Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 8
Þar sem slysin verða á vegum úti um allt land getur biðin eftir lög- reglu og byssunni verið löng og strembin. Kristín Magnús- dóttir, lög- fræðingur og landeigandi Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 www.heimsferdir.is Tenerife Flug aðra leið til 9.900 Flug aðra leið frá Flugsæti H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla Umsóknarfrestur til 6. október Námsorlof Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhalds- skólastigi fyrir skólaárið 2023-2024. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en fimmtudaginn 6. október, kl. 15:00. Um námsorlof geta sótt framhaldsskólakennarar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur framhaldsskóla. Einnig geta skólameistarar sótt um námsorlof fyrir hönd kennara viðkomandi skóla. Sótt er um rafrænt í gegnum umsóknakerfi Rannís. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og algengar spurningar. Nánari upplýsingar gefur Skúli Leifsson, verkefnastjóri innlendra menntasjóða, í síma 515 5843 eða namsorlof.framhaldsskola@rannis.is. Lögfræðingur sakar stjórn- völd um tvískinnung þegar kemur að dýravernd. Fylgst sé náið með hvalveiðum en sauðfé falli þúsundum saman á vegum landsins án þess að nokkuð sé gert. Dauðastríðið getur verið mjög langt fyrir sauðféð. kristinnhaukur@frettabladid.is DÝRAVERND Kristín Magnúsdóttir, lögfræðingur og landeigandi sem hefur barist gegn lausagöngu búfjár um nokkurt skeið, segir það tvískinnung hjá stjórnvöldum að koma upp rækilegu eftirliti með hvalveiðum á meðan keyrt sé á um þúsund kindur á hverju ári. Haldbærustu rökin gegn hval- veiðum hafi verið að ómögulegt sé að líf láta dýrin með skjótum og sársaukalausum hætti. Það geti tekið allt að 25 mínútur að af lífa þá. Þess vegna hafi Svandís Svav- arsdóttir matvælaráðherra gefið út reglugerð um veiðieftirlitsmenn sem noti myndbandsupptökur. „Á hverju sumri eru kindur í hundraða vís slasaðar og drepnar með bílum á þjóðvegum landsins,“ segir Kristín. „Út frá upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og öðrum gögnum má áætla að frá aldamót- um hafi á bilinu 15 til 20 þúsund kindur verið drepnar eða slasaðar með bílum hér á landi. Það þýðir að ekið sé á um þúsund kindur á hverju sumri,“ segir hún. Lögreglan í Hornafirði, þar sem gríðarlega mikið hefur verið um ákeyrslur á sauðfé, gerir ráð fyrir að aðeins séu 15 prósent tilvika tilkynnt. Í Austur-Skaftafellssýslu einni voru tilkynningarnar 140 árið 2019. „Þegar kindin drepst ekki við höggið þarf bílstjórinn að kalla til lögreglu til að ljúka kvölum dýrsins. Þar sem slysin verða á vegum úti um allt land getur biðin eftir lögreglu og byssunni verið löng og strembin,“ segir Kristín. Sumar kindur lifi við örkuml fram að hausti. Segir Kristín að fyrir nokkrum árum hafi hún fundið mölbrotið lamb í vegarkanti, sem skreiddist jarmandi áfram á óbrotna fæt- inum. „Farið var á næsta bæ og látið vita. Bóndinn kvaðst mundu sækja lambið og aflífa. Hann taldi víst að keyrt hefði verið á það, stungið af og móðirin svo farið frá því þegar lambið gat ekki fylgt henni,“ segir Kristín. Vísar hún til 14. greinar laga um velferð dýra þar sem segir að vernda eigi dýr gegn hættum. „Það er undarlegt að sú stofnun sem á að hafa eftirlit með að lögunum sé framfylgt, og fer f ljótlega að liggja yfir og tímasetja vídeóupptökur af aflífun hvala, horfi upp á um þús- und kindur slasaðar, limlestar og drepnar með bílstuðurum á