Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 6
en inni í því er enginn réttur til fjöl-
skyldusameiningar,“ segir Liz. En
það þýðir að Kevin yrði að fara úr
landi. „Við áfrýjuðum málinu og
veittum frekari upplýsingar en feng-
um ítrekaðar neitanir,“ segir hún.
Lögmaður ráðlagði þeim að
stofna eigið fyrirtæki og ráða Kevin
sem sérhæfðan starfsmann. En þá
kom í ljós að sú leið var bæði mjög
kostnaðarsöm og óvíst hvort hún
myndi virka. „Þess vegna tókum við
þá ömurlegu ákvörðun að flytja frá
Íslandi þar sem það var óviðunandi
fyrir okkur að dvelja í nokkra mán-
uði til viðbótar án þess að vita hvort
við fengjum að vera áfram.“
Flutningurinn kostar hjónin um
1,5 milljónir króna og Liz segir þau
ekki eiga fyrir honum. „Við unnum
hörðum höndum að því að byggja
upp líf hérna og höfum verið virk í
samfélaginu frá upphafi,“ segir hún.
Segist hún hafa vonast til þess
að geta starfað sem félagsráðgjafi
þegar íslenskukunnáttan væri orðin
næg. Áður en þau f luttu hingað, í
ágúst árið 2021, höfðu þau heim-
sótt landið margoft. „Við komumst
að því að okkar gildi samrýmdust
Íslandi mun betur en Bandaríkj-
unum,“ segir Liz.
Erla Björk Sigurgeirsdóttir, þjón-
ustustjóri Eplis, segir það ekki í
höndum atvinnurekenda að veita
erlendum starfsmönnum atvinnu-
leyfi. Það sé alfarið komið undir
Útlendingastof nun og VMST.
„Vinnumálastofnun samþykkti ekki
umsóknina sem um sérfræðing væri
að ræða og því fær fjölskylda við-
komandi ekki landvistarleyfi, því
miður. Þetta er ákvörðun sem er
einungis á valdi stjórnvalda,“ segir
hún. „Við gefum ekki erlendum
starfsmönnum loforð um atvinnu-
leyfi né getum stjórnað því á hvaða
forsendum Vinnumálastofnun
gefur út leyfið. Hins vegar þá getum
við veitt umsækjendum vilyrði fyrir
starfsráðningu, sem var gert.“ n
Við áfrýuðum málinu
og veittum frekari
upplýsingar en fengum
ítrekaðar neitanir.
Liz McLaughlin
Vinnumálastofnun tók
tveggja ára iOS-tækniþjálfun
bandarískrar konu ekki sem
gilda sérhæfingu. Neyðast
hún og eiginmaður hennar til
að flytja úr landi þrátt fyrir
vinnuaflsskort á Íslandi.
kristinnhaukur@frettabladid.is
ÚTLENDINGAMÁL Bandarísku hjón-
in Liz og Kevin McLaughlin eru nú
að undirbúa f lutning frá landinu
eftir að Vinnumálastofnun (VMST)
hafnaði umsókn um atvinnuleyfi.
En þau höfðu menntað sig hér og
höfðu hug á því að starfa og búa
sér til líf á Íslandi. Kenna þau bæði
vinnuveitandanum og ríkisstofn-
unum um hvernig fór.
Eftir að hafa numið hagnýta
íslensku við Háskóla Íslands ákvað
Liz að leita sér að vinnu í vor. Í apríl
var hún ráðin iOS-tæknimaður hjá
Epli. En hún hefur lært það fag hjá
Apple.
„Yf ir maður minn sótti um
atvinnuleyfi fyrir sérhæfðan starfs-
mann,“ segir Liz. „Hún sagði að
annar erlendur starfsmaður hjá fyr-
irtækinu hefði slíkt leyfi og á grund-
velli þess að hún fullvissaði mig oft
ákvað ég að sækja ekki um frekara
nám. Eiginmaður minn gerði það
ekki heldur, byggt á þessu.“
Í júlí fékk Liz hins vegar símtal
frá Vinnumálastofnun þar sem
henni var tilkynnt að umsókn um
atvinnuleyfi vegna sérhæfingar væri
synjað. Hún væri með háskólagráðu
sem félagsráðgjafi og tveggja ára
þjálfun hjá Apple væri ekki ígildi
þess. Þetta kom henni mjög á óvart
miðað við leiðbeiningarnar á vef
stofnunarinnar.
