Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 18
Sandra Sigurðardóttir markvörður Vals og íslenska landsliðsins er leikjahæsti leikmaður­ inn í sögu bikarkeppni kvenna með 52 leiki. Olga Færseth er marka­ hæsti leikmaður bikar­ keppni kvenna frá upphafi með 47 mörk í 44 leikjum. Tveir núverandi leik­ menn Vals urðu bikar­ meistarar með félaginu síðast árið 2011, það eru þær Mist Edvards­ dóttir og Elín Metta Jensen. Natasha Anasi, fyrirliði Breiðabliks í fjarveru Ástu Eirar, hefur einu sinni farið í bikarúrslit. Þá með ÍBV þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Breiðabliki. Má búast við skemmtilegum leik á milli sterkra liða? Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals „Leikurinn leggst vel í mig. Við erum nýlentar út úr Meistara- deildarævintýri. Það er búinn að vera mikill stígandi í liðinu og við vonum að sá stígandi haldi áfram á laugardag,“ segir Elísa, en Valskonur komust í aðra umferð undankeppni Meistara- deildar Evrópu á dögunum. Áhorfendur mega búast við skemmtilegum leik á Laugardalsvelli í dag. „Það eru alltaf góðir leikir þegar Valur og Breiðablik mætast. Ég held það verði engin undantekning þar á.“ Valur hefur ekki unnið bikarkeppnina síðan 2011. Þá vann liðið KR 0-2 í úrslita- leiknum. Liðið hefur þó unnið tvo Íslandsmeistaratitla síðan. Elísa segir liðið ekki finna fyrir aukinni pressu í aðdraganda leiksins í dag, þrátt fyrir að langt sé síðan liðið vann keppnina. „Það er engin pressa. Við erum búnar að vera að gera vel í deild undanfarin ár. Því miður hefur bikarinn ekki gengið. Við erum hungraðar í að koma með bikarinn heim á Hlíðarenda.“ Natasha Anasi varafyrirliði Breiðabliks „Ég er rosalega spennt,“ segir Natasha, létt í bragði fyrir leik. „Þegar það er bikar að vinna eru tilfinningarnar alltaf miklar.“ Natasha er ekki að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Árið 2016 var hún á mála hjá ÍBV, sem laut í lægra haldi fyrir Breiðabliki, félagi hennar í dag. „Nú er ég hjá Breiðabliki að spila á móti Val, það er svolítið fyndið.“ Hún hrósar liði Vals í hástert og segir það afar sterkt. Nat- asha og stöllur eru þó einnig með gott lið. „Þær eru rosalega góðar, skipulagðar og með mikla reynslu. Við erum ekki með eins mikla reynslu en með alveg nógu gott lið til að stríða þeim á vellinum.“ Natasha var spurð að því hvort hún og liðsfélagar hennar hefðu gert eitthvað öðruvísi í aðdraganda leiksins til að þétta raðirnar. „Þú gerir alltaf eitthvað skemmtilegt en þú vilt ekki breyta of mikið.“ 18 Íþróttir 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2022 LAUGARDAGUR Það verður mikið um dýrðir á Laugardalsvelli í dag þegar tvö sigursælustu lið íslenskrar kvennaknattspyrnu, Valur og Breiðablik, mætast í úrslita- leik Mjólkurbikarsins. Það er meira í húfi en bara bikar í dag því liðið sem stendur uppi sem bikarmeistari verður um leið eitt á toppnum yfir fjölda bikarmeistaratitla frá upphafi. aron@frettabladid.is FÓTBOLTI Valur og Breiðablik hafa um áratugi trónað á toppi íslenskr- ar kvennaknattspyrnu með þrettán bikarmeistaratitla hvort og eru um leið sigursælustu lið efstu deildar frá upphafi. Breiðablik með 18 Íslandsmeistaratitla og Valur 12. Valskonur eru ríkjandi Íslands- meistarar undir stjórn íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Pét- urs Péturssonar, en þær glíma nú við grýlu sem hefur elt liðið undan- farinn áratug. Valur hefur nefnilega ekki orðið bikarmeistari í kvenna- flokki síðan árið 2011 þegar félagið vann sinn þrettánda titil með 2-0 sigri á erkifjendum sínum í KR. Gullaldartímabil Valskvenna í bikarkeppninni var án efa árin 1984-1988 þegar liðið einokaði bikarmeistaratitilinn. Eftir það fór að líða lengra á milli bikarmeist- aratitlanna. Liðið hefur þó haft betur gegn Breiðabliki á tímabilinu til þessa. Liðin hafa mæst einu sinni í sumar, á Kópavogsvelli í leik sem Valur vann með einu marki gegn engu. Þá sitja þær í 1. sæti Bestu deildar- innar með fjögurra stiga forskot á Breiðablik. Blikakonur hafa titil að verja í leik dagsins eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Þrótturum í úrslitaleiknum í fyrra. Innan leik- mannahóps liðsins eru leikmenn sem hafa unnið þennan titil áður þó ekki megi draga úr áföllunum sem hafa dunið á liðinu í aðdrag- Fjöldi bikarmeistaratitla Valur 13 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1990, 1995, 2001, 2003, 2006, 2009, 2010, 2011 Breiðablik 13 1981, 1982, 1983, 1994, 1996, 1997, 1998, 2000, 2005, 2013, 2016, 2018, 2021 Fyrri bikarúrslitaleikir liðanna 1981 Breiðablik 4-0 Valur 1982 Breiðablik 1-1 Valur (7-6 eftir vítaspyrnukeppni) 1986 Valur 2-0 Breiðablik 1996 Breiðablik 3-0 Valur 1997 Breiðablik 2-1 Valur 2001 Valur 2-0 Breiðablik 2006 Breiðablik 3-3 Valur (1-4 eftir vítaspyrnukeppni) 2009 Valur 1-1 Breiðablik (5-1 eftir framlengingu) Sigursælustu lið bikarkeppninnar mætast Það verður mikil gleði í Laugardalnum í dag þegar barist verður um bikarinn stóra. Valur er sigurstranglegri aðilinn en á degi sem þessum getur allt gerst. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR anda leiksins. Tveir af bestu leik- mönnum liðsins, fyrirliðinn Ásta Eir Árnadóttir og landsliðskonan Agla María Albertsdóttir, eru báðar fjarverandi vegna meiðsla. Hefð getur hins vegar skipt máli í svona aðstæðum og í því tilfelli er sagan með Breiðabliki undan- farin ár. Frá því að Valskonur unnu síðasta bikarmeistaratitil sinn árið 2011 hefur Breiðablik orðið bikar- meistari fjórum sinnum. Þessi tvö sigursælu lið eiga sér sögu í úrslitaleik bikarkeppninnar, sögu sem teygir sig aftur til ársins 1981 þegar liðin mættust fyrst í úrslitaleik keppninnar. Alls hafa liðin spilað átta úrslitaleiki sín á milli í keppninni og eftir þá stendur staðan jöfn. Fjórir sigrar á lið. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.