Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.08.2022, Blaðsíða 4
Endursmit eru um 10-20 prósent af þeim smitum sem eru að greinast núna og innlagnir á sjúkrahús hjá fólki með endur- smit eru mjög fátíðar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Þarna taldi ég að við værum klárlega að tryggja það að fag- mennskan fengi að njóta sín. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra HJARTA OG ÆÐAKERFI ARCTIC HEALTH AHI.IS OMEGA-3 COLLAGEN HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnar því alfarið að skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminja- varðar án auglýsingar hafi verið ólögmæt. Ák vörðun ráðherrans hefur verið harðlega gagnrýnd. Ekki liggur fyrir hvort málið bar á góma á ríkisstjórnarfundi í gær. „Mér þykir auðvitað miður sú gagnrýni sem hefur komið og ég auðvitað tek hana til mín en þarna taldi ég að við værum klárlega að tryggja það að fagmennskan fengi að njóta sín,“ sagði Lilja í samtali við Fréttablaðið við Ráðherra- bústaðinn í gær. Lilja hafnar að verið sé að hverfa frá norrænu módeli og y f ir í amerísk kerfi þar sem fólk er per- sónulega handvalið í stöður líkt og Haukur Arnþórsson stjórn- sýslufræðingur heldur fram. Mik- ill starfslokakostnaður getur að óbreyttu hlaðist upp við stjórnar- skipti að mati Hauks. „Við erum að taka og f lytja fag- manneskju úr einu safni yfir í hið næsta,“ segir Lilja um ásakanir um vonda og jafnvel ólöglega stjórn- sýslu. Guðlaug u r Þór Þórða r son, umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra, segir að hann hafi aldrei skipað háttsettan embættismann með tilfærslu innan kerfis í stofnun án þess að auglýsa stöðu líkt og Lilja nýtti sér með vísan í 36. grein starfsmannalaga. Á smu ndu r Eina r Daða son, mennta- og barnamálaráðherra, samflokksmaður Lilju, segist sjálf- ur hafa nýtt sér 36. greinina. Hann sér ekkert athugavert við ákvörðun Lilju. n Lilja Dögg segist hafa tryggt fagmennsku ragnarjon@frettabladid.is KÓPAVOGUR Fyrsta hæð húsnæðis sem notað er fyrir vistun fatlaðra ungmenna í Kópavogsbæ í Fann- borg 2 er ekki skráð fokheld. Þetta kemur fram í athugasemdum fjöl- miðlafulltrúa Kópavogsbæjar við frétt Fréttablaðsins sem birtist í gær. Hæðin er skráð fullgerð en hafi verið skráð fokhelt húsnæði á sínum tíma þar sem hún hafi ekki verið í notkun, einnig þar sem greinst hafði mygla á efstu hæðum hússins. Láðst hafi að breyta skráningu þegar húsnæðið var tekið í notkun fyrir Kópavogsskóla og nú hafi sú skráning verið leiðrétt og 1. hæð skráð sem fullgerð. Skráningin var leiðrétt í ágústmánuði. Aðrar hæðir hússins eru þó enn skráðar fok- heldar. Einnig vilji Kópavogsbær taka fram að engin mygla hafi fundist í þeim parti hússins sem sé í notkun. Fréttablaðið tekur þó fram sam- kvæmt fyrri fréttaf lutningi að mygla hafi fundist á sömu hæð húss- ins þrátt fyrir að sá partur hæðar- innar sé ekki notkun. Í athugasemd Kópavogsbæjar segir að húsnæðið að Fannborg 2, 1. hæð, hefði ekki verið tekið til notk- unar undir skólastarf ef ekki hefði verið farið vandlega yfir það af sér- fræðingum og Heilbrigðiseftirlitinu. Heilbrigðiseftirlitið gaf út starfsleyfi fyrir fyrstu hæð hússins í mars síð- astliðnum, það gildir út ágúst og von er á Heilbrigðiseftirlitinu á nýjan leik til að taka húsnæðið út fyrir áframhaldandi starfsemi. n Fyrsta hæð ekki skráð sem fokheld Í athugasemd Kópavogsbæjar segir að húsnæðið hefði ekki verið tekið til notkunar undir skólastarf nema vandlega hefði verið farið yfir það. