Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 68
Stefán Jón Hafstein sem hefur dvalið langdvölum erlendis ræðir um árin í fjölmiðlum sem hann segir hafa verið líf sitt og yndi, en fer ekki eins fögrum orðum um borgar- pólitíkina sem framkvæmda- gleðin leiddi hann út í. Við Stefán Jón hittumst á kaffihúsi í miðborginni á fallegum degi í liðinni viku. Þessi geðþekki maður sem var um tíma einn þekktasti fjölmiðlamaður landsins og í þokkabót tvívegis kjör- inn kynþokkafyllsti maðurinn, var nú sestur með rjúkandi kaffibolla til að ræða málin. Hann var þó ekkert sérstaklega spenntur að ræða gamla tíma og gekk jafnvel svo langt að segja manninn sem hann hafði eitt sinn að geyma í raun ekki lengur til, nema sem góða minningu. Stefán Jón segir fjölmiðlastarfið hafa verið hans líf og yndi. Hann sé mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem honum hafi hlotnast yfir ævina – hann hafi verið mjög heppinn. „Að sama skapi er ég ekkert mjög mikið að dvelja við það sem er búið. Ég sit ekki heima og hlusta á gamlar spólur af sjálfum mér. Ég spila ekki gamla Gettu betur þætti og ég er ekki með úrklippusafn þannig að það sem var mikilvægt, það fylgir manni og hitt var bara mjög skemmtilegt,“ segir Stefán Jón og hlær. Fjölmörg verkefni Það er óhætt að segja að Stefán Jón hafi marga fjöruna sopið. Hann náði hápunkti í fjölmiðlum snemma og færði sig yfir í borgarpólitík í kringum aldamótin 2000. Þaðan sem leiðin lá alla leið til Afríku þar sem hann vann við þróunarhjálp í hátt í áratug. Stefán Jón segir dvöl- ina í Afríku hafa verið gefandi og skemmtilega en hann sinnti fjöl- mörgum verkefnum þar í þremur löndum, Namibíu, Malaví og Úganda. Aðspurður út í skiptin úr fjöl- miðlum í pólitík segir Stefán Jón þá vettvanga svolítið samtengda. Hann hafi alltaf verið jafnaðarmaður að upplagi og byrjað sem borgar- fulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann og svo síðar fyrir Samfylkinguna. „Reykjavíkurlistinn var módel sem gekk mjög vel upp hér og sýndi svo- lítið hvað er að hægt að gera ef fólk sameinast. Maður vildi vera með í að vinna í þessari sameiningar- hugsjón og það var svolítið drif- krafturinn hjá mér. Ég ætlaði ekk- ert endilega í framboð og fór ekkert í framboð fyrr en seint og um síðir,“ segir Stefán Jón þegar hann rifjar upp gamla tíma. Stefán Jón valdi borgarpólitík fram yfir Alþingi og segir hann ástæðuna hafa verið framkvæmda- gleðina. „Í borgarstjórn fær maður að gera eitthvað. Tala nú ekki um ef maður er í meirihluta, þá er það ægilega gaman.“ Það hafi í raun verið mikið ógæfuspor þegar Reykjavíkurlistinn var lagður niður. „Ég meina, við gáfum bara frá okkur borgina,“ segir Stefán Jón og bætir við að það hafi verið stór- kostleg mistök að nýta ekki sam- einingarkraftinn meira, í lands- og borgarmálunum. „Við erum nátt- úrulega búin að vera með vinstri- miðaðar tilraunir í borginni mikið til síðan. Þetta fór náttúrulega allt í hund og kött,“ segir Stefán Jón og vísar til þess eftirminnilega tíma þegar borgarstjórar komu og fóru í löngum röðum á nokkurra ára tímabili. Á þeim tíma fékk Stefán Jón sig fullsaddan af vitleysunni og tók sér frí frá pólitíkinni og fékk starf við þróunarsamvinnu í Nami- bíu í Afríku til tveggja ára. Hann snéri þó aldrei aftur í pólitíkina líkt og til stóð því hann var beðinn um að halda áfram starfi sínu í Afríku sem hann ákvað að gera og varð umdæmisstjóri í Malaví. „Ég sá að þetta var miklu meira gefandi, spennandi og áríðandi.