Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 11
Er að reyna að fá
áhuga á golfi til að geta
spilað með manninum
mínum en það gengur
pínu hægt, kannski
kemur það með tím-
anum.
Áslaug Hlíf Servo Jensdóttir er eig-
andi fataverslunarinnar HÖRG á
Laugavegi 83. Hún hefur gaman af
því að ferðast til nýrra landa og segir
að það að stofna verslun hafi verið
krefjandi og skemmtilegt verkefni.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ferðalög til nýrra landa og að
sjá og kynnast einhverju nýju. Og
allt um blóm og skreytingar. Hef
gaman af því að hekla og prjóna.
Er að reyna að fá áhuga á golfi til að
geta spilað með manninum mínum
en það gengur pínu hægt, kannski
kemur það með tímanum.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Fátækt fólk eftir Tryggva Emils-
son. Hún sýnir okkur inn í lífið á
Íslandi hérna áður fyrr og hversu
lífið var erfitt fyrir fólk á þeim tíma.
Hún opnar augu manns og minnir
okkur á hvað við erum heppin og
höfum það gott í dag.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Mest krefjandi verkefnið var að
vinna við að stofna HÖRG, versl-
unina mína, undirbúningurinn
í að finna réttu fatamerkin, stað-
setninguna fyrir verslunina, búa til
heimasíðuna og allt það sem fólst í
því ferli. Af því að ég er þannig að ég
vil gera allt meira og minna sjálf þá
var þetta dálítið krefjandi og tíma-
frekt verkefni en heppnaðist mjög
vel í alla staði, og er ég mjög stolt af
útkomunni.
Að halda áfram að vinna að því
að bjóða fólki upp á umhverfisvæn-
an, lífrænan og sjálfbæran fatnað og
góða þjónustu í versluninni minni.
Og það sem er mikilvægast auðvitað
er að huga vel að fjölskyldu minni á
sama tíma.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Aldrei að vita en kannski verð
ég búin að opna f leiri verslanir í
tengslum við HÖRG. Eða bara með
annan fótinn við Karíbahafið, þar
sem ég elska að vera!
Ef þú þyrftir að velja annan starfs-
frama, hvað yrði fyrir valinu?
Einu sinni ætlaði ég að verða
viðskiptafræðingur … veit ekki af
hverju sú hugmynd kom upp þegar
ég var í gaggó. En í dag, ef maður
horfir til baka, þá held ég að ég sé
nokkuð sátt við það sem ég hef valið
mér. En ef ég þarf segja eitthvað þá
kannski garðyrkjufræðingur.
Hver er uppáhaldsborgin þín?
New York, hún hefur upp á allt að
bjóða, iðar af mannlífi og á hverju
horni sér maður og upplifir eitthvað
nýtt. n
Krefjandi verkefni að stofna verslun
Áslaug segir að
uppáhaldsborg
hennar sé New
York þar sem
hún iði af lífi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Nám: Grunnskólanám í Varmár
skóla og Gagnfræðaskóla
Mosfellsbæjar, stutt stopp í
Menntaskólanum við Sund og
Iðnskólanum í Reykjavík. Fann mig
svo í Garðyrkjuskóla ríkisins og
útskrifaðist þaðan sem blóma
skreytir. Og svo síðast en ekki síst
er auðvitað skóli lífsins.
Störf: Verslunarstörf, þjónustu
störf, barþjónn, blómaskreytir og
blómabúðareigandi, hef einnig
stofnað tvær blómabúðir en sá
atvinnurekstur er því miður mjög
erfiður, eins og þetta er yndislegt
starf að vinna við. Og núverandi
starf er fataverslunareigandi.
Fjölskylduhagir: Gift Nuno
Alexandre Bentim Servo og eru
dæturnar þær Aurora Sólrós 12 ára
og Elísabet Ósk 15 ára.
n Svipmynd
Áslaug Hlíf Servo Jensdóttir
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
olafur@frettabladid.is
Hagnaður Landsvirkjunar á fyrri
hluta ársins var 19,4 milljarðar
króna. Hagnaður tímabilsins nam
144,5 milljónum Bandaríkjadala
sem er hækkun um ríflega 260 pró-
sent frá sama tímabili árið áður,
þegar hagnaðurinn nam 55,1 millj-
ón dala.
Rekstrartekjur námu 339,3 millj-
ónum dala, eða sem nemur 45,5
milljörðum króna, og hækkuðu um
29,5 prósent milli ára.
