Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 12
Mikil hætta er nú talin á því
að kjarnorkuverið í Zapor
ízjzja í Úkraínu skaddist og
geislavirkni sleppi út í and
rúmsloftið. Forstjóri Alþjóða
kjarnorkumálastofnunarinn
ar segist vilja leiða sendinefnd
til Zaporízjzja.
gar@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Síðasta af fjórum raflínum
til kjarnorkuversins í Zaporízjzja í
Úkraínu rofnaði um stutta stund á
fimmtudaginn og fóru þá neyðar
varnarkerfi og varaflastöðvar í gang
í fyrsta skipti í sögu orkuversins.
„Örugg, utanaðkomandi raforka
er grundvallaratriði til að tryggja
kjarnorkuöryggi,“ sagði Rafael
Mariano Grossi, forstjóri Alþjóða
kjarnorkumálastofnunarinnar,
IAEA, í yfirlýsingu af þessu tilefni.
Sagði Grossi að einhver atvik
kæmu upp nærri kjarnorkuver
inu næstum á hverjum degi. „Við
megum engan tíma missa,“ sagði
Grossi. „Ég er ákveðinn í að leiða í
eigin persónu sendinefnd frá IAEA
að verinu á næstu dögum til að
aðstoða við að koma stöðugleika á
öryggismálin þar.
Gríðarlegur hiti skapast í öllum
kjarnorkuverum við framleiðslu
rafmagns. Kjarnaofnarnir sex í
Zaporízjzja voru hannaðir á sínum
tíma í Sovétríkjunum. Í þeim eru
rafmagnsdælur sem dæla vatni
í gegn um kjarnann í ofnunum.
Afgerandi er því að rafmagn til að
knýja kælingarbúnaðinn bregðist
ekki.
„Ef kælingin er rofin getur elds
neyti brætt sig í gegn um stálið og
í verstu tilfellum getur myndast
leki og geislavirkni sleppur út í
andrúmsloftið,“ bendir bandaríski
vísindamaðurinn Edwin Lyman á í
færslu á bloggsíðu sinni.
Fari allt á versta veg gæti orðið
afar alvarlegt kjarnorkuslys á borð
við þau sem urðu i Tsjernobíl í
Úkraínu árið 1986 eða í Fukushima
í Japan árið 2011. n
Karlakór Reykjavíkur leitar að liðsauka og framundan
eru raddpróf fyrir áhugasama söngmenn þar sem raddsvið
er kannað og tónheyrn er metin. Kunnátta í nótnalestri
er kostur en ekki skilyrði
Ef þú ert fimmtugur eða yngri og hefur áhuga á að syngja
með okkur þá hvetjum við þig til að senda línu með helstu
upplýsingum á kristinnssonfridrik@gmail.com
fyrir 1. sept. og við höfum samband.
Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan,
en þó stopult undanfarin 2 ár vegna samkomutakmarkana.
Hápunktar vetrarstarfs Karlakórs Reykjavíkur eru annarsvegar árlegir aðventu
tónleikar í Hallgrímskirkju og hinsvegar vortónleikar í maí.
Viðfangsefni eru krefjandi og skemmtileg og félagskapurinn góður.
Kórinn fer reglulega í söngferðir til útlanda og stefnt er að því að sækja
frændur vora Færeyinga heim nú í byrjun aðventu.
Æft er í safnaðarheimili Háteigskirkju alla þriðjudaga og síðasta fimmtudag
hvers mánaðar kl.19.00 frá september fram að vortónleikum, en þá gerum við
upp vetrarstarfið ásamt mökum okkar og fögnum vori í gleði og söng.
Vilt þú slást
í hópinn?
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum
um styrki úr sjóðnum Sóleyju
vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna
annars vegar á sviði umhverfis- og samgöngumála
og hins vegar á sviði velferðar- og samfélags
Framangreind verkefni eru meðal áhersluverkefna í Sóknaráætlun höfuð-
borgarsvæðisins 2020-2024 en markmiðið styrkveitinganna er að hvetja til
þátttöku atvinnulífsins í slíkum verkefnum og styðja við verkefni sem tengja
saman atvinnulíf og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og efla samstarf
þeirra. Í ljósi þess verða aðeins veittir styrkir til lögaðila, en ekki einstaklinga.