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir segir alþjóðlegar stofnanir benda á að ekki sé útilokað að ný Covid-bylgja geti orðið þó að hann sjálfur telji það ekki líklegt. Mikil- vægt sé þó að vera við öllu búinn. Sjúklingum með Covid á Landspítala fer ört fækkandi og í gær lá enginn með sjúkdóminn á gjörgæslu. birnadrofn@frettabladid.is COVID -19 „Alþjóðlegar stofnanir eins og Sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin eru jafnvel að spá því að það geti komið ný bylgja og ný afbrigði, það er ekkert víst og vonandi ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir. Hann sjálfur segist ekki telja það líklegt að ný Covid-bylgja skelli á. „Þetta er það sem þessar stofnanir eru að spá en mér finnst það frekar ólíklegt. En við þurfum að vera undir það búin að það geti gerst, láta það ekki koma okkur á óvart og bregðast við ef svo verður,“ segir Þórólfur. Í gær lá enginn með Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítala en fjór- tán einstaklingar með sjúkdóminn voru á spítalanum. Þegar innlagnir voru f lestar á þessu ári lágu 88 sjúklingar með Covid á spítalanum, í mars síðastliðnum. Inniliggjandi sjúklingum með Covid fer því ört fækkandi og segir Þórólfur flest þau sem eru með sjúkdóminn ekki liggja á sjúkrahúsinu vegna Covid. „Allir þeir sem eru lagðir inn á Þórólfur telur aðra bylgju ólíklega en mikilvægt sé að vera við öllu búinn Á tímabilum í faraldrinum mynduðust langar raðir í sýnatöku á Suðurlands- brautinni þegar þúsundir mættu þangað á degi hverjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK spítalann eru skimaðir fyrir Covid, svo að orsök innlagnarinnar þarf ekki að vera Covid,“ útskýrir Þór- ólfur. „Þetta er ekki eins og það var þegar margir voru lagðir inn alvar- lega veikir vegna Covid, landslagið er allt annað og það er ekki nokkur vafi á því að við getum þakkað bólu- setningum fyrir það að við séum ekki með jafn alvarleg veikindi,“ bætir hann við. Þórólfur segir starfsfólk spítalans sjá greinilegan mun á veikindum hjá þeim sem eru bólusett og þeim sem eru það ekki. 82 prósent lands- manna, fimm ára og eldri, eru full- bólusett en einstaklingur telst full- bólusettur hafi hann fengið tvo skammta bóluefnis. Um 292 þús- und einstaklingar hafa fengið tvo skammta og yfir 311 þúsund manns hafa fengið að minnsta kostið einn skammt bóluefnis. Þá segir Þórólfur að hjá þeim sem fái endursmit séu einkennin að jafnaði vægari en hjá þeim sem séu að smitast í fyrsta sinn. „Endur- smit eru um 10-20 prósent af þeim smitum sem eru að greinast núna og innlagnir á sjúkrahús hjá fólki með endursmit eru mjög fátíðar,“ segir Þórólfur. Spurður að því hvort við höfum náð þeim tímamótum þar sem Covid er orðið að „venjulegri flensu“ segir Þórólfur erfitt að segja nákvæmlega til um það. „Þetta er að verða miklu vægara þó að þetta sé enn þá úti í samfélaginu en þar eru líka alls konar aðrar veirur í gangi. Það er erfitt að fullyrða að þessi fari þá leið og verði eins og f lensa, en það væri óskandi.“ n birnadrofn@frettabladid.is REYKJAVÍK Þann 1. ágúst síðastlið- inn voru 136 einstaklingar með fötl- un á biðlista eftir að fá úthlutað hús- næði hjá Reykjavíkurborg. Af þeim eiga 22 lögheimili utan Reykjavíkur. Borgarráð hefur samþykkt endur- skoðaða uppbyggingaráætlun hús- næðis fyrir fatlað fólk í Reykjavík. Þannig er gert ráð fyrir hraðari upp- byggingu og styttingu biðlista. Samkvæmt áætluninni verður Félagsbústöðum falið að byggja 20 nýja íbúðakjarna með 120 íbúðum. Áætlunin gildir til ársins 2028 en verður endurskoðuð árlega. n Hraða byggingu íbúða fyrir fatlaða kristinnhaukur@frettabladid.is EVRÓPA Áætlanir eru uppi innan Evrópusambandsins um að rifta samkomulagi um greiðar vega- bréfsáritanir Rússa. Mun þetta gera rússneskum ferðamönnum erfiðara fyrir að komast inn á og ferðast um lönd Evrópusambandsins. Fimm lönd, Finnland, Eystra- saltsríkin og Pólland, hafa þrýst á að hætt verði að veita Rússum vega- bréfsáritanir. Hyggjast þau jafnvel hætta því sjálf þó að Evrópusam- bandið styðji ekki þá leið. Önnur lönd, til dæmis Þýskaland, hafa ekki viljað ganga svo langt. Á miðvikudag verður fundað í Brussel um málið og líklegt er að farin verði nokkurs konar mála- miðlunarleið. Það er að samkomu- lagi ESB við Rússland frá árinu 2007 verði rift. En það var gert á sínum tíma til að liðka fyrir góðum sam- skiptum milli Brussel og Moskvu. Evrópusambandið hefur þegar sett á flugbann, hafnbann og bann við vegabréfsáritunum ákveðinna fulltrúa og viðskiptajöfra. n ESB mun gera Rússum erfiðara fyrir að ferðast Kallas, forsætisráðherra Eistlands. 4 Fréttir 31. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.