Nettóskuldir Landsvirkjunar
lækkuðu um 147,5 milljónir dala,
eða 19,8 milljarða króna, á tímabil-
inu og voru í lok júní ríf lega 1.350
milljónir dala, eða sem nemur 181,3
milljörðum króna.
Meðalverð til stórnotenda var
42,1 dalur á megavattstund, sem er
hæsta verð á fyrri árshelmingi í sögu
fyrirtækisins.
Handbært fé frá rekstri nam 234,9
milljónum dala, eða 31,5 millj-
örðum króna, sem er 43,6 prósenta
hækkun frá sama tímabili í fyrra.
Þetta er besta rekstrarniðurstaða
í sögu Landsvirkjunar og hagn-
aður fyrir óinnleysta fjármagnsliði
hækkaði um tvo-þriðju miðað við
sama tímabil í fyrra og nam rúmum
22 milljörðum króna. Meginástæða
aukins rekstrarhagnaðar er hækkun
á raforkuverði til stórnotenda.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun er
haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra
að eftir erfiðan fyrsta ársfjórðung,
þar sem tíð óveður og erfið staða
í vatnsbúskapnum reyndu mjög á
fyrirtækið, hafi vorið komið með
kröftugu innrennsli og sé vatns-
staðan því nú í góðu meðallagi.
„Eftirspurn eftir raforku var með
allra mesta móti á tímabilinu, en
orkuafhending til stórnotenda jókst
um 5% og jafnframt jókst afhend-
ing forgangsorku í heildsölu um 23
prósent. Um leið var meðalverð til
stórnotenda án flutnings hærra en
nokkru sinni áður á fyrri árshelm-
ingi, eða 42,1 dalur á megavattstund.
Þetta má meðal annars rekja til end-
ursamninga undanfarinna ára, sem
tryggt hafa að flestir viðskiptavinir
Landsvirkjunar borga verð sem er
sambærilegt við það sem gengur og
gerist í þeim löndum sem við berum
okkur helst saman við.“
Nettóskuldir Landsvirkjunar hafa
lækkað úr tæpum 1,9 milljörðum
Bandaríkjadala í árslok 2018 í ríf-
lega 1,35 milljarða nú í lok júní, eða
um rösk 28 prósent. Á sama tímabili
hefur eiginfjárhlutfallið farið úr 48,6
prósentum í 52,8 prósent.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun
segir að af koma fyrirtækisins sé
mjög sterk um þessar mundir og
skýrist það aðallega af hækkun
á raforkuverði til stórnotenda og
endurspeglar endursamninga
undanfarinna ára. Horfur í rekstri
séu því góðar um þessar mundir, en
afkoman muni áfram litast af stöðu
á alþjóðlegum hrávöru- og orku-
mörkuðum. n
Hagnaður eykst og skuldir lækka
Hörður Arnarson, forstjóri Lands
virkjunar, segir endursamninga
við stórnotendur stuðla að góðri
rekstrarafkomu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
magdalena@frettabladid.is
Magnús Harðarson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, segir það vera verulega
jákvætt að íslensk fyrirtæki verði
f leiri og fái meira vægi í vísitölum
FTSE Russell en áður var búist við.
Þá sé sú breyting sem orðið hefur á
f lokkun úr litlum félögum í meðal-
stór og úr meðalstórum í stór jafn-
framt jákvæð tíðindi.
„Í kjölfar þessara tíðinda erum
við að undirbúa frekari komu
erlendra fjárfesta inn á markaðinn.
Við erum að skynja þennan aukna
áhuga mjög sterkt,“ segir Magnús
og bætir við að frekari frétta sé að
vænta af meiri þátttöku erlendra
fjármálafyrirtækja á markaðnum
innan tíðar.
„Ég geri mér góðar vonir um að
þetta auki seljanleikann á mark-
aðnum og geri markaðinn smám
saman líkari því sem gengur og
gerist erlendis. Það er að segja að
það verði meira um að það verði
kaup- og sölutilboð sem öllum eru
aðgengileg til dæmis.“ n
Jákvæð tíðindi
fyrir markaðinn
Magnús Harðarson, forstjóri
Kauphallarinnar.
Ég geri mér góðar
vonir um að þetta auki
seljanleikann á mark-
aðnum og geri mark-
aðinn smám saman
líkari því sem gengur
og gerist erlendis.
MIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2022 Fréttir 11FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 31. ágúst 2022