á hundasvæði á Vatns­ endaheiði, í nágrenni Guðmundar­ lundar. Nágrannarnir, hestamanna­ félagið Sprettur og Skógræktarfélag Kópavogs, lögðust hins vegar gegn því. Sprettur mjög harðlega. „Á þessu svæði eru margar reið­ leiðir og fer lausaganga hunda ekki saman við ríðandi umferð og skapar þetta mikla slysahættu,“ sagði í umsögn Spretts. Hætti umhverfis­ svið Kópavogsbæjar þá við þann valkost. Ári seinna var horft til austur­ hluta Fossvogsdals, við göngustíga neðan Álfatúns, og gerð deiliskipu­ lagstillaga þess efnis. En þá risu íbú­ arnir upp á afturfæturna og mót­ mæltu fyrirætlununum harðlega, meðal annars vegna hávaðameng­ unar frá geltandi hundunum. Var þá hætt við þann valkost líka. Enn stendur yfir leit að nýju hundasvæði fyrir Kópavog en Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar hjá umhverfissviði, bendir á það í nýrri umsögn að Kópavogur sé orðinn þéttbyggður bær. Ætla megi því að fyrirætlanir um hundasvæði á öðrum stöðum myndu hljóta sömu örlög. Senni­ lega sé besti kosturinn að horfa aftur til Vatnsendahvarfs en girða þá svæðið rækilega af og útbúa sér­ stakar gönguleiðir. Það yrði þó tals­ vert dýr framkvæmd. n Hestafólk vildi ekki hundafólk sem granna í Kópavogi erlamaria@frettabladid.is DÓMSMÁL Ákæra hefur verið gefin út á hendur karlmanni á þrítugs­ aldri í Barðavogsmálinu svokallaða, en hann er grunaður um manndráp. Þetta staðfesti Kolbrún Benedikts­ dóttir varahéraðssaksóknari í sam­ tali við Fréttablaðið. Að öðru leyti vildi hún ekki gefa nánari upplýs­ ingar um málið að svo stöddu. Karlmaður á f immtugsaldri fannst látinn á heimili sínu þann 4. júní síðastliðinn, en nágranni hans er grunaður um að hafa orðið honum að bana. Sá var handtekinn á vettvangi og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. n Ákæra gefin út í Barðavogsmálinu ingunnlara@frettabladid.is MANNRÉTTINDI Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið formlega áminntur vegna ummæla sinna um samkyn­ hneigða og flóttafólk. Ummælin voru talin ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og til þess fallin að varpa rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknara, embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt. Helgi Magnús birti færslu sína við frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í júlí þar sem rætt var við lögmann hælisleitanda. Þar voru stjórnvöld sögð hafa vænt skjólstæðing sinn um að ljúga til um kynhneigð sína. Í færslu við fréttina sagði Helgi Magnús hælisleitendur „auðvitað“ ljúga um kynhneigð sína og spurði hvort „einhver skortur [væri] á hommum á Íslandi“. n Áminntur fyrir ósæmileg ummæli verið stórt kosningamál, þar sem flestir f lokkar ætluðu sér að brúa bilið milli leikskóla og fæðingar­ orlofs. „En fáir höfðu raunverulegar hugmyndir um það hvernig fara mætti að því og enn færri lögðu fram tillögur sem myndu ráðast að rót vandans, sem er að fjölga leik­ skólakennurum,“ segir Haraldur, og bætir við: „Ef sá vandi er ekki leystur munu allar tilraunir til að stækka leikskólakerfið, til dæmis með því að taka inn yngri börn, draga úr gæðum leikskólastarfs og hafa alvarleg áhrif á starfsumhverfi leikskólakennara.“ n 4 Fréttir 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.