hverju einasta sumri, án þess svo mikið að hreyfa legg né lið,“ segir Kristín. n Keyrt á tugþúsundir fjár frá aldamótum en ekkert gert Keyrt er á margar kindur og lömb á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Kærunefnd jafnréttis- mála skilaði skýrslu um störf sín í fyrsta sinn í júní en skýrslan birtist í gær. Árið 2021 voru 20 mál stofnuð í málaskrá kærunefndar jafnréttis- mála en málunum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þau voru aðeins sex árið 2019. Í maí síðast- liðnum var enn ólokið fjórum málum frá fyrra ári. Kærendur voru tíu karlar og tíu konur. Í helstu niðurstöðum má sjá að kona kærði Strætó fyrir ólögmæta uppsögn. Hún taldi að Strætó hefði þvingað hana til að gera starfsloka- samkomulag en með því hefði henni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs og þjóðernisuppruna. Hún hafði sent sér töluvert yngri manni í stjórnunarstöðu hjá Strætó óviðeigandi skilaboð sem Strætó leit á sem kynferðislega tilburði og hefði konan þar með gerst sek um brot á starfsskyldum sínum. Kærunefndin dæmdi þó að Strætó hefði gerst brotlegur við uppsögnina. Skilaboðin voru ekki rannsökuð sér- staklega með tilliti til málskilnings en konan er af öðrum þjóðernisupp- runa en samstarfsmaðurinn. Þá gat Strætó ekki sýnt fram á neinar aðrar ástæður en kyn, aldur eða þjóðernis- uppruni hafi legið til grundvallar ákvörðun um uppsögnina. Þá sagði Flugleiðahótel upp óléttri konu og synjaði henni um greiðslu launa á uppsagnarfresti. Hótelið gekk einnig fram hjá henni við end- urráðningu. Nefndin vísaði erind- inu frá þar sem krafan beindist að ágreiningi um uppgjör launa. Þá var ekki talið að sýnt hefði verið fram á að fæðingarorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hefðu haft áhrif á uppsögn kæranda eða við endurráðningu fyrrverandi samstarfsmanns. Málsmeðferðartími nefndarinnar árið 2021 var að meðaltali 179 dagar frá kæru til úrskurðar. n Rekin fyrir kynferðislega tilburði Strætó skoðaði ekki umrædd skilaboð með tilliti til málaskilnings. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN thorgrimur@frettabladid.is BANDARÍKIN Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær eiðsvarna yfirlýsingu sem rökstuddi umsókn rannsóknaryfirvalda um leitar- heimild á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta á Mar-a-Lago-óðalsetrinu í Flórída. Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á setrinu fyrr í ágúst vegna ábendingar um að þar væri að finna opinber trúnaðarskjöl sem Trump hefði haft með sér þegar hann lét af forsetaembætti í byrjun 2021. Eins og búist var við voru stórir hlutar yfirlýsingarinnar strikaðir út. Dómsmálaráðuneytið hafði fært rök fyrir nauðsyn þess að halda hlutum hennar leyndum til að vernda vitni sem gáfu ábendingar um að trúnað- argögn væri að finna á óðalsetrinu. Í texta sem skilinn var eftir óstrikaður kemur þó fram að ákæruvaldið hafi talið rökstuddan grun liggja fyrir um að trúnaðargögn um varnarmál væri að finna í tilteknum herbergj- um í Mar-a-Lago, þar á meðal íbúð Trumps, skrifstofu hans og öðrum einkarýmum. Það að alríkislögreglan hafði grun um tiltekin herbergi þar sem skjölin væri að finna kann að renna stoðum undir þá kenningu að ábendingin hafi borist frá uppljóstrara sem hafði aðgang að Mar-a-Lago-setrinu. n Yfirlýsingin um húsleitina í Mar-a-Lago full af útstrikunum Sumar blaðsíður yfirlýsingarinnar voru strikaðar út í heild sinni. 8 Fréttir 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.