Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 66
Þeir eru að ákæra hann fyrir eitthvað sem hann gerði mér – en samt skipti ég engu máli. Um miðjan mánuðinn var fyrrverandi sambýlismaður Lindu Gunnarsdóttur sak- felldur vegna ofbeldis gagn- vart henni. Linda fagnar dóm- inum en segir alla vinnslu málsins hafa verið litaða vanhæfni og mistökum, bæði hjá lögreglu og ákærusviði. Kæru Lindu var upphaf- lega vísað frá á þeim grunni að um væri að ræða orð gegn orði, þrátt fyrir að áverkavottorð sýndi átta áverka og árásin væri f lokkuð sem alvarleg. Fyrrverandi sambýlismaður Lindu hafði fengið töluvert pláss í fjölmiðlum en hann var í sjónvarpsþáttum og var mikið til umfjöllunar vegna þeirra og lýsti Linda því í viðtali við Fréttablaðið hvaða áhrif það hafði á hana. Nokkrum dögum eftir að Linda sagði sögu sína í viðtali við helgar- blað Fréttablaðsins, síðasta vor, var lögfræðingi hennar, Oddgeiri Einarssyni, tilkynnt að rannsókn málsins yrði tekin upp að nýju. Linda er viss um að það, að hún hafi stigið fram í fjölmiðli, hafi orðið til þess að málið var tekið upp, en harmar að nauðsyn sé að bera sína sárustu reynslu á borð fyrir alþjóð svo lagt sé við hlustir. Alls ekki allir hafi burði til þess og sjálf hafi hún séð sig nauðbeygða. Áverkavottorð sagt týnt Linda og lögfræðingur hennar gera fjölmargar athugasemdir við úrvinnslu kærunnar og vinnubrögð þeirra sem að málinu komu. Segir Linda það oft hafa hvarflað að henni að gefast upp. „Þegar ég upphaflega leita á lög- reglustöð til að kæra tekur mjög almennileg lögreglukona af mér skýrslu. Í framhaldi fæ ég símtal frá lögreglumanni sem fenginn var til að sjá um rannsókn málsins. Hann segir mér að áverkavottorð mitt sé týnt, að Landspítalinn hafi týnt því. Hann fer svo að draga í efa að ég hafi virkilega farið á spítala á sínum tíma.“ Linda segist hafa svarað honum að hún hafi verið beinbrotin og hafi því að sjálf- sögðu leitað aðhlynningar á spít- ala. Áverkavottorð sannar að hún var viðbeinsbrotin og með sjö aðra áverka. „Ég var í algjöru panikki. Enda vissi ég að ég hefði farið á spítala, það hefðu verið teknar myndir af mér og ég sagði starfsfólki þar hvað hafði komið fyrir mig. Ég hringdi því sjálf upp á Landspítala og segi læknaritara hvað lögreglan hafi sagt. Hún sagði lögregluna eiga að vita betur, það taki einfaldlega tíma að útbúa áverkavottorð. Hún sagði það að sjálfsögðu vera til enda muni sjúkraskýrsla mín fylgja mér í gröf- ina. Lögreglumaðurinn laug því að mér, blákalt, og ég er hugsi yfir því að slíkur maður rannsaki svona mál.“ Linda segist ítrekað hafa reynt að ná sambandi við lögreglumanninn sem á þessum tíma fór fyrir rann- sókninni, til að láta hann vita af þessu svari, en án árangurs. „Aldrei hringdi hann til baka. En á þessum tíma óttaðist ég að mál mitt félli um sig sjálft vegna þessa, enda vottorðið aðalsönnunargagn mitt. Það næsta sem ég heyri er að fyrrverandi sambýlismaður minn er kallaður í skýrslutöku og veit svo ekkert fyrr en ég fæ bréf þar sem mér er tilkynnt að rannsókn málsins sé hætt.