Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 13
gar@frettabladid.is VÍSINDI Mikið áhorf á sjónvarp getur aukið líkur á því að fólk fái elliglöp. Þetta segir spænska blaðið El País vera niðurstöðu rannsóknar sem gerð var á yfir nærri 150 þúsund manns í Bandaríkjunum. Fólk sem notar gagnvirka miðla eins og tölvur þróar hins vegar síður með sér elliglöp. Rannsóknin sýnir að kyrrseta hafi í sjálfu sér ekki áhrif á heila fólks heldur skipti máli hvað sé verið að gera á meðan setið er. Hreyfing út af fyrir sig leiðir hins vegar til minni hættu á elliglöpum auk þess að hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks almennt. n Sjónvarp getur leitt til elliglapa Litili örvun er af sjónvarpsglápi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Lokafrestur til að skila ársreikningi rennur út 31. ágúst 2022 Skila ber ársreikningi eigi síðar en mánuði eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi félags, þó eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Sérstök athygli er vakin á því að skili félag ársreikningi síðar en mánuði eftir aðalfund verður félagið sektað. Á vefnum skatturinn.is/fyrirtaekjaskra má sjá hvort að ársreikningi hafi verið skilað. Örfélög geta nýtt sér hnappinn og látið Skattinn útbúa ársreikning félagsins að því tilskyldu að þau hafi skilað skattframtali. Ekki er heimilt að staðfesta hefðbundin ársreikning á aðalfundi félags en senda svo inn hnappsreikning í stað þess reiknings sem staðfestur var á aðalfundi. Senda skal inn til opinberrar birtingar þann ársreikning sem staðfestur var á aðalfundi viðkomandi félags. Ekki er heimilt að breyta eða fella niður neinar upplýsingar í þeim ársreikningi sem sendur er inn til opinberrar birtingar. Sekt vegna vanskila nemur 600.000 kr. 442 1000 Upplýsingaver er opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00fyrirtaekjaskra@skatturinn.is benediktboas@frettabladid.is PAKISTAN Um níu hundruð manns hafa látist vegna sögulegrar rign- ingar í Pakistan en samkvæmt BBC hefur rigningin áhrif á um 33 millj- ónir manna. Sherry Rehman, loftslagsráðherra Pakistan, segir í samtali við BBC að þjóðin þurfi alþjóðlega hjálp enda sé þetta áttundi hringur monsún- rigninga sem í venjulegu ári fari í þrjá til fjóra hringi. Þjóðin þurfi tjöld, mat og lyf. Samkvæmt frétt BBC hafa um 400 þúsund heimili eyðilagst og 184 þúsund manns þurft að flýja heimili sín. Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, sagði fyrr í mánuð- inum að flóðin hefðu haft áhrif á 15 prósent þjóðarinnar eða um og yfir 33 milljónir. Ástandið er hvað verst í suður- hluta landsins en héraðið Sindh hefur fengið áttfaldan skammt af rigningu miðað við í venjulegu ári. Skólp flæðir upp og rusl f lýtur um göturnar. n Enn slegið rigningarmet og Pakistan þarf hjálp Nær tvö hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is BANDARÍKIN Derek Chauvin, lög- reglumaðurinn sem drap George Floyd með því að krjúpa á hálsinum á honum í rúmar níu mínútur, var færður úr öryggisfangelsi í Minne- sota yfir í fangelsi í Arizona þar sem öryggiskröfurnar eru minni. Chauvin var yfirleitt í einangrun í Minnesota í klefa sem var nokkrir fermetrar. Í fangelsinu sem hann fer í núna eru 266 fangar og þar eru bæði karlar og konur. Randilee Giamusso, talsmaður fangelsismála í Bandaríkjunum, neitaði að tjá sig um málið við Los Angeles Times en samkvæmt frétt blaðsins er talið líklegra að Chau- vin verði ekki fyrir árásum í venju- legum fangelsum. Blaðið segir að með því að færa hann séu minni líkur á að hann rek- ist á fólk sem hann hafi handtekið. Chauvin var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir morðið á Floyd en morðið orsakaði reiðiöldu yfir öll Bandaríkin. n Derek Chauvin í annað fangelsi Derek Chauvin gar@frettabladid.is HVÍTA-RÚSSLAND Herflugvélum af gerðinni SU-24 í Hvíta-Rússlandi hefur verið breytt til fyrra horfs þannig að þær geti borið kjarnorku- sprengjur. Þetta sagði Alexander Lúkasjenko, forseti landsins, í gær. Er þetta gert þrátt fyrir að Hvít- Rússar eigi engin kjarnorkuvopn. Að sögn Lúkasjenko er þessi ráð- stöfun í samráði við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hvít-Rússar hafa til þessa veitt Rússum aðgang að landi sínu í sambandi við innrás þeirra síðarnefndu í Úkraínu. n Breyta flugvélum fyrir kjarnavopn LAUGARDAGUR 27. ágúst 2022 Fréttir 13FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.