“ Breytir fólki „Pólitík getur verið algjör viðbjóður. Hún er viðbjóður og breytir fólki til hins verra. Það var eitt af því sem ég lofaði sjálfum mér að gera ekki en ég gat ekki alveg staðið við,“ segir Stefán Jón, en hann minnist orða fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðs- ins, Matthíasar Johannessen, um að hann hefði á sínum fjörutíu árum í fjölmiðlum engan stjórnmálamann hitt sem hefði orðið betri maður af því að vera í stjórnmálum. Einn eða tveir hefðu sloppið skaðlausir. „Þetta las ég þegar ég var að byrja í pólitík. Ég ætlaði ekki að verða einn af þessum sem urðu verri mann- eskjur. Margir eiga eftir að mótmæla þessu og það er allt í lagi en hvað þetta varðar held ég að Matthías hafi haft rétt fyrir sér og svo fór maður að sjá þetta. Þetta var mjög mikilvæg lífsreynsla og merkileg – en þetta er hættulegt,“ segir Stefán Jón og heldur áfram: „Þegar ég fann það að maður var byrjaður að segja eða íhuga eitthvað sem var ekki í karakter þá á maður að hætta.“ Æskuvinurinn Stefán Jón brennur enn fyrir ýmsum samfélagsmálum og er mikill umhverfisverndarsinni og sést það vel í nýútgefinni bók hans Heimurinn eins og hann er. Þau eru ekki lítilfjörleg málin sem hann veltir upp í bókinni. Stefán Jón segir að upphaflega hafi aldrei staðið til að koma frásögninni fyrir augu almennings. Hann hafi eingöngu skráð niður minnispunkta fyrir sjálfan sig en punktana hóf hann að skrifa hjá sér þegar æskuvinur hans, Viktor Smári, greindist með banvænt krabbamein árið 2018. Þá var Stefán Jón nýfluttur til Rómar- borgar á Ítalíu eftir hátt í áratug í þróunarstarfi í Afríku. Stefán Jón segir skrifin hafa verið leið til að hjálpa sér að takast á við fréttirnar. Í kjölfarið hafi hann orðið næmari á umhverfið og áttað sig enn frekar á þeirri ógnvænlegu stöðu sem heimurinn stendur frammi fyrir, loftslagsvánni, hruni vistkerfanna og hinu ótrúlega rugli í matvæla- kerfum mannkyns. „Það er ekki eitt, það er allt sem tengist, sem er leiðarstef bókarinnar.“ Undir lokin hafi honum þótt mikilvægt að gefa söguna út. Veikindi Viktors Smára fylgja lesanda í gegnum bókina en hann var að berjast við krabbameinið yfir þann tíma sem bókin var í vinnslu. „Síðan átti bókin að enda þannig að það væri von en svo lést hann í byrj- un ársins,“ segir Stefán Jón klökkur, en þeir höfðu verið vinir frá blautu barnsbeini. Stefán Jón segir Vikt- or Smára oft hafa minnst á það að tíminn ynni ekki með honum og að það væri í raun tenging við okkur öll í tengslum við loftslagsvána. Óskrifað blað Stefán Jón starfar nú sem erindreki í málefnum hafsins fyrir utanríkis- ráðuneytið. Aðspurður hvort til greina komi að setjast í helgan stein á næstunni segir hann það ekki koma til greina. „Það mun ég aldr- ei gera, það kemur ekki til greina,“ segir Stefán Jón og bætir við það sé ómögulegt. Þá sé best að segja sem minnst um frekari útgáfu bóka í framtíðinni. „Ég get engu lofað um það að ég muni halda kjafti í fram- tíðinni,“ segir Stefán Jón að síðustu og hlær innilega. n Það var eitt af því sem ég lofaði sjálfum mér að gera ekki en gat ekki alveg staðið við. Ég get engu lofað um það að ég muni halda kjafti í framtíðinni. Pólitík getur verið algjör viðbjóður Stefán Jón er mikill dýravinur og hér er hann ásamt orkuboltanum Emblu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Stefán Jón á nýrri fæðingar- deild í Monkey Bay sem hann tók þátt í að opna, ásamt frumburði deildarinnar, ný- bakaðri móður og heilbrigðis- starfsfólki. MYND/ AÐSEND Helena Rós Sturludóttir helenaros @frettabladid.is 28 Helgin 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.