“ Ekki kallað eftir ljósmyndum Linda hafði þá mánuð til að kæra þá ákvörðun og gerði lögfræðingur hennar það á grundvelli þess að rannsókn hefði sannarlega verið ábótavant. Samkvæmt áverkavottorði varð Linda fyrir fjölþættum áverkum, þar er meðal annars talið upp við- beinsbrot, sár í munni og munnholi, sár á kvið og mar á baki. Í skýrslu sem tekin var af fyrrverandi sam- býlismanni hennar útskýrði hann viðbeinsbrotið þannig að hún hefði Málið litað vanhæfni og mistökum Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is dottið. Áverkar hennar voru ekki frekar bornir undir hann, né hann beðinn að útskýra hvernig þeir voru tilkomnir. Við niðurfellingu rannsóknar var tekið fram að engar ljósmyndir væru til af áverkum Lindu en á áverkavottorði stendur skýrt að myndir séu til, lögregla þurfi aðeins að kalla eftir þeim hjá Landspítala. Önnur rök voru að um væri að ræða orð gegn orði, en í kæruskýrslu tiltók Linda fjögur vitni sem stutt gætu frásögn hennar en aðeins var haft samband við eitt þeirra, vinkonu hennar sem sótti hana og færði á spítala eftir árásina. Málið endurvakið eftir viðtal Í febrúar 2021 fer lögmaður Lindu fram á að rannsókn sé aftur tekin upp, en það er ekki fyrr en 19. maí sem Linda fær tilkynningu um að það verði gert, fjórum dögum eftir að hún birtist í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. „Það finnst mér ótrúlega sorglegt fyrir þolendur. Að þeir þurfi að taka þetta í sínar eigin hendur til að horft sé á mál þeirra, hlustað á þá. Mig langaði ekkert að fara í viðtal. Þetta eru persónulegir hlutir sem mig langar ekkert að allir viti um mig.“ Linda segir vinnubrögðin ekki hafa batnað þegar málið var tekið upp aftur, en þá hafi lögreglu- maðurinn sem upphaflega var með málið og viðhafði að mati hennar og lögfræðings hennar, slæleg vinnu- brögð, hringt í hana og boðað hana í skýrslutöku. „Ég var steinhissa og spurði hvort hann væri virkilega aftur með málið,“ segir Linda en hann hafi svarað: „Já. Er eitthvað að því?“ „Ég auðvitað bara fraus, mér fannst þessi maður hafa brotið á mér með því að rannsaka mál mitt ekki.“ Linda og lögfræðingur hennar lögðu áherslu á að annar lögreglu- maður tæki við málinu. Það reynd- ist ekki auðsótt og var hún vöruð við að þannig tæki málið lengri tíma. „Ég svaraði að ég vildi frekar að það tæki lengri tíma og væri gert vel.“ Á endanum tók lögreglukona við rannsókn málsins og segir Linda hana hafa staðið sig vel. „Ég fann strax að hún vann sína vinnu, annað en sá fyrri.“ Ekki tilkynnt um ákæru Þann 22. febrúar á þessu ári var maðurinn ákærður en samkvæmt Lindu fengu hún og lögfræðingur hennar ekki upplýsingar um það fyrr en nokkrum dögum áður en málið átti að fara fyrir dóm. „Okkur var ekki tilkynnt um ákæruna, ekki einu sinni þegar lögfræðingur minn hefur samband við saksóknara vegna gagna er varða bótakröfu mína. Ég skil ekki þessi vinnubrögð og ekki heldur þá staðreynd að á þessu stigi er málið mitt orðið mál ákæruvaldsins, það er ekki mitt lengur. Ég er orðin eins og utanað- komandi í mínu eigin máli.“ Þar sem þau fengu svo seint vitn- eskju um að ákært hefði verið í mál- inu var of seint að láta bótakröfu fylgja. „Ekki að bætur séu endilega það sem ég er að leitast eftir, þá er þetta bagalegt.“ Lögfræðingur Lindu fékk upp- lýsingar um ákæruna fimm dögum áður en dómsmálið var tekið fyrir um miðjan júní. „Það var eiginlega bara óvart, þegar hann var beðinn um að staðfesta vitnalistann. Hann var beðinn afsökunar á að það hefði fyrirfarist að láta hann vita. Ég var ekkert beðin afsökunar á því – enda kemur mér þetta ekkert við,“ segir Linda í kaldhæðnistón. „Þeir eru að ákæra hann fyrir eitthvað sem hann gerði mér – en samt skipti ég engu máli.