Fjármunir til úthlutunar úr sjóðnum vegna hvers málaflokks um sig eru
5,0 milljónir kr. Hámarksfjárhæð úthlutunar til einstakrar styrkumsóknar er
1,0 milljón kr.
Starfsreglur sjóðsins og umsóknareyðublað eru aðgengileg á heimasíðu
SSH: http://www.ssh.is/soley. Umsókn skal jafnframt fylgja 8-12 glæru
kynning á pdf-formi (pitch deck) þar sem fram kemur:
• Rökstuðningur þess að verkefnið sé nýsköpunarverkefni á sviði umhverfis-
og samgöngumála eða velferðar- og samfélags og falli að ofangreindum
markmiðum.
• Greinargóð lýsing á verkefninu, auk verk- og tímaáætlunar.
• Fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun), auk upplýsinga um aðra
fjármögnun sé hún til staðar.
• Rökstuðningur þess að umsækjandi hafi faglega og fjárhagslega getu til að
hrinda verkefninu í framkvæmd.
Sé umsókn ekki til samræmis við framangreint verður hún ekki tekin til
efnislegrar meðferðar.
Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins: https://ssh.is/soknaraaetlun.
Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er til og með 20. september 2022.
Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 20. nóvember 2022.
Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að leggja til að öllum umsóknum
verði hafnað.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Hamraborg 9, 200 Kópavogi
Sími: 564 1788
Netfang: ssh@ssh.is
Hætta á geislavirkni frá Zaporízjzja
Kjarnorkuverið í Zaporízjzja þuri að styðjast við varaa frá
dísilrafstöðvum eir að rússneskar sprengjur slógu út rafmagni og
truuðu mikilvæga dælingu kælivatns um kjarnaofnana.
Heimild: IAEA, ResearchGate, Reuters Mynd: Google Earth © GRAPHIC NEWS
Rívne
Kmelnetskí
Tsjernobíl
Suður-
Úkraína
Zaporízjzja
Kænugarður
Rússland
Úkraína
Svæði stýrt
af Rússum
Orkuver Kjarnaofn Aengdur kjarnaofn
Kælitjörn
Geymsla fyrir geislavirkan úrgang
Kjarnorkuverið í Zaporízjzja
Tveir af sex
kjarnaofnum
eru virkir
VVER-1000/320
kjarnaofnar:
Sex kjarnaofnar
hannaðir á
Sovétímanum.
Vélbúnaður
fyrir stýristangir
Þrýstiklefahlíf
Þrýstikle¡
Forkæling:
Rafmagnsdælur
þrýsta vatni
gegn um
kjarnann.
Kælibilun: Eldsneyti hitnar og
getur brætt sig í gegn um
þrýstiklefann og losað geislavirkni
út í andrúmsloið.
Inntak
fyrir
kælivatn
Úttak
fyrir
kælivatn
Kjarnahlíf
Kjarninn og
eldsneytisstangir
1
2
3
4
5
6
Öryggi kjarnorkuversins
í Zaporízjzja afar ótryggt
Rafael Mariano
Grossi, forstjóri
IAEA
Kjarnorkuverið í Zaporízjzja þar sem hætta er talin á að geislavirkni sleppi út í andrúmsloftið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
benediktboas@frettabladid.is
BRETLAND Fjögurra daga verkfall
breska póstsins hófst í gær en talið
er að 115 þúsund manns hafi gengið
út af vinnustað sínum. Pósturinn
gaf út yfirlýsingu í gær þess efnis að
bréf og bögglar yrðu ekki borin út
um helgina. Þó verða gerðar undan
tekningar á sendingum frá læknum
og neyðarsendingum.
„Við getum ekki búið í landi þar
sem yfirmenn og eigendur raka inn
milljörðum en starfsmenn þurfa að
notast við matarbanka. Yfirmenn
okkar fengu 758 milljónir punda í
sinn hlut á síðasta ári og hluthafar
rökuðu inn yfir 400 milljónum
punda. Þetta getur ekki gengið og
við sættum okkur ekki við þetta,“
segir Dave Ward formaður verka
lýðssambandsins Communication
Workers Union í samtali við Sky
News.
Samk væmt fréttum Sky var
hagnaður póstsins 416 milljónir
punda á síðasta ári eða 69 millj
arðar króna. n
Verkfall hafið hjá breska póstinum
Hagnaður breska póstsins var 69
milljarðar í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
12 Fréttir 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