Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 16
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kristrún þarf að tala skýrar og víðar í sinni póli­ tík en hún hefur gert til þessa. Liz Truss, sem kepp­ ir um að verða næsti forsætis­ ráðherra Bretlands, segir efna­ haginn munu hafa forgang á umhverfis­ vernd komist hún til valda. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Kristrún Frostadóttir verður að öllum líkindum næsti formaður Sam- fylkingarinnar, en mögulega verður hún ein í leiðtogakjöri flokksins á hausti komanda. Stuðningsmenn hennar gera sér vonir um að Kristrún geti reist fylgi flokksins til gamal- kunnra hæða, enda beri hún með sér ferskan tón í bland við orðfimi og óttaleysi frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum. Og ekki skal dregið í efa að Kristrún er glæsi- legur fulltrúi nýrrar kynslóðar í íslenskum stjórnmálum. Það er gild ástæða fyrir því að hún er oftar fengin í viðræðuþætti um þrætu- epli þjóðmálanna en aðrir stjórnmálamenn á hennar reki. Þar svarar hún enda af viti og festu. En hver er pólitík Kristrúnar Frostadóttur? Það er stóra spurningin í íslenskri pólitík nú um stundir. Og full þörf er á því að svarið liggi fyrir á næstu vikum áður en hún tekur við valdataumunum í helsta jafnaðarmannaflokki landsins, fylkingu sem ætlar sér að leiða næstu ríkisstjórn Íslands, að fyrirmynd reykvískra stjórnmála. Kristrún þarf að tala skýrar og víðar í sinni pólitík en hún hefur gert til þessa. Hún þarf að gefa upp pólitíska stefnu sína í mörgum mikil- vægum málaflokkum – og það án nokkurra vífilengja. Og þess er nú beðið að hún gefi með afger- andi hætti upp afstöðu sína í Evrópumálum, þar á meðal hvort hún sé eindreginn talsmaður Evrópusambandsaðildar og upptöku evrunnar. Hún þarf líka að tala undanbragðalaust um viðhorf sín til umhverfismála, svo sem hvernig stjórnvöld og atvinnulíf eigi að takast á við loftslagsvána. Og hvernig sér hún fyrir sér frumlag og andlag orkuskiptanna? Þá er vert að hún upplýsi sjónarmið sín í húsnæðismálum, hvernig taka eigi á þeim brýna vanda sem þar blasi við, á tímum þegar ungs fólks bíður það eina hlutskipti að steypa sér í ævilanga og íþyngjandi greiðslubyrði fyrir þá einu sök að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Og hún þarf auðvitað líka að gefa upp sína pólitísku sýn á arðrán sjávarauðlindanna og með hvaða hætti undið verði ofan af því gegndarlausa óréttlæti. Loks þarf Kristrún að svara þeirri megin- spurningu íslenskra stjórnmála hvernig aukinn jöfnuður verði tryggður hér á landi, ekki bara í launum og kynjabaráttu, heldur til náms og heilsu og þátttöku í samfélaginu. Það er liðin tíð að stjórnmálaforingjar geti komist til valda án þess að upplýsa fyrir hvað þeir standa í pólitík. n Skýr pólitík Síðastliðið vor fór brynklæddur rússneskur hermaður um götur Írpín í Úkraínu. Hann kom auga á MacBook-fartölvu. Hann langaði í MacBook-tölvu. Hann tók hana. En hvar átti hann að geyma tölvu meðan hann gegndi skyldum sínum? Hann dó ekki ráða- laus. Hann fjarlægði skothelda hlífðarplötu úr brjóstbrynju sinni og smeygði fartölvunni inn í staðinn. Á sama tíma í borginni Beirút, í Líbanon, sat hópur fornleifafræðinga og púslaði saman mölbrotnum glerminjum. Munirnir, sem voru frá tímum Rómaveldis, höfðu staðið í sýningarskáp fornminjasafns daginn örlagaríka í ágúst 2020 þegar sprenging varð í vöruskemmu á hafnar- svæði borgarinnar sem