“ Frestað samdægurs Linda segir jafnframt að veikindi starfsmanna Héraðsdóms Reykja- ness hafi orðið til þess að gleymst hafi að hringja út og láta vitni vita og þurfti hún sjálf að hafa samband við þau. „Þau fengu bara að vita að þau ættu að bera vitni daginn áður, um miðjan júní, þegar fólk er oft í fríum enda kom í ljós að tvö þeirra voru erlendis,“ segir Linda, en sem betur fer gátu þau borið vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Dómsmálið átti að vera tekið fyrir þann 15. júní og var Linda undir það búin að bera vitni. „Sam- dægurs fékk ég símtal um að málinu væri frestað um óákveðinn tíma. Þá hafði lögfræðingur hans sent beiðni á saksóknara um að skoða fyrningartíma málsins,“ segir Linda og finnst undarlegt að ákæruvaldið fari áfram með mál án þess að vera visst í sínum rétti. „Þannig gat lögfræðingur hans notað svona trix til að eiga við hausinn á þolandanum. Maður fer í einhvers konar efa, þetta tekur á, enda hafði ég búið mig undir að mæta þegar hringt er í mig klukku- tíma áður og mér sagt að málinu sé frestað.“ Málinu var frestað um viku og segist Linda hafa upplifað mikið mótlæti. „Mér fannst allt á móti mér, allt frá því lögreglumaður er mjög ónærgætinn og efaðist um að ég hefði farið á spítala, þar til rann- sóknin er felld niður og svo loks þegar hún er tekin upp aftur fæ ég aftur sama lögreglumanninn og svo á endanum þessi frestun. Ég er viss um að margir hafi lent í svipuðu og ég og gefist upp, sem ég skil bara mjög vel. Þetta er ekki gert auðvelt. Málið hefur verið í tæp tvö og hálft ár í kerfinu og er það litað af mistök- um og vanhæfni í starfi bæði hjá lög- reglu og ákærusviði. Ég óska engum sem sem er svipaðri stöðu og ég að þurfa að fara í gegnum þetta ferli.“ Dómurinn frelsi frá óttanum Dómur féll þann 17. ágúst síðast- liðinn og viku síðar höfðu hvorki Linda né lögfræðingur hennar fengið að sjá hann þrátt fyrir ítrek- aðar beiðnir. „Ég heyrði einfaldlega af niðurstöðunni frá blaðakonu Fréttablaðsins,“ segir Linda, en dag- inn eftir þetta viðtal, þann 24. ágúst, birtist dómurinn á vefnum og kom þá Lindu fyrst fyrir sjónir. Maðurinn fékk þriggja mánaða dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára . „Það er bara gott að vera glæpa- maður á Íslandi.“ Linda hefði viljað sjá þyngri dóm en einnig einhvers konar samfélagsþjónustu eða með- ferð. „Fólk sem hefur tilhneigingu til að beita ofbeldi ætti að þurfa að fara í einhvers konar uppbyggingu.“ Þó að dómurinn sé ekki þungur er hann mikilvægur. „Í öllu þessu ferli hef ég fundið fyrir ótrúlega mikilli hræðslu, mér finnst erfitt að vera úti ein,“ segir Linda og það reynist henni erfitt að halda áfram: „Þegar þetta fór í fjölmiðla fannst mér allir vita þetta og var óörugg. En eftir að hann fékk dóminn hefur mér aldrei liðið betur. Þó að dómurinn sé vægur þá er þetta viðurkenning á því að það sem hann gerði mér var rangt og hann getur ekki lengur logið sig út úr þessu. Dómurinn frelsaði mig frá óttanum,“ segir hún að lokum. n Linda fagnar því að fyrrverandi sambýlismaður hennar hafi loks fengið dóm fyrir líkamsárás gegn henni. Hún segir vinnslu málsins þó hafa verið litaða vanhæfni og mistökum allt frá rannsókn að ákæru. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR 26 Helgin 27. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.