Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 2
88,7 prósent lands- manna hafa aðgang að háhraðaneti. Þetta er algjörlega fáránleg ráðstöfun. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við HÍ Forsetar hittust í Höfða Forsetar Lettlands, Litáen, Eistlands og Íslands hittust í Höfða í gær ásamt eiginkonum sínum, Elisu Reid, Diana Nausėdienė, Sirje Karis og Andra Levite. For- setarnir eru komnir hingað til lands ásamt fylgdarliði í tilefni af þrjátíu ára afmæli stjórnmálasambands landanna þriggja við Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Námsstyrkir til nemenda í verkfræði og raunvísindum Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu 2022-2023. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir nemendum í framhaldsnámi. Umsókn og fylgigögnum skal skilað í einu pdf-skjali á póstfangið MinningHelguogSigurlida@gmail.com. Umsókn skal innihalda ferilskrá, staðfestingu á skólavist og námsárangri, meðmælum og öðrum gögnum sem umsækjandi telur koma að gagni við mat umsóknar. Umsóknarfrestur er til 26. september 2022. Stefnt er að úthlutun í lok október. Sjá nánar á vef sjóðsins: http://MinningHelguogSigurlida.is kristinnhaukur@frettabladid.is FJARSKIPTI Hlutfall þeirra Íslend- inga sem búa við háhraða inter- nettengingu hækkaði úr 83,6 pró- sentum árið 2020 í 88,7 prósent í fyrra. Þetta þýðir að um 20 þúsund landsmenn fengu háhraðatengingu. Ísland er nú í 9. sæti Evrópuþjóða hvað varðar háhraðatengingar. Á toppinum tróna Maltverjar, sem hafa allir sem einn aðgang að slíkri tengingu. En hlutfallið er einnig mjög hátt í Lúxemborg, Danmörku og á Spáni. Alls hafa rétt rúmlega 70 prósent Evrópubúa háhraða internetteng- ingu. Í fimm löndum hefur minni- hluti landsmanna aðgang, Austur- ríki, Ítalíu, Kýpur, Bretlandi og aðeins tæplega 20 prósent í Grikk- landi. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi aukist hér á landi hefur Ísland dregist aftur úr miðað við aðrar þjóðir. En fyrir áratug var Ísland í öðru sæti þegar rúmlega 60 prósent landsmanna höfðu aðgengi að háhraðaneti. Margar þjóðir hafa hins vegar lyft grettistaki við að skaffa háhraða- tengingar, til dæmis Þjóðverjar sem hækkuðu hlutfallið úr 7 prósentum í 75 á aðeins fjórum árum. n Þúsundir fengu háhraðanet í fyrra Margir innan fræðasamfélags- ins eru afar ósáttir við skipun nýs þjóðminjavarðar án þess að staðan væri auglýst. gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, menningar- og viðskiptaráð- herra, hefur skipað Hörpu Þórsdótt- ur, safnstjóra Listasafns Íslands, til að gegna embætti þjóðminjavarðar. Skipað er í embættið án þess að það hafi verið auglýst og styðst ráð- herra í þeim efnum við heimildir til að færa starfsmenn hjá ríkinu til í starfi án þess að auglýsa viðkom- andi stöðu lausa til umsóknar. Meðal þeirra sem gagnrýna ráð- stöfun embættis þjóðminjavarðar er Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er mjög vafasamur gjörn- ingur og hneyksli á tímum umræðu um gagnsæi og góða starfshætti – ekki síst á vegum hins opinbera,“ segir Sigurjón. „Þetta virðist vera ákveðið í skjóli nætur og án nokk- urrar umræðu.“ Sigurjón segir sérkennilegt að gripið sé til þess að færa embættis- mann til í starfi til að skipa embætti þjóðminjavarðar. Harpa sé góð og gegn og fagmanneskja en engar upplýsingar séu veittar um það hvað hún hafi fram yfir aðra sem gætu sinnt verkefninu. Bendir Sigurjón á að aðrir hafi ekki getað lýst sýn sinni á starfið því staðan hafi ekki verið auglýst. Þjóð- minjasafnið sé sérstök stofnun og ekki aðeins stjórnsýsluvettvangur. „Það er engin tilraun gerð til að sannfæra mann um með einhverj- um rökum að þessi tilfærsla Hörpu sé sú allra besta ákvörðun sem hægt er að taka til þess að leysa úr þeim verkefnum sem Þjóðminjasafnið þarf að sinna,“ segir prófessorinn. Einnig nefnir Sigurjón að á árinu 2013 hafi Þjóðminjasafnið fengið hlutverk háskólastofnunar með lagabreytingu. „Þarf þá þjóðminja- vörður þar af leiðandi ekki að vera með akademískt hæfi?“ spyr hann og segist telja að í embættið ætti að veljast fólk sem sé með doktorspróf að lágmarki. Harpa mun fylla skarð Mar- grétar Hallgrímsdóttur sem lét af starfi þjóðminjavarðar fyrr á þessu ári. Sigurjón segir fólk hafa talið að staðan yrði auglýst með haustinu og sé því brugðið í dag. „Ég held að engum hafi dottið í hug sá mögu- leiki að ráðherra myndi skipa í þetta mikilvæga embætti með þessum hætti. Þetta er algerlega fáránleg ráðstöfun,“ segir hann. Harpa er dóttir Þórs Magnússon- ar, fyrrverandi þjóðminjavarðar. Að því er segir í tilkynningu menning- armálaráðuneytisins hefur Harpa starfað við íslensk og erlend söfn í rúm tuttugu ár. Hún hafi leitt starf- semi Listasafns Íslands inn í nýja tíma. Hún hafi meðal annars numið við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne-háskóla í París og starfað við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar. Segir að „með tilliti til farsællar stjórnunarreynslu, víðtækra starfa innan safnageirans og góðrar þekk- ingar á málefnum Þjóðminjasafns- ins“, hafi ráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum til að f lytja emb- ættismann milli stofnana og skipa Hörpu þjóðminjavörð. n Prófessor segir ráðningu þjóðminjavarðar hneyksli Harpa Þórsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. MYND/AÐSEND benediktboas@frettabladid.is REYKJAVÍK Samþykkt var í borgar- ráði á fimmtudag að leigja aðstöðu fyrir nemendur Laugarnesskóla hjá KSÍ. Greiðir borgin knattspyrnusam- bandinu um 2,3 milljónir á mánuði. Borgin þarf að bregðast við meðan verið er að útbúa kennsluaðstöðu á lóð skólans. Aðstaðan á Laugardals- velli verður notuð undir kennslu- stofur fyrir um 80 nemendur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins bókuðu á fundi borgarráðs að enn eitt dæmið um viðhaldsleysi á skólahúsnæði borgarinnar væri að ræða. Fram hafið komið við skóla- setningu að húsnæðið væri myglað, listgreinastofur ónothæfar og eldri nemendur þyrftu að sækja sína kennslu í KSÍ. Enn væru ekki komnar fram framtíðarlausnir fyrir skólastarf í hverfinu þó mikil íbúðauppbygg- ing hefði átt sér stað. Meirihlutinn í borginni bókaði að mikil ánægja hefði verið meðal nemenda og starfsfólks með aðstöðuna hjá KSÍ. „Þetta er góð lausn fyrir 6. bekk.“ n Borgin leigir hjá KSÍ fyrir nemendur Borgin greiðir KSÍ um 2,3 milljónir á mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 Fréttir 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.