„Mér var í staðinn boðið sérstakt
atvinnuleyfi vegna vinnuaflsskorts
Neyðast til að flytja úr landi eftir að
Vinnumálastofnun synjaði um leyfi
Liz og Kevin
McLaughlin
undirbúa nú
kostnaðar-
saman flutning
frá landinu.
MYND/AÐSEND
Palestína
Palestínskir mótmælendur lentu í átökum við ísraelska hermenn og landnema í þorpinu Beit Led nálægt borginni Tulkarm á Vesturbakkanum í gær. Palest-
ínumenn voru þar til að mótmæla stækkun ísraelskra landtökubyggða á hernámssvæðum Ísraela. Sjö mótmælendur slösuðust í átökunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
benediktboas@frettabladid.is
ÁSTRALÍA Yfirvöld í Ástralíu upp-
lýstu í gær að þau hefðu fundið um
1,6 tonn af metamfetamíni sem
falið var í marmaraf lísum sem
fluttar voru frá Miðausturlöndum
til Sydney. Lögregluyfirvöld segja
að þetta sé einn stærsti fíkniefna-
fundur í sögu Ástralíu.
Þrír menn voru handteknir eftir
að 748 kíló af eiturlyfinu fundust
snemma í þessum mánuði falin í 24
gámum. Rúmlega tonn fannst svo í
19 gámum sem komu í síðustu viku.
Eiturlyfin voru send frá Sameinuðu
arabísku furstadæmunum.
John Wat son lög reg lu f u ll-
trúi sagði á blaðamannafundi að
magnið væri í raun yfirþyrmandi.
Engar frekari handtökur hafa verið
gerðar síðan efnin fundust en rann-
sókn lögreglunnar beinist nú að því
að finna þá sem sendu efnin. n
Hátt í tvö tonn
af fíkniefnum
fundust í flísum
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Nær samhljóða athuga-
semdir bárust frá 99 aðilum um
breytingu á aðalskipulagi hafnar-
svæðis Hafnarfjarðar að megninu
til smábátaeigendum, auk þess
sem Landssamband smábátaeig-
enda tekur heils hugar undir þær
athugasemdir.
Í athugasemdunum kemur fram
að smábátaeigendum er ofarlega í
huga aðgengi að smábátahöfninni
og að þeir telji að auglýst breyting-
artillaga feli í sér að aðgengi þeirra
verði rýrt.
Þær sex athugasemdir sem voru
algengastar voru að bílastæðin og
gatan Fornubúðir fara – nokkuð
sem mætti alls ekki gerast. Fjöldi
bílastæða þurfi að vera nægur. Eig-
endur þurfi að geta keyrt nálægt
f lotbryggjum vegna reglubundins
eftirlits með bátunum í öllum veðr-
um allan ársins hring, annað sé
hættulegt. Að hægt verði að sinna
viðhaldi báta á Skeljungsbryggju
við hliðina á rampi. Huga þurfi að
bílastæðum fyrir eigendur sport-
bátaeigenda og að rampur til sjó-
setninga verði áfram á sínum stað.
Skipulagsyfirvöld þakka smá-
bátaeigendum fyrrgreindar ábend-
ingar, sem hafðar verða í huga við
gerð deiliskipulags reitsins við
Flensborgarhöfn en benda á að
breytingin taki ekki til aðgengis og
umferðarmála. Það verður gert á
deiliskipulagsstigi. „Þegar vinna
við gerð deiliskipulags reitanna
sem snúa að smábátahöfninni við
Flensborgarhöfn hefst, er góðs
samráðs við smábátaeigendur
vænst um fyrrgreindar ábend-
ingar,“ segir skipulagsfulltrúi en
Hafnarstjórn, sem tók málið fyrir í
gær, vísaði málinu til staðfestingar
í bæjarstjórn. n
Smábátaeigendur
samhljóma í
mótmælum
Svona á hin nýja Flensborgarhöfn að
líta út. MYND/HAFNARFJARÐARHÖFN
6 Fréttir 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