varð meira en tvö hundruð manns að bana og lagði stóran hluta Beirút í rúst. Einn litríkasti vísindamaður Bretlands, James Lovelock, lést nýverið 103 ára að aldri. Lovelock kom víða við. Hann bar kennsl á þau manngerðu efni sem ollu þynningu ósonlags- ins. Hann starfaði fyrir NASA við leit að lífi á Mars og sem uppfinningamaður fyrir bresku leyniþjónustuna. Þekktastur er hann hins vegar fyrir Gaia-kenningu sína. Kenningin, sem dregur nafn sitt af gyðju jarðar í grískri goðafræði, kveður á um að jörðin sé sjálfstæð lífvera, órofa kerfi þar sem bæði hin ólífræna náttúra og vistkerfið viðhaldi í sameiningu bestu skilyrðum til lífs. Lovelock varð snemma umhverfisverndar- sinni. Þótt hann væri lengst af svartsýnn um framtíð mannkyns var hann alla tíð bjart- sýnn um framtíð Gaiu. Ef þörf krefði losaði hún sig við mannkynið eins og óbreytta sýkingu. „Hún mun lifa af, en við gætum dáið út.“ En í viðtali sem tekið var við Lovelock ári fyrir andlát hans kvað við annan tón. „Tími hennar er líklega á enda.“ Haustið er handan hornsins. Þótt sumars- ins 2022 verði minnst á Íslandi sem sumarsins sem aldrei kom hefur það víða einkennst af öfgakenndum hita, þurrkum og skógar- eldum. Fæstum dylst lengur að hamfarahlýnun er af mannavöldum. Vilji til að snúa við blaðinu virðist þó takmarkaður. Um mitt sumar hafði mannkynið hagnýtt sér allar þær náttúruauðlindir sem jörðin framleiðir á einu ári – hraðar en nokkru sinni fyrr. Liz Truss, sem keppir um að verða næsti forsætis- ráðherra Bretlands, segir efnahaginn munu hafa forgang á umhverfisvernd, komist hún til valda. Í viðtali sagði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir að Katrín Jakobsdóttir hefði gengið á bak orða sinna um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Síðastliðið vor fannst rússneskur hermaður látinn á götu í Írpín. Innan í brynklæðum hans, þar sem hlífðarplata átti að vera, var sundurtætt fartölva. Rússneski hermaðurinn hefur nú verið tilnefndur til Darwin-verð- launanna 2022, verðlauna sem veitt eru þeim sem bætir genamengi mannkynsins með því að draga sig óvart úr því með eigin flónsku. Glermunina frá Beirút má nú skoða á sýningu í Þjóðminjasafni Bretlands sem opnuð var í vikunni. Á sýningunni er sögð saga af „eyðileggingu, uppbyggingu, seiglu og samstarfi“. Rússneski hermaðurinn fangar allt það versta í fari mannkyns: græðgi, skammsýni, heimsku og fordild. Fornleifafræðingarnir í Beirút fanga allt það besta: styrk, staðfestu, útsjónarsemi og samstöðu. Rétt fyrir andlát sitt varaði James Love- lock við því að við hefðum valdið jörðinni óafturkræfum skaða; kannski mætti bjarga einstaka kima með einbeittum vilja en lífið yrði aldrei samt aftur. Mannkynið stendur frammi fyrir vali. Við getum verið eins og rússneski hermaðurinn og hlotið að launum hin endanlegu Darwin-verðlaun. Eða við getum verið eins og fornleifafræðingarnir í Beirút og reynt að bjarga því sem bjargað verður. Hvort hyggjumst við gera? n Verðlaun fyrir flónsku Þessi frásögn átti aldrei að birtast. Sögumaður byrjar að skrá minnispunkta þegar fornvinur hans greinist með banvænan sjúkdóm. Þá er hann að taka við nýju starfi í Róm og sér veraldarmyndina úr rústum heimsveldis. Hann veltir fyrir sér hvort heimurinn okkar stefni í sömu átt. Þá kemur í ljós að sagan verður að birtast. Meira á www.stefanjon.is Stefán Jón Hafstein með nýja